Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Wet, wet and yes ... wet

Sagði ítaliugædinn þegar ég náði sambandi við hann í Húsadal eftir gönguna miklu um Laugaveginn í rigningu, roki og meiri rigningu, en sem betur fer komust þau þó heil til mannabyggða og ná sér að líkindum algerlega. Að lenda í svona hrakningum er oft mun eftirminnilegra en að ganga í sól og góðu veðri - þótt erfitt sé meðan á því stendur er samt eins og þessar litlu hetjudáðir að blotna rækilega, sjá vart útúr augum en klára samt daginn og leiðina sem fyrirhuguð var, sé eitthvað sem situr lengur eftir í sálinni en góðviðrisgangan. Þá á ég ekki við sem slæm minning, heldur minning hum um að hafa tekist á við erfiðleika og sigrast á þeim. Við Ítalíuhjólahópur áttum einn slíkan dag í gær þegar hjólað var umhverfis Þingvallavatnið. Við hjónin ókum austur fyrir hádegi og á hátindi Hellisheiðarinnar blasti við gráhvít jörð, jú það hvítnaði jörðin á Hellisheiðinni fyrir hádegi 29.ágúst 2008, bara svo það sé á hreinu. Við létum okkur detta í hug að fáir mundu mæta í hjólaferð hjólagarpanna en við Ljósafoss voru mættar 25 hetjur og á þeirri stundu leit veðrið vel út. Við stigum á hjólfákana, stálumst yfir stífluna, hjóluðum áleiðis í Grafninginn og þá byrjaði að rigna, og rigning nær ekki að lýsa skýfallinu sem yfir okkur hvolfdist aftur og aftur, en við hjóluðum með bros á vör og þegar stytti upp við og við inn á milli skúranna dáðums við að fegurðinni og ég er sannfærð um að enginn sem tók þátt í þessu ævintýri sér eftir að hafa eytt þessum degi við vatnið þingsins. að lokum hittum við Ítalíugædana, borðuðum, hlógum, spjölluðum, og nú erum við hjónin að fara með gædana þá á ,,góstmjúseumið" og ýmislegt annað....kv.KE

Nú er líklega vott og kalt við Hattfell

Hvert fór sólin og þurrar götur og gangstéttar? Allt útvaðandi í rigningu og bleytu og kannski roki - ég læt veður aldrei fara í taugarnar á mér en verð að viðurkenna að mér finnst óþarfi að láta rigna, rjúka og spá jafnvel stormi á hálendinu þegar litlu ítalíugædarnir eru þar á ferð í sakleysi sínu. Ewald Ítalíugæd og kærustustúlkan hans hún Michaela eru sumsé að ganga Laugaveginn, og ég stakk uppá því við þessa sakleysingja. Ég hef gengið Laugaveginn 150 sinnum eða eitthvað og mér finnst hann svo frábær en mér líður svolítið ekki vel núna, vitandi af þessum sólskinsbörnum á göngu líklega nálægt hinu einstaka Hattfelli nákvæmlega núna, á sandinum endalausa. Það hefur jafnvel hvarflað að mér að hringja í Álftavatn einsog mjög taugaveikluð móðir og spyrja, er allt í lagi með þau greyin? en finnst það svolítið langt gengið, þetta er fullorðið fólk og allt það. Líklegast mun ég bíða niðri á BSI á morgun, með fána og trommur og hafa fagnaðarfundi þar afþví ég komst ekki í gær. En, ég á að vera að undirbúa kennslu vetrarins og ég hlakka til að hitta nýnemama sem tekið hafa þá merku ákvörðun að nema þjóðfræði sem er, án gríns, alskemmtilegasta fag sem kennt er hér á landi og þó viðar væri leitað.  KVKE


buid

Ja, nu er ferdalogum sumarsins lokid, a.m.k. hjolaferdum um evropu endilanga og liggur vid depurd i minu litla hjarta. Tetta sumar hefur verid gersamlega frabaert i alla stadi, folkid og fjollin og bara allt. Tessi sidasti hopur sem nu er ad pakka a herbergjunum, eda i morgunverdi var ekki sidri en hinir sem hjoludum um italiu fyrr i sumar. Vid erum nu buin ad hjola milli austurriskra vatna i fimm daga og hvildum okkur einn dag vid Wolfgangsee. Tessi austurrisku votn og fjoll og sveitir og baeir eru otrulega flott og hrein og ogleymanleg. En hopurinn er lika ogleymanlegur, braedurnir fra Akureyri alltaf gladir og katir, fedgarnir ur Grafarvoginum, doktorinn siungi, snaefellingarnir sikatu, ungu hjonin ur breidholtinu, einn sem er farinn til spans eldsnemma i morgunsarid. En, eg er svo sem ekki haett ad hjola, aetla ad hjola i allan vetur a nagladekkjum eda ekki, og mun gefa nakvaemar skyrslur um ferdir minar, her eftir sem hingad til. En, eg er strax farin ad hugsa um ferdir naesta sumars,,,,, sjaumst. Kv. KE 

Feneyjar - Seekirchen

Góðan og blessaðan daginn!

Hér sit ég við mína tölvu á hótelherbergi í Seekirchen, sól úti og alparnir í næsta nágrenni. I fyrradag kvaddi ég Ítalíufara á flugvellinum í Munchen eftir að hafa daginn áður verið með þeim í Feneyjum. Þessi Ítaliuför var ótrúlega skemmtileg og ég hreinlega geri ráð fyrir að fá að hjóla aftur sem allra fyrst með þessu skemmtilega fólki. Í þeim hópi voru óvenjuafkastamiklir hagyrðingar og hér ætla ég að birta afrakstur hugarsmíða þeirra. Þegar við sátum hjá stóru hjónunum og gæddum okkur á grilluðum kjúklingum og maiskökum köstuðu systkinin af suðurlandi fram þessari stöku:

Sitjum í svitabaði

svakalega er okkur heitt

Hjólin eru úti á hlaði

haldiði að við séum þreytt?

Einhverntíman áður gerðist þetta:

Brekkur í báðar áttir

hugurinn ber okkur heim (á hótel auðvitað)

sunnlendingar eru sáttir

þetta er svakalegt geim.

 En, nú er kominn nýr hópur og aldursmet Sunnlendingsins frá síðustu ferð var slegið um leið og þar var sett. Nú er stefnan á öll tíu vötnin í kringum Salzburg og í gær hjóluðum við fra´Salzburg og til þorpsins Seekirchen - veðrið er sól og blár himinn, og náttúrufegurðin hér er slík að það er varla hægt að lýsa henni og sumir segja að hún festist hreinlega ekki á mynd. en nú er að líða að brottför, pakka, hjóla, borða, horfa ....kv. Kristín

 


Visenza, Padova, Feneyjar

I morgun logdum vid af stad fra hotelinu hjolandi a lestarstodina, satum svo i lestinni i svo godu yfirlaeti ad vid gleymdum naestum ad fara af henni. I Padova, roltu sumir um midbaeinn, adrid fengu ser kaffi, en i dag voru nebblega allar budir lokadar aftvi ad her er mjog mikill hatidisdagur i dag og sumarfriin eru ad byrja. Svo var hjolad, medafram sikjum og i gegnum torp og baei....Hadegismatur hja storu hjonunum var alvegi eins frabaer og alltaf en eftir matinn kalladi tyrolski gaedinn hjonin ut a hlad tar sem vid syndum teim vikivaka dans og tau vor gjorsamlega yfirkomin af gledi og addaun, enda ekki a hverjum degi sem slikt er i bodi her um slodir. Nu er tessari hjolaferd lokid og eg verd ad vidurkenna ad tad rumlega vottar fyrir soknudi i minu litla hjarta, enda er tetta buid ad vera aevintyralega gaman og ljuft og hlytt og skemmtilegt og gott vedur, og gott og frabert folk. Mig langar ad utnefna annan hjolagarp sem er ungur piltur her i ferd med sinni fjolskyldu og heitr Isak, Isak er einstaklega ljufur og taegilegur og mikill gledigjafi. Ef tessi piltur synir allstadar af ser somu ljufmennsku og hann hefur gert her i tessari ferd, eru honum hreinlega allir vegi faerir. Her hafa tvi verid utnefndir sem hjolagarpar yngsti og elsti tatttandi i ferdinni sem er skemmtilegt. En nu erum vid ad fara ad bua okkur fyrir aevintyrid sem Feneyjar eru, vatnastraeto, markusartorg, grimur, folk ut um allt, gondolar, bryr og syki, meira a morgun. Kv. Kristin


Júlía og Rómeó

Og nú erum við komin alla leið til Veróna, borgarinnar þar sem arenan er þar sem komast þrjátíuþúsund manns í sæti til að hlusta á óperur og annað slíkt og þar hefur einn frægasti Íslendingur allra tíma sungið oft og mörgum sinnum - þar er líka húsið hennar Júlíu, þar komast kannski þrjátíu manns fyrir,  og svalirnar hennar og þar eru allir miðarnir á veggjunum með ástarjátningunum - og styttan af henni júlíu með annar brjóstið núið og glansandi og ekki létu íslendingarnir sitt eftir liggja og kreistu júlíu litlu hver sem betur gat. Í þessum hópi er mikil gleði, hlátur og almenn skemmtilegheit - allt gengur bókstaflega eins og best verður á kosið - veðrið: sól og hiti, útsýnið; garðar, vínekrur, blóm og hús. Ég get ekki ímyndað mér neitt betra - allir biðja að heilsa öllum sem hér kíkja inn.  kv. Kristín

fjoll, jolatre upp um allt og sol, o sole mio

bonjorno allir hjolagarpar og tilvonandi hjolagarpar. Her erum vid stodd i
borginni Trento, forum glod og i godum gir fra bolzano klukkan tiu i
gaermorgun og hjoludum sem leid la nidur med adige anni, nidur
,,Undirdalinn" stoppudum og spjolludum, stoppudum og fengum okkur kaffi
macchiato, nu eda espresso, og sumir kaffi americano, svo hjoludum vid og
horfdum a eplatren sem varla virdast geta haldid ollum eplunun lengur.
Aftur stoppad en nu til ad fa hadegismat, bordudum uti i gardi vid hlidina
a gosbrunninum, hjoludum afram og klukkan 16:30 vorum vid komin til
Trento, settumst litinn utiveitingastad a torginu og fengum besta is i
evropu (kann ekki vid ad segja heiminum ) tadan upp a hotel, og aftur ut
ad borda, a litinn stad sem minnti a helli, vin i konnum a bordum beid
eftir okkur, fjorir rettir og kostadi sama og ein pizza a laugarnesveginum
reyndar heimsend. Hopurinn er yndislegur, ,,utanbaejarfolkid" stendur sig
serlega vel tott fjarvera kaerra vina teirra se teim greinilega hugleikin.
Tessum vinum sendum vid oll okkar bestu kvedjur og hugur okkar er hja
ykkur. Ad lokum langar mig ad tilnefna hjolagarp dagsins i gaer. Garpurinn
sà hjoladi af ovenjulegu mikilu oryggi og stilfegurd, auk tess er
garpurinn gledigjafi hinn mesti og eg segi nu bara fyrir mig, eg vona ad
heilsa min og lifsgledi endist til ad eg geti fetad i fot/hjolfor tessarar
konu sem er einmitt utanbaejar fra hinum fagra bae tar sem selurinn fannst
vid fossinn og heitir Erla. Eg hef tvi midur enn og aftur att i nokkrum
tolvuvandraedum en mun reyna ad blogga a hverjum degi.

Einhyrningur - tröllin og fjöllin

Góðan og blessaðan sólskinslaugardaginn!

Ég verð að tjá mig um nýlokið ferðalag á fjöllum (sjá síðasta færsla- ferðaáætlun). Við ókum austur og svo í norður í rigningu og komum í Hvanngil seinnipartinn, kannski klukkan svona fimm eða eitthvað nálægt því, pabbarnir snéru sér að grillinu, riginingin hætti, afinn og amman settu saman hjólin og hjólavagninn frábæra, barnabörnin léku sér  út um allt, og þegar hjólin voru komin í lag, hjóluðu þau auðvitað út í á. Amman setti tvö lítil barnabörn í kerruna, ein tengdadóttir æsti ömmuna upp í að hjóla yfir á, þar sem hún var dýpst auðvitað og í miðri ánni komst amman ekki lengra, kerran stopp, hjólið stopp og barnabarnastelpurna blautar í tærnar, allir hlógu og hlógu. Eftir matinn vild fimmára barnabarnastelpan fara í leiki, ferðatöskuleikinn og hreyfileikinn, amman segir ekki nei við fimmárabarnabarnastelpuna svo að allir fóru í ferðatöskuleikinn og hreyileikinn. Svefn, morgunmatur, frágangur og allir hjóla af stað, tvær litlar í stólum á hjolum hjá einum pabba og einni mömmu, ein fimm ára og þrjú tíu ára á hjolum, og tvær tengdadæturog ein amma á hjolum, litlu barnabörnin hvíldu sig í kerrunni.  Veðrið ótrúlegt, sól, nokkur ský, fjöllin græn, sandurinn svartur, Hattfellið fallegasta fjall í heimi. Börnin í bílinn upp brekkuna hjá Mosum, en aftur á hjólin niður brekkuna hjá Einhyrningi og ekkert er skemmtilegra en að hjola niður brekkuna þá, fimmárabarnabarnastelpan hjólaði alla leið niður og er fyrsta fimmárabarnabarnið í heiminum sem hjólar svona langt á fjöllum. Tíuárakrakkarnir hjóluðu og spjölluðu og hjóluðu. Gleymi þessu aldrei.  farin að pakka og nú er næsta blogg frá suðurlöndum, lofjúol K


Hvanngil - Hattfell - Einhyrningur

Þrátt fyrir loforð ætla ég að segja ykkur frá ferðalagi sem ég og mín fjölskylda erum að fara í á morgun og hinn. Um hádegi á morgun munum við stíga í fjallabifreið eða ar og aka sem leið liggur í átt að miðjunni en þó samt alls ekki alla leið. Við erum: nokkur fullorðin, en þó fleir börn, tvær þriggja ára, ein fimm ára, tvö tíu ára og einn 11 ára og förinni er heitið í Hvanngil, þar ætlum við að grilla og chilla og sofa og vakna og borða morgunmat og smyrja nesti. OG HJÓLA SVO á sléttum veginum að göngubrúnni yfir Kaldaklof, klöngrast þar yfir með hjólin, hjóla að Bláfjallakvísl og vaða þar yfir, kannski haldandi á börnum og hjólum, hjóla svo áfram að Hattfelli, líklega förum við öll í bílana niður brekkuna hjá Mosum og upp hina snarbröttu brekku upp frá Mosum en svo´er planið að hjóla niður hjá Einhyrninig. Mig langar mjög mkið af barnabarnahópurinn finni og skilji hvað það getur verið gaman á fjöllum, það er nebblega líka hægt að leika sér á fjöllum, vaða ár, og gista saman í skála, ´hafa kvöldvöku, kúra og vakna og hjóla, kannski verður rigning, kannski verður sól, kannski geta þau ekki hjólað, sumir geta ekki hjólað nema vera fyrstir, ef sumir eru ekki fyrstir verða þeir svo þreyttir að þeir geta eiginlega bara ekki hjólað einn snúning í viðbót. Merkilegt hvað forysta getur gert fyrir fólk og börn. Það er einmitt á ábyrgð ábyrgrar ömmu að sjá um að sumir séu alltaf fyrstir. E.t.v. læt ég spennta lesendur vita hvernig fór áður en ég held til suðurlanda nær.

kv. KE


Ítalía - Austurríki

Góðan daginn!

Nú er ekki nema vika í brottför mína og Ítalíufaranna hugprúðu. Ferðinni er heitið til Bolzano, hinnar fögru borgar í Suður-Týról og þaðan verður hjólað, hratt en örugglega alla leið til Feneyja. Bloggað verður skilvíslega frá þessari ferð sem hefst þann 10. ágúst. Þann 17. sama mánaðar mæta svo Austurríkisfarar á flugvellinum í Munchenarborg, þaðan sem við ökum til Salzburgar. Frá Salzburg verður hjólað um fagrar fjallasveitir og um þá ferð verður líka bloggað samviskusamlega, enda verður tölvan með í för. Næsta blogg þann 10. ágúst - kvke


Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 983

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband