uppi í risinu sérðu lítið ljós, heit hjörtu, fölnuð rós

Bolzano - Feneyjar

Suðurendi Gardavatns og til Feneyja

Frá Desenzano er hjólað um sveitir, milli vínakra og annarra edenslunda. Síðdegist er komið til Veróna sem er frábær borg, útileikhús sem tekur 22.000 manns í sæti, nú er ekki lengur þrælum kastað fyrir ljón (að minnsta kosti ekki bókstaflega) heldur eru fluttar óperur og það er víst stórfenglegt. Stórsöngvarinn eini sanni hefur náttlega oft og mörgum sinnum verið langfrægasti söngvarinn á þessum stað. Eftir göngu framhjá arenunni er farið að húsi Julíu, mér finnst það mjög merkilegt - þar eru milljón og eitthundrað miðar límdir á alla veggi, á miðnum stendur til dæmis Giorgio elskar ??? einhverja ítalska mey. Miðar sem eru hengdir á þennan stað öðlast auðvitað aðra merkingu (í hugum gerendanna) en ef þeir væru hengdir á strætóskýli í úthverfi. Þarna hefur sagan tengingu við nútíðina og miðarnir segja hversu mikil ítök hún hefur í hugum fólks. Eftir að hafa heimsótt Júlíu og e.t.v. stolist til að hengja einn miða á vegg, ganga hjólreiðahetjur um verslunargötur og stræti áður en hópurinn safnast sama á Piazza Erde sem er elsti kryddmarkaður í Evrópur og þar fáum við okkur Aperol sem er typískur fordrykkur svæðisins. Eftir það skudnum við á einn af frábæru matsölustöðunum ....og þar er borðað hlegið og drukkið frameftir kvöldi. kv. KE


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Vá, þú ert aldeilis heppin að hafa heimsótt þennan ævintýrastað.

Steingerður Steinarsdóttir, 29.2.2008 kl. 12:42

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haaaaamraaaaborgin mín há og fögur...

bið að heilsa "Konnaranum" ef þú hittir hann!

Magnús Geir Guðmundsson, 29.2.2008 kl. 18:24

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

En vil samt minna þig á að ég er enn í fýlu, því útieralltafaðsnjóa og Stína sem var lítil stúlka í sveit, (á Reyn kannski?) er nú næstum eins harðhent og hún tóta, sem engir tolla í landi fyrir!(fyrir siðasakir fer ég ekki nánar út í hvað Tóta aðhefst!)

Og..

Syngjandi sæll og glaður

til síldveiða nú ég held.

Það er. Nei heyrðu, þeir eru ekkert í síldinni nuna.

SVo glaður og léttur í lundu,

í LOÐNUDRÁP ég held

Sæll nú suður með landi,

sit við kvöldsólareld...

Magnús Geir Guðmundsson, 29.2.2008 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband