Ég er ekki bara hjólanörd - ég er margfaldur nörd

Þeir sem villast hér inn gætu mjög auðveldlega haldið að ég geri ekki annað en að hjóla um bæinn og Ítalíu og fjöllin og Austurríki. Það er bara alls ekki þannig - ég hef líka hjólað í Baðhúsi allra landsmanna - reyndar hætt. Svo er ég að gera margt, mjög margt, mjög skemmtilegt. Núna í augnablikinu er ég t.d. að lesa bókina ,,Rokksaga Íslands" eftir Gest Guðmundsson. Ótrúlega skemmtileg bók - og svo að henni lokinni mun ég lesa bókina ,,Eru ekki allir í stuði" eftir Doktor G. - meðfram þessu hlusta ég á íslensk dægurlög og ligg í djúpum pælingum um textana - syng samt ekki með - stundum syng ég á hjólinu en þá bara með Presley. Mér finnst t.d. að ég nái ,,Crying in the Chapel" mjög vel í rigningu. Þá líka sjást ekki tárin sem flóa bæði af aðdáun á minni eigin rödd og tjáningu Elvisar á hinni óendanlegu sorg og gleði. Mig langar að benda ykkur á fyrirlestur Rósu Húnadóttur um íslensk sjómannalög - sem haldinn verður í húsi sögufélagsins við Fischersund á miðvikdagskvöld kl. 20 - kv. KE

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Sæl Kristín og takk fyrir að bjóða til bloggvináttu Hlakka til að fylgjast með því sem þú ert að gera.

Kær kveðja úr Hjólalandinu

Guðrún Þorleifs, 18.2.2008 kl. 11:38

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Sömuleiðis hér, það verður gaman að kynnast þér.
Mér þótti áhugavert að þú skyldi nefna þig hjólaferð. Þegar ég fór á þing sem varamaður Geir H. Haarde var eitt af mínu verkum að spyrja samgönguráðherra um gerð hjólastíga. Þú getur séð þetta betur á heimasíðu minni www.kolbrun.ws undir störf á Alþingi.

Bestu kveðjur. 

Kolbrún Baldursdóttir, 18.2.2008 kl. 19:29

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Heil og sæl aftur kristín!

Doktorsritgerðin hans Gests já hefur ýmislegt að geyma já, en hefur nú lengst af þótt nokkuð umdeild og hreinlega gölluð að mati tónlistarmanna sjálfra margra hverja að minnsta kosti! Þetta veit ég nú einfaldlega vegna þess, að á árunum 1990 til 1998 var ég í miðri hringyðu íslenks rokks og popps, sem starfandi tónlistarblaðamaður!

Var það ekki hvað síst vegna þess sem þótti vanta í bókina, sem kartað var og henni hallmælt, svo mönnum þætti að hún stæði fyllilega undir nafni! En sem slík er hún ágætisuppsláttarrit og nýttist mér oft. önnur bók eftir Gest, um '68 kynslóðina, sem hann skrifaði ásamt eiginkonunni nöfnu þinni Kristínu Ólafsdóttur, var líka ágætisbók hygg ég um margt og örugglega ekki eins umdeilanleg.

En hvað varðar bókina hans góðkunningja míns Gunnars, þá galt hún fyrir allt of lítin tíma sem hún var skrifuð á og það svo lítin að slæm mistök urðu, einn kaflinn gleymdist er svo mjög frægt varð á sínum tíma!Sumum allavega þótti þó sá skaði ekki mikill, minnir að sá kafli hafi aðalega fjallað um nýrómantíkina og þess háttar, hið mjög svo umdeilda tímabil. En kaflinn sem gleymdist var síðan birtur í Mannlifi minnir mig, til að bjarga því sem bjargað varð!

En gæti verið ágæta Kristín, að einmitt auk þess að hjólast þessi ósköp, stundir þú ýmis fræðastörf, t.d. að halda fyrirlestra um íslenska texta!?

Magnús Geir Guðmundsson, 19.2.2008 kl. 01:45

4 identicon

Jú, ég hef haldið fyrirlestra með Heiðu (í Unun) um íslenska dægurlagatexta frá sjötta, sjöunda og áttunda áratugnum, ég tala og Heiða syngur -  ég er svo að undirbúa útvarpsþætti um sama efni. Mér finnst bókin hans Gests skemmtilega skrifuð og aðgengileg - ég geri mér ekki vonir um að allt þetta efni og allar hliðar þess rúmist í einu riti. Mér finnst til dæmis að algerlega vanti almennilegar pælingar um þessa texta - ég er rétt að byrja og sé alltaf meira og meira merkilegt. En takk kærlega fyrir þessar ábendingar, ég mun nýta mér þær. Ef þú hefur meira um þetta allt að segja sem þu heldur að nýtist mér er ég ein eyru (eða s.s. augu) kv. KE

kristín einarsd (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 11:05

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ekkert að þakka, þetta spratt bara fram við lesturinn á þinni skemmtilegu færslu og þessari á undan þar sem þú fléttar tónlistina skemmtilega inn í spjallið!Hittir mig þar semsagt á miðri leið sem og að nokkru hvað textana varðar, þeim ósköpum gæddur að hafa í blóðinu hagmælsku og smá vit á íslensku máli.

Gamall vinur minn fór einmitt á fyrirlestur hjá ykkur Heiðu hér í Höfuðstað norðurlands er ég vissi af svo ég fór að spá í hvort ekki væri hér komin sama kristín og þar.

Magnús Geir Guðmundsson, 20.2.2008 kl. 00:51

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Betri íslenska væri nú reyndar að segja, að þú hafir mætt mér á miðri leið, eða við mæst á henni miðri hvað tónlistina varðaði og textana"

Magnús Geir Guðmundsson, 20.2.2008 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband