alveg typískt júróvisjonlag

Hér er alvöru fyrirspurn til allra þeirra fjölmörgu sem lesa þessa merku síður. Það er siðferðileg skylda þín að svara þessari spurningu og hana nú og hér er hún: Um hvað heldur þú að textar íslenskra júróvisjonlaga fjalli? Hvað dettur þér fyrst í hug? Þú mátt auðvitað nefna ýmislegt - og takið eftir þessu; ekkert svar er rangt - öll svör eru rétt og háar einkunnir eru í boði. Kær kveðja og hlakka til að lesa allt sem þú skrifar. Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Einarsdóttir

okey ég svara þá bara sjálf - en nei - gef ykkur smá sjéns. Hvað erum við að segja heiminum með textunum? að við séum gáfuð, hress, sagnaþjóð, voða hress, fyndin, klikkuð, geðveikt hress, alltaf ástfangin, alltaf í ástarsorg, kúl, töff, ekki sveitaleg, góð í ensku, ..... og koma svo núna....kv. KE

Kristín Einarsdóttir, 26.2.2008 kl. 17:06

2 identicon

Eru þetta ekki bara einhver he$%/# ástarlög?

Erna (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 17:11

3 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Eru ekki allir alltaf svo hressir í Evró? ..og nett í stuði

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 26.2.2008 kl. 17:50

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ást, ást, ást snemma að morgni/ást, ást, ást seint að kvöldi/ást, ást, ást dag og nótt/Ástin er eins og hitasótt!

Neinei, veit, þetta er ekki texti í júróvisíonlagi, en þeir sem geta svarað því hver söng og samdi textan, fá að sitja ókeypis á bögglaberanum hjá Kristínu í skottúr fram og aftur Sæbrautina!

Nú, draumar, sól, dans m.a. syngja menn oft um í Júróinu líka og svo spyrja menn stundum spurninga í þeim. SVo horfa menn á hitt og þetta, en sjá kannski ekki það sem þeir eiga að sjá eða fá að sjá það sem engin sér!

Og ekki má gleyma stórvirkjum í textagerð eins og lallala og nú síðast Hæhóhei eitthvað!

Magnús Geir Guðmundsson, 26.2.2008 kl. 18:23

5 identicon

Ég hef aldrei hlustað neitt almennilega á júróvisjon textana, maður heillast aðallega af framkomunni og taktföstum lögum. Sem segir mér að textarnir séu þá annaðhvort frekar innihaldslausir eða það þunnir að það er ekki vert að pæla í þeim.

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 18:43

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Allir að dansa og allir að syngja ... lenti að vísu í 2. sæti ...

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 26.2.2008 kl. 19:24

7 identicon

Ertu ekki að grínast! Ég gat ekki horft á þáttinn þarna á laugardagskvöldið, ég var svo upptekin af pælingum um það hvað það væri sniðugt að djúplesa og greina textana sem Íslendingar hafa kosið að senda út - spennandi...........................

Soffía (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 20:10

8 identicon

Gleymdi að giska !

Hvað við séum bjartsýn og viss um að allt fari vel að lokum - af því að við erum svo bjartsýn og ekki sýst RAUNGÓÐ ÞEGAR Á MÓTI BLÆS!!!!!!!!!!!!

Soffía (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 20:14

9 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Hahah, já við erum svo alsæl hér á klakanum og textinn í takt við það. Annars alveg ágætt lag í þessa keppni að mínu mati. Hafðu það gott Stína mín.....sé mig og þig í anda á góðri stundu dansa saman undir þessum tónum hahahahha

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 27.2.2008 kl. 10:33

10 identicon

Ég veit að þér þykir betra að ná tíu...

Ég held að textar Eurovisionlaga fjalli um um þrá og eftirsjá og fjör, en ekki mör.   

Örn Úlfar Höskuldsson (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 1012

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband