Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
29.2.2008 | 17:00
þar sem dvergar búa í steinum og vofur læðast hljótt
DÆGURÞRAS klukkan 1700 laugardaginn 1. mars í Draugasetrinu á Stokkseyri
Þau minna á fjallvötnin fagurblá - Um dægurlagatexta og samfélag á seinni hluta tuttugustu aldar
Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur og Ragnheiður Eiríksdóttir (Heiða í Unun) fremja dægurþras
Kristín fjallar um dægurlög og texta sem þjóðin gerir að sínum, syngur á böllum í rútuferðum, í útilegum og fjallaskálum. Þessi lög eru í raun hennar eigin skáldskapur, það er fólkið í landinu sem ákveður hvað fellur þjóðarsálinni í geð, hitt hverfur, skýtur ekki rótum, jarðvegurinn hafnar þeim. Vinsældir dægurlaga og texta hljóta að gefa til kynna að þeir eigi erindi í sinn samtíma.Í fyrirlestrinum er leitast við að skilja hvaða samfélag það er sem birtist í vinsælum dægurlagatextum, hverjar eru hetjurnar, hver er staða konunnar, hverjar eru vonir og þrár þeirra sem sungið er um eða sungið til? Til að gestum gefist enn betra tækifæri og tóm til að átta sig á umræðuefninu syngur Heiða nokkur vel valin lög og leikur undir á gítar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.2.2008 | 14:04
uppi í risinu sérðu lítið ljós, heit hjörtu, fölnuð rós
Bolzano - Feneyjar
Suðurendi Gardavatns og til Feneyja
Frá Desenzano er hjólað um sveitir, milli vínakra og annarra edenslunda. Síðdegist er komið til Veróna sem er frábær borg, útileikhús sem tekur 22.000 manns í sæti, nú er ekki lengur þrælum kastað fyrir ljón (að minnsta kosti ekki bókstaflega) heldur eru fluttar óperur og það er víst stórfenglegt. Stórsöngvarinn eini sanni hefur náttlega oft og mörgum sinnum verið langfrægasti söngvarinn á þessum stað. Eftir göngu framhjá arenunni er farið að húsi Julíu, mér finnst það mjög merkilegt - þar eru milljón og eitthundrað miðar límdir á alla veggi, á miðnum stendur til dæmis Giorgio elskar ??? einhverja ítalska mey. Miðar sem eru hengdir á þennan stað öðlast auðvitað aðra merkingu (í hugum gerendanna) en ef þeir væru hengdir á strætóskýli í úthverfi. Þarna hefur sagan tengingu við nútíðina og miðarnir segja hversu mikil ítök hún hefur í hugum fólks. Eftir að hafa heimsótt Júlíu og e.t.v. stolist til að hengja einn miða á vegg, ganga hjólreiðahetjur um verslunargötur og stræti áður en hópurinn safnast sama á Piazza Erde sem er elsti kryddmarkaður í Evrópur og þar fáum við okkur Aperol sem er typískur fordrykkur svæðisins. Eftir það skudnum við á einn af frábæru matsölustöðunum ....og þar er borðað hlegið og drukkið frameftir kvöldi. kv. KE
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.2.2008 | 16:12
fötin skapa manninn, eða viltu vera púkó?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.2.2008 | 15:37
alveg typískt júróvisjonlag
Hér er alvöru fyrirspurn til allra þeirra fjölmörgu sem lesa þessa merku síður. Það er siðferðileg skylda þín að svara þessari spurningu og hana nú og hér er hún: Um hvað heldur þú að textar íslenskra júróvisjonlaga fjalli? Hvað dettur þér fyrst í hug? Þú mátt auðvitað nefna ýmislegt - og takið eftir þessu; ekkert svar er rangt - öll svör eru rétt og háar einkunnir eru í boði. Kær kveðja og hlakka til að lesa allt sem þú skrifar. Kristín
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
24.2.2008 | 20:52
ég ætla aldrei, aldrei, aldrei aftur að vinna í Ísbirninum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.2.2008 | 17:29
bolzano - feneyjar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.2.2008 | 18:08
fundir og mannfagnaðir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.2.2008 | 15:59
bondsjornó
Nú er úti veður mjög leiðinlegt og ég efast um að jafnvel Grímur biðji sér konu í þessari tíð. Mér skilst líka að ekki sé Mjallhvít blessunin bara brjáluð út í stjúpuna heldur er hún orðin hundleið á því að allir séu alltaf núa henni lauslæti um nasir. Hún hafi ekki verið að dingla þarna með öllum þessum dvergum, kannski einum eða þremur en ekki sjö. Svona getur þjóðfræðin gersamlega farið með mann í rugl. Þorrablót þjóðfræðinema var haldið síðasta föstudagskvöld og ég held því fram að fátt sé eins skemmtilegt. Þjóðfræðinemar eru besta og skemmtilegasta fólk og þarna var stiginn vikivaki af tærri snilld - einn þjóðfræðikennarinn kvað rímur, mjööög langar og hikaði aldrei. Ég hef aldrei getað lært nokkra vísu utanað svo ég var full lotningar. Fyrirsögnin er svona vegna þess að ég ætlaði að tjá mig um Ítalíu - enda veðrið til þess - en það bíður betri tíma. Kv. KE
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
18.2.2008 | 20:56
mér finnst lífið eitt allsherjar djók
Nei, segi nú svona bara. En mér hefur oft þótt frábært hversu mikill húmor er í kringum okkur. Baggalútur, sprengihöllin, Laddi, Tvíhöfði og allt það lið. Það er líka ótrúlegt allt þetta húmorefni í sjónvarpinu - fóstbræður, strákarnir og stelpurnar, skaupið og spaugstofan, og næturvaktin. Svo er nú öll fyndnin sem fram fer manna á milli. Húmor er eins og við vitum merkilegt, en því miður vanrækt rannsóknarefni - Hann er út um allt, manna á milli og í umhverfinu öllu. Dönsku þættirnir, Trúðurinn, er náttlega eitt enn ótrúlegt fyrirbærið - þar er húmorinn kominn á eitthvert allt annað svið - viðtalið við þá félaga í Kastljósinu var merkilegt - því að lengi var því haldið fram að ekki væri hægt að gera grín að barnaníðingum en þeir treysta sér í það. Það er svo sem vitað að það sem veldur kvíða, veldur líka hlátri, og hvað er kvíðvænlegra en...Jæja - vesgú - heil færsla og ekki minnst á hjólfákinn. Kannski að ég skrifi eins og einn brandara t.d. um mann sem datt á hjóli - gerir sig alltaf. kv. K
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.2.2008 | 10:17
Ég er ekki bara hjólanörd - ég er margfaldur nörd
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Kristín Einarsdóttir
Bloggvinir
- aslaugh
- gruvman
- fjola
- bjarnihardar
- steingerdur
- meistarinn
- eddabjo
- slembra
- metal
- smarijokull
- kolbrunb
- halkatla
- landsveit
- ranka
- ragnhildur
- drhook
- baldurkr
- hehau
- gurrihar
- juljul
- margretloa
- eyjolfurhressist
- annabjo
- nimbus
- jensgud
- agustolafur
- eddaagn
- ugla
- ingabesta
- folkerfifl
- berglindnanna
- torduringi
- vinaminni
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- palmig
- fararstjorinn
- peturg
- mariakr
- ipanama
- toshiki
- idno
- maggaelin
- stormsker
- salvor
- stebbifr
- lindagisla
- margretsverris
- kristjanb
- gudridur
- anika-yr
- brandarar
- ernani
- gudjonbergmann
- heida
- hemmi
- omarragnarsson
- einherji
- joklasol
- steinunnolina
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar