bolzano - feneyjar

Ég er farin að hlakka umtalsvert til sumarsins. Að hjóla niður með ánni Adige - horfa á hvít fjöllin klædd jólatrjám milli fjalls og fjöru. Fá besta ís í heimi á torginu í Trento. Fara út að borða með hjólafólkinu sem er án gríns skemmtilegasta og besta fólk í heimi. Vakna í Trento, kaupa vatn og ávexti í kaupfélaginu, hjóla áfram niður með ánni, yfir heiðina og stoppa á brekkubrún og horfa yfir norðurenda Gardavatnsins þar sem seglbretti og bátar eru eins og mávar á vatninu. Hjóla hratt niður brekkuna og um borð í skemmtiferðaskútuna, setjast upp á sólbekk, fá sér kampavín og horfa á þorpin beggja vegna vatnsins, lenda í Desenzano (hitta söngvarann eina sanna) ganga um þröngar göturnar, fara aftur út að borða með hjólahópnum. Get ekki beðið...kv. KE

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Innilega til hamingju með daginn frú kristín hin kankvísa hjólamær!

Vona nú samt að þetta verði ekki alveg svona eftir handritinu, eitthvað fleir já, óvænt og skemmtilegt hendi!

En verð að mótmæla einu og það harðlega, besti ís í heimi er að sjálfsögðu hinn eini og sanni BRYNJUÍS!

Magnús Geir Guðmundsson, 24.2.2008 kl. 17:21

2 identicon

Ó já maður fær sæluhroll að hugsa um þetta ..... þetta var bara svo frábært !

margrét Júlísdóttir (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 1012

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband