Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Feneyjar - Flórens

Hér verður næst bloggað frá hjólaferð Úrvals-Útsýnar sem hefst í Feneyjum þann 8. júní og lýkur í Flórens þann 14. Þangað til  - verið góð við alla og sérstaklega þá sem ekki eru að fara í hjólaferð um Ítalíu, en þeirra tími mun svo sem koma. Kveðja Kristín

http://www.youtube.com/watch?v=NgeI0NeOjhI&feature=related


brjóttu mitt trúfasta hjarta ......

Ef þú hefur snefil af fíling fyrir kúli - eða að það votti fyrir töffi í þínu tötralega og yfirgefna hjarta

http://www.youtube.com/watch?v=P71Xx3EC67Y&feature=related

og til samanburðar

http://www.youtube.com/watch?v=0mBuFtTT09Y

 hér er hann engum líkur -

http://www.youtube.com/watch?v=kH8CL3KMYAg&feature=related

takk edda


nú finnast ekki dægrin löng

Jú, ég er komin suður yfir heiðarnar - með frábær viðtöl í farteskinu sem alþjóð mun hlusta á með eyrun límd við tækin í sumar, án gríns. Heimsóknin í Hóladómkirkju var frábær, biskupinn sagði mér sögur af dýrgripum kirkjunnar og ég held bara að ég sé að fá Hólaveikina. Gæti Hólaveikin tekið yfir Ítalíuveikina? Maður spyr sig. Vel á minnst Ítalíufararnir hittust við Sólfarið fagra í gærkvöldi, hjóluðu sem leið lá meðfram sjónum, fylgdumst með öndum á sjónum, kríum í tilhugalífi með tilheyrandi hljóðum, sólarlag og bara almenn sæla. Að lokum fórum við á kaffihús, sumir drukku kakó, aðrir rauðvínstár, spjölluðu, tilhlökkun er (a.m.k. mín) að nálgast hættumörk - sautján dagar. Skil ekki hvernig nokkur maður getur látið slíkar ferðir framhjá sér fara, skil það bara alls ekki.


skín við sólu ....

Nú er ég búin að vera í Skagafirði í tæpa viku og hér er allt mjög frábært. Hef sumsé haft þann starfa hér að leysa mömmuna af sem er í staðlotu í háskóla sveitarinnar.  Ég á hér þrjú stórkostleg barnabörn, tveimur þeirra kem ég í leikskólann á morgnana og sú þriðja fer í skólann á staðnum. Í gær var námstefn á Króknum um útinám og þar sagði ég auðvitað frá Smáraskólaverkefninu (ætli ég verði ekki að fara að gefa verkefninu eitthvað annað nafn) Þetta verkefni vekur alltaf mikla athygli og jákvæð viðbrögð áheyrenda, vonandi tekst okkur að koma því ínn í aðra skóla ..... margir skóla hafa svosem sýnt þessu áhuga og það er augljóst að það er að verða vakningi í ýmiskonar útikennslu. Vanda (fótboltaþjálfarinn frækni) var með merkan fyrirlestur þar sem hún syndi fram á að tengsl barna við náttúruna eru að rofna og hversu alvarlegar afleiðingar slíkt rof getur haft. (þar sem ég skokkaði léttilega meðfram sjónum við sæbrautina um daginn sá ég tvo unga og myndarlega menn, reyna að grýta endurnar á sjónum -e.t.v. eru þeir dæmi um okkar tíma ,,náttúruleysi") .... En núna er ég að fara að spjalla við einn bónda, biskup og rektor, í þessari röð, og hlakka til.... Svo fer ég að koma mér aftur suður yfir heiðar og fjallvegi, horfi á álftir, og kindur og hesta og bæi, og ár og vötn og hlusta auðvitað á Rás 1, bara svo það sé á hreinu.


...kveðið kátt og kalsað margt um trúna

fen - fló og barnabörn 186Ég var að koma að vestan, var fyrir vestan í tvo daga að tala við fólk, ef þið hlustið vel í allt sumar getið þið líka heyrt í þessu fólki og jafnvel talað við það. Fólkið talaði um að vera alið upp í torfbæ, að upplifa fátækt, að sjá á eftir börnunum sínum ungum út um hliðið, að upplifa hvernig náttúran læknar, að sjórinn er aldrei eins, að fjársjóðurinn er í fjörunni.  Fólkið talaði um hugsjónir, að sjá fólkinu fækka í sveitunum, að kenna fáum börnum í litlum skóla, töluðu um kraftaverk eins og annað fólk talar um að svara í símann, að hafa gaman af að vera til, að byggja upp. Ég skoðaði líka ótrúlega fallega kirkju, hef sjaldan séð eins fallega liti og fallegan prest. Heyrði líka fólk tala um hversu gaman væri að fara í messu (sverða) - og að keyra ein um sveitir er svo frábært - segi bara eins og Bubbi - eða nei. Myndin kemur efninu ekki við en sýnir skelfingu lostið barnabarn á hröðum flótta undan hungrum gæsum.


og er ekki veröldin dásamleg

 b 2 Feneyjar - Flórens (88)Þannig er að ég hlakka eiginlega ekki til jólanna, mér er nánast alveg sama um afmæli og áramótagleði finnst mér líka mega missa sín. En ég hlakka ótrúlega mikið til sumarsins, ekki það að veturinn er ágætur, en sumarið er bara svo stórkostlegt - og þá öll þessi ferðalög sem sumarið býður manni í. Nú fer að styttast verulega í fyrstu hjólaferðina um ítalskar sveitir - sú ferð hefst þann 7. júní með flugferð til Mílanó - þaðan er ekið í tvo tíma með rútu til Feneyja, snemma næsta morgun förum við niður á Markusartorg - fáum okkur kaffi, skoðum í búðir, horfum á gondóla,horfum á þetta mikla ævintýri og upplifum þessa ótrúlegu borg sem er ekki hægt að lýsa. Svo hjólum við eftir örmjóum eyjum allan daginn,  með sjó næstum því á báðarhendur, hoppum í ferjur til að fara á næstu eyju og endum svo í borginni Chioggio sem líka er kölluð litla Feneyjar.... Ekki á morgun heldur hinn er bara mánuður. Myndin er af einum hinna frábæru matsölustaða, þessi er í Brisighella, rétt hjá Flórens.... En ég fór líka í magnaða ferð með börnum og barnabörnum um daginn - var næstum búin að gleyma henni og mun tjá mig um það mál á morgun.

og vörubílaflotinn bræddi úr sér og ég veit ekki hvað og hvað

 

 Dönskudísinni get ég náttlega ekki neitað um nokkurn hlut - lagði ég t.d. mannorð mitt í alvarlega lífshættu eitt sinn við að uppfylla óskir dísarinnar og er það enn í minnum haft. Hver veit nema ég birti þá sögu hér - ef einhver hvetur til þess, en nei kannski ekki. (Þá og ef ...hefði dísin ekki haft áhuga á launahækkunum, ekki þurft þær og hreinlega hefði hún sagt hollkjeft við þá sem væru með leiðindi eins og umræður um laun. En - DÞ ef ég verð rekin úr öllum þeim virðingarstöðum sem ég gegni þessa dagana útaf þessari gáttleysislegu bloggfærslu - (SEM ER GRÍN OK???) gæti ég þá orðið t.d. aðstoðardönskukennari í lynginu norður..?

 En aðferðin til launahækkunar kennara er eftirfarandi: kennari tekur að eigin vali tvo óþekktargrislinga sem hann hefur alltaf langað að tuska til en ekki þorað - taka skal fast
en ákveðið í hár eða eyru grislinganna, ganga skal af stað,haldandai föstu
taki í hár, nú eða eyru grislinga,  með grimmdarsvip, en hægum skrefum
niður /eða upp aðalgötu þess bæjarfélags þar sem mótmælin og kröfugerðin
fer fram (e.t.v. mætti ganga á eftir, nú eða á undan vörubílaflotanum)- allir kennarar með tvo grislinga á mann - og ganga skal hægt og
loka götum og e.t.v. leyfa grislingunum að grýta eggjum í einhvern - Já nú er nebblega runninn upp tími annarra aðferða....hvernig líst
þér á ? En það þurfti nú ekki meira en að ég léki þessa aðferð í ... allra landsmanna og vola 50.000 á mann í hækkun. Vantar ekki bráðum nýjan formann í þessi þarna kennarasamtök - ég býð mig fram hér með.


hann Blesi minn held ég að hafi húkkað sér far oní Kjós

Ýmsar ástæður eru fyrir þögn hér á þessari skemmtisíðu og ekki þykir mér heldur mikið til koma hvatningarorða lesenda. (Vek athygli á því að bróðir okkar í baráttunni er með hátt í hundarð athugasemdir á sinni síðu og nennir víst varla að lesa þær) Ég til dæmis les allar athugasemdir þrisvar til fjórum sinnum bara til að ég skilji þær alveg örugglega. En varðandi öflugar aðferðir í vinnideilum fékk ég þessa bráðsnjöllu hugmynd og viðraði hana í einni helstu og æðstu stofnun þessa lands og þaðan lak hún út og eins og við manninn mælt kennarar fengu stærstu launauppbót sem sést hefur held ég allar götur síðan einhverntíman bara. Hvað gerist þegar og ef til þarf að taka aðgerðarinnar? Aðferðin lítur hreinlega of illa út á prenti en ég er til í að koma á hvaða baráttufund sem og gera grein fyrir málinu - og málið er leyst.

Líttu við á morgun - hér verða tjáðar heitar fréttir - Sturla hvað? og Guðlaugur  þess þá heldur - nei ekki fara langt - hér eftir örstuttar auglýsingar verður bein útsending....

 


Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 980

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband