bondsjornó

Nú er úti veður mjög leiðinlegt og ég efast um að jafnvel Grímur biðji sér konu í þessari tíð. Mér skilst líka að ekki sé Mjallhvít blessunin bara brjáluð út í stjúpuna heldur er hún orðin hundleið á því að allir séu alltaf núa henni lauslæti um nasir. Hún hafi ekki verið að dingla þarna með öllum þessum dvergum, kannski einum eða þremur en ekki sjö. Svona getur þjóðfræðin gersamlega farið með mann í rugl. Þorrablót þjóðfræðinema var haldið síðasta föstudagskvöld og ég held því fram að fátt sé eins skemmtilegt. Þjóðfræðinemar eru besta og skemmtilegasta fólk og þarna var stiginn vikivaki af tærri snilld - einn þjóðfræðikennarinn kvað rímur, mjööög langar og hikaði aldrei. Ég hef aldrei getað lært nokkra vísu utanað svo ég var full lotningar. Fyrirsögnin er svona vegna þess að ég ætlaði að tjá mig um Ítalíu - enda veðrið til þess - en það bíður betri tíma. Kv. KE


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hahaha, mikil samfella og flæði í þessum texta, að ég tali nú ekki um samhengi og bein tengsl við fyrirsögn hans!?

En þetta þýðir "góðan daginn" eða eitthvað svoleiðis, spyr sá sem ekkert kann í ítölsku, en getur hins vegar lært vísur í tonnatali, munað þær og já samið líka!?

En var þessi "rommsari" nokkuð fagurt fljóð með rautt hár?

Þó gæti sú reyndar verið Þjóðháttafræðingur frekar en Þjóðfræðingur, rugla því alltaf saman, sem er víst ekki það sama.

Magnús Geir Guðmundsson, 20.2.2008 kl. 17:04

2 Smámynd: Kristín Einarsdóttir

Sæll Magnús Geir

Nei þessi rommsari var hvorki fljóð né með rautt hár. Þetta var´Gísli Sigurðsson prófessor á Árnastofnun. Svo finnst mér mjög gaman að fá tækifæri til að útskýra þjóðháttafræðingur og þjóðfræðingur. Þjóðfræði er yfirheiti, undirgeinar eru þrjár: þjóðháttafræði sem tekur fyrir matar-fata-, og húsagerð. Þjóðsagnafræði sem fjallar um sögur, ljóð, vísur, brandara - það sem hægt er að setja á bók og þjóðlífsfræði sem fjallar um siði, hjátrú sem við þjóðfræðingar köllum reyndar þjóðtrú, hátíðir og þessháttar. Ég held að andlegt ofbeldi barnaskólakennara míns þegar hann gerði ítrekaðar tilraunir til að draga ,,Réttarvatnið" upp úr mér við skólatöfluna hafi haft svona alvarlegar afleiðingar að hæfileikar mínir til utanaðbókarlærdóms löskuðust fyrir lífstíð. kv. KE

Kristín Einarsdóttir, 20.2.2008 kl. 19:14

3 identicon

Já það var sko gaman! Takk fyrir síðast!

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 22:26

4 identicon

Hæ Ninna og takk sömuleiðis og ennfremur takk fyrir þína skörulegu og skemmtilegu veislustjórn. k

kristín einarsd. (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 09:02

5 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þarna hefði ég viljað vera fluga á vegg. Ég elska allt þjóðlegt, gamalt og gott.

Steingerður Steinarsdóttir, 21.2.2008 kl. 09:13

6 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Ítalía hvað? En hefurðu eitthvað frétt af Öskubusku nýlega, veistu hvernig gengur með prinsinum?

Soffía Valdimarsdóttir, 21.2.2008 kl. 12:02

7 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Hæ elsku skellan mín.  Mikið er gaman að lesa boggið þitt. 

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 21.2.2008 kl. 16:25

8 identicon

Hæ Fjóla og gaman að sjá þig hér - lovjútú....  Soffía - mjög þjóðfræðileg pæling hjá þér ...hver er staða Öskubusku í dag? Er hún enn að skoða dótið sem hún fékk með prinsinum, perlur og demanta og flotta kjóla? Ef til vill hefur hún tekið námkseið í dansi - getur varla verið að hún hafi kunnað mikið fyrir´sér í því efni. Svo fór hún að læra að bródera og raða blómum í vasa (ég man að það var eitt aðalmál hefðarkvenna í skáldsögum æsku minnar) en ég held reyndar að í dag sé öskubuska formaður nefndar einhversstaðar lengst inni í sjálfstæðisflokknum. Hún sumsé fékk prinsinn (sjálfstæðisflokkinn) og er svo bara að leika sér að dótinu sínu, fartölvunni og sléttujárninu og fjarstýringum af ýmsu tagi. Prinsinn er á svörtum gæðingi (range rover) og þvælist um götur og heiðar, og dauðsér eftir að hafa látið hinar meira spennandi kvensniftir ganga sér úr greipum. Konur með litla fætur er nebblega ótrúlega leiðinlegar - ég get bent á margar fræðilegar fræðigreinar því til sönnunar. En nú fer ég að sinna barnabörnunum sem eru allar öskubuskur ....elska ykkur af öllu hjarta mínu ...KE

kristin einarsdottir (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband