Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

barnabörn - ráð handa þeim sem ekki nenna

 

Þannig er að yfir okkur hjónunum er mikið barna- og barnabarnalán. Barnabarn númer tíu fæddist fyrir skömmu og hin eru þrjggja til tíu ára. Tíu ára börnin eru einmitt fædd sama dag, svo ótrúlegt sem það er nú og eru ekki tvíburar. Nenni ekki að útskýra þetta frekar. En sem sagt þetta er fríður og skemmtilegur hópur - og við hjónin, afinn og amman, höfum komið upp þeirri hefð að fara í barnabarnaferðir. Það vill svo til að afinn hefur yfir langferðabifreið að ráða og við sem sagt ökum um allan bæ á rútunni og pikkum upp barnabörn í helstu hverfum höfuðborgarsvæðisins.

Í dag fórum við til dæmis í Húsdýragarðinn með allan hópinn, kíktum á Mikka ref, svín og geitur og að því loknu upphófst mikill eltinga- og svo feluleikur í sjóræningjaskipinu. ,,Stóru" krakkarnir voru ótrulega góð og tillitssöm við þau litlu og þetta er bara svo gaman. Eftir húsdýragarðinn fórum við svo í Perluna og allir fengu ís. Í þessum barnabarnaferðum höfum við til dæmis farið í fjöruferð, Álfasetrið, leikhús og bíó og auðvitað í hjólaferðir. Mér finnst til dæmis ekki mjög skemmtilegt að bjóða fólki í matar- eða kaffiboð, fyllist hreinlega algerri letitilfinningu við tilhugsunina - fullorðna fólkið að tala um Davíð og krakkarnir... Mér finnst reyndar ágætt að mæta í boð hjá öðrum, nenni bara ekki að halda þau sjálf. En í barnabarnaferðunum skemmta allir sér vel - börnin og ekki síst afinn og amman. kv. KE 


að hjóla í góða veðrinu

Já ég hjóla þótt það sé þurrt og ryk og svona og svona. Ég er nebblega búin að finna út hvers vegna mér verður aldrei misdægurt, fæ ekki flensu, kvef né t.d. nokkra geðveilu svo mark sé á takandi. Það er út af því að rykið af götunum er svo bakteríudrepandi, og annað sem er miklu meira virði, það er að útblásturinn gerir mann svo fallega brúnan að sólarlandaferðir og sólbekkjalegur verða gersamlega óþarfar. Ef ytri fegurð skiptir yður einhverju máli - stígið á hjólið og brosið til feitubollanna í jeppunum. Bestu kveðjur KE

ég er að sauma

Stundum hefur það gerst að konur, t.d. samstarfskonur á einhverjum tímum og stöðum hafa rekið nefið inn á mitt fagra heimili og séð veggteppi mörg og fögur sem ég hef saumað í gegnum tíðina. Við þessi tækifæri hafa þessar konur oft tekið hin alvarlegustu andköf og tjáð sig með látum um að þessu hafi þær ekki átt von á....handavinnukonan Kristín.... En ég nebblega fékk einusinni vitrun - eða alvarlegt kast, og var það fyrir mörgum árum þegar mér sem þáverandi þjóðfræðinema var boðið ásamt öðrum nemendum í þjóðminjasafnið sem í raun var búið að loka en afþví við vorum innvígð fengum við að kíkja á dýrðirnar. Þar í þess merka safni rak ég augun í teppi og eitt alvarlegt kast kom yfir mig - örugglega þekkja þeir sem stunda krossinn í kópavogi eitthvað svipað - en þetta teppi vildi ég sauma og hafði reynar aldrei saumað nokkurn hlut áður nema í handavinnutímum í skóla og eru minningar um þá tíma ekki sársaukalausar. En ég sumsé stormaði í held ég verslun heimilisiðnaðarfélagsins og heimtaði teppið - en nei ekki hægt sagði konan og mér lá við gráti. Svolitið eins og ef Gunnar mundi segja nei við þann sem vildi vitna - mundi náttlega aldrei gerast - en konan bakvið búðarborðið benti mér á tilbúinn pakka  með Riddarateppinu - ég lét mer segjast og ´keypti pakkann með Riddarateppinu og saumaði þar með mitt fyrsta teppi af mörgum og merkum ævintýrum sem teppasaumur hefur lietti mig í og ég hef ákveðið að deila með ykkur hér á þessu merka bloggi. En nú aftur að sauma...kv ke. takið eftir þriðja bloggið í dag - er ekki allt í lagi???

ég hef ákveðið að blogga á hverjum degi

mér finnst gaman að blogga - hef bara gleymt mér undanfarið, - en ég ét hjólahjálminn ef ég blogga ekki á hverjum degi þar til ég byrja mínar hjólaferðir með ykkur öllum sem vilja um allan heiminn. og meðal annarra orða það er ýmislegt að gerast í hjólaferðamálum. En eins og stundum er sagt ,,það er ekki viðeigandi að ræða það hér og nú" en öllum steinum verður velt og allt verður uppi á borðinu og ég er enn að tala um hjólaferðir. En ég vona að ykkur sem kíkið á þetta blogg líði vel, enda nú skín sólin og þá er engin þörf að kvarta. kv.ke

Toskana - náttúra, menning og ,,chianti"

Þú situr á notalegri ölstöfu og þægileg þreyta dagsins líður úr þér. Þú finnur að þú átt skilið að gæða þér á ,,spaghetti al pesto“ og skola því niður með hinu ítalska Chianti víni. Ef þetta er staðreynd ertu án efa í hjólaferð um Toskana – hinum ítalska landslags- og menningar gimstein.


Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband