Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

...og kaupin á portúgalska teppinu

2. kafli - Portugalska teppið

Sjá mynd í fullri stærð

Eftir að hafa skoðað veggteppi á hótelinu í Algarve og séð að þau voru saumuð með hinum séríslenska krossaum leið mér eins og upphluturinn og jafnvel þjóðernistilfinningin rynni af mér allri. En eftir að hafa jafnað mig nokkuð vel spurði ég eina portúgalska starfskonu hótelsins hvort hægt væri að kaupa sér slík teppi á nálægum slóðum. Hún hélt það nú og benti á verslun í þriggja mínútna göngufæri. Þangað skunduðum við hjónin og í þeirri verslun blasti við okkur garn og meira garn í ótrúlegustu litum og í rekka var raðað blöðum með myndum og leiðbeiningum um teppasaum. Ég opna eitt blaðið og við mér blasti TEPPIÐ mitt - dökkblátt með ljósum kanti og svo ótrúlega fögrum litum að annað eins hafði Snæfríður t.d. ekki séð í hinni fornu mynd. Þetta teppi ákvað ég að kaupa og beið ekki þolinmóð en leit samt út fyrir að vera þolinmóð eftir að handavinnuafgreiðslukonan losnaði frá einum sínum allra besta kúnna. Ég tjáði mig kurteislega um það að ég vildi kaupa þett teppi - leit hún þá á mig og ég hélt að það sama væri að fara að gerast og í heimilisiðnaðarbúðinni forðum - en hún sagði með áhyggjusvip; Þú sérð að þetta teppi er þriggja metra langt og metir á breidd. Þá sá ég að fyrir neðan myndina var skráð lengd og breidd og engu logið, en teppið var innvígt í minn haus og ég horfði djúpt í augu konunnar og sagði ,,jú takk þetta teppi takk" Þú verður þá að koma á morgun sagði konan, það tekur mig tíma að taka til efnið í teppið. Allt i lagi sagði ég en fannst það samt ekki í lagi, ég vildi bara fá teppi strax og byrja að sauma strax, af því að þarna var ég í alvarlegu kasti. En, varð að láta mig hafa það að fara heim og bíða næsta dags.


framhaldssagan af teppinu

 

Jú - ég kláraði Riddarateppið - (sjá fyrra blogg - þið verðið bara að fylgjast með) og það er saumað með ,,íslenskum krosssaum" sem þeir sem ekki eru að kafna í þjóðernisrembingi kalla líka fléttusaum. Þetta kenndi adgreiðslukonan í heimilisiðnaðarbúðinni mér hreinlega yfir búðarborðið og ég sýndi þar áður óþekkta handavinnuhæfileika og lærði sporið á um það bil hálfri mínútu. En ég semsagt lauk við teppið á einhverjum árum  og mér leið svolítið eins og konu sem gengur í upphlut dagsdaglega eða jafnvel eins og Snæfríði þar sem hún situr í Bræðratungu og lýtur yfir hina fornu mynd (gerist þetta dramatískara?). En um þetta leiti var ég líka að ljúka við grunnnámí þjóðfræðinni og þjóðleg svo afbar. Skrifandi langar ritgerðir um Grýlukvæði og ég veit ekki hvað og hvað. En þennan vetur þjáðist ég af flensuskömm hreinlega allan veturinn og minn góði maður ákvað að til sólarstranda skyldi haldið til að ná flensunni úr frúnni. Gleymi aldrei þeirri flugferð skal ég segja ykkur.... En eftir nokkra vist á hóteli Algarve og nágrennis var mér gengið inn á veitingastaðinn sem staðsettur var í kjallaranum  - og hvað haldið þið - þar eru upp um alla veggi teppi í ýmsum stærðum og gerðum saumuð í ÍSLENSKUN KROSSAUM  og legg ég ekki meira á ykkur í bili - framhald síðar - . ok ég veit þið eruð spennt. kv. KE


Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband