fjoll, jolatre upp um allt og sol, o sole mio

bonjorno allir hjolagarpar og tilvonandi hjolagarpar. Her erum vid stodd i
borginni Trento, forum glod og i godum gir fra bolzano klukkan tiu i
gaermorgun og hjoludum sem leid la nidur med adige anni, nidur
,,Undirdalinn" stoppudum og spjolludum, stoppudum og fengum okkur kaffi
macchiato, nu eda espresso, og sumir kaffi americano, svo hjoludum vid og
horfdum a eplatren sem varla virdast geta haldid ollum eplunun lengur.
Aftur stoppad en nu til ad fa hadegismat, bordudum uti i gardi vid hlidina
a gosbrunninum, hjoludum afram og klukkan 16:30 vorum vid komin til
Trento, settumst litinn utiveitingastad a torginu og fengum besta is i
evropu (kann ekki vid ad segja heiminum ) tadan upp a hotel, og aftur ut
ad borda, a litinn stad sem minnti a helli, vin i konnum a bordum beid
eftir okkur, fjorir rettir og kostadi sama og ein pizza a laugarnesveginum
reyndar heimsend. Hopurinn er yndislegur, ,,utanbaejarfolkid" stendur sig
serlega vel tott fjarvera kaerra vina teirra se teim greinilega hugleikin.
Tessum vinum sendum vid oll okkar bestu kvedjur og hugur okkar er hja
ykkur. Ad lokum langar mig ad tilnefna hjolagarp dagsins i gaer. Garpurinn
sà hjoladi af ovenjulegu mikilu oryggi og stilfegurd, auk tess er
garpurinn gledigjafi hinn mesti og eg segi nu bara fyrir mig, eg vona ad
heilsa min og lifsgledi endist til ad eg geti fetad i fot/hjolfor tessarar
konu sem er einmitt utanbaejar fra hinum fagra bae tar sem selurinn fannst
vid fossinn og heitir Erla. Eg hef tvi midur enn og aftur att i nokkrum
tolvuvandraedum en mun reyna ad blogga a hverjum degi.

Einhyrningur - tröllin og fjöllin

Góðan og blessaðan sólskinslaugardaginn!

Ég verð að tjá mig um nýlokið ferðalag á fjöllum (sjá síðasta færsla- ferðaáætlun). Við ókum austur og svo í norður í rigningu og komum í Hvanngil seinnipartinn, kannski klukkan svona fimm eða eitthvað nálægt því, pabbarnir snéru sér að grillinu, riginingin hætti, afinn og amman settu saman hjólin og hjólavagninn frábæra, barnabörnin léku sér  út um allt, og þegar hjólin voru komin í lag, hjóluðu þau auðvitað út í á. Amman setti tvö lítil barnabörn í kerruna, ein tengdadóttir æsti ömmuna upp í að hjóla yfir á, þar sem hún var dýpst auðvitað og í miðri ánni komst amman ekki lengra, kerran stopp, hjólið stopp og barnabarnastelpurna blautar í tærnar, allir hlógu og hlógu. Eftir matinn vild fimmára barnabarnastelpan fara í leiki, ferðatöskuleikinn og hreyfileikinn, amman segir ekki nei við fimmárabarnabarnastelpuna svo að allir fóru í ferðatöskuleikinn og hreyileikinn. Svefn, morgunmatur, frágangur og allir hjóla af stað, tvær litlar í stólum á hjolum hjá einum pabba og einni mömmu, ein fimm ára og þrjú tíu ára á hjolum, og tvær tengdadæturog ein amma á hjolum, litlu barnabörnin hvíldu sig í kerrunni.  Veðrið ótrúlegt, sól, nokkur ský, fjöllin græn, sandurinn svartur, Hattfellið fallegasta fjall í heimi. Börnin í bílinn upp brekkuna hjá Mosum, en aftur á hjólin niður brekkuna hjá Einhyrningi og ekkert er skemmtilegra en að hjola niður brekkuna þá, fimmárabarnabarnastelpan hjólaði alla leið niður og er fyrsta fimmárabarnabarnið í heiminum sem hjólar svona langt á fjöllum. Tíuárakrakkarnir hjóluðu og spjölluðu og hjóluðu. Gleymi þessu aldrei.  farin að pakka og nú er næsta blogg frá suðurlöndum, lofjúol K


Hvanngil - Hattfell - Einhyrningur

Þrátt fyrir loforð ætla ég að segja ykkur frá ferðalagi sem ég og mín fjölskylda erum að fara í á morgun og hinn. Um hádegi á morgun munum við stíga í fjallabifreið eða ar og aka sem leið liggur í átt að miðjunni en þó samt alls ekki alla leið. Við erum: nokkur fullorðin, en þó fleir börn, tvær þriggja ára, ein fimm ára, tvö tíu ára og einn 11 ára og förinni er heitið í Hvanngil, þar ætlum við að grilla og chilla og sofa og vakna og borða morgunmat og smyrja nesti. OG HJÓLA SVO á sléttum veginum að göngubrúnni yfir Kaldaklof, klöngrast þar yfir með hjólin, hjóla að Bláfjallakvísl og vaða þar yfir, kannski haldandi á börnum og hjólum, hjóla svo áfram að Hattfelli, líklega förum við öll í bílana niður brekkuna hjá Mosum og upp hina snarbröttu brekku upp frá Mosum en svo´er planið að hjóla niður hjá Einhyrninig. Mig langar mjög mkið af barnabarnahópurinn finni og skilji hvað það getur verið gaman á fjöllum, það er nebblega líka hægt að leika sér á fjöllum, vaða ár, og gista saman í skála, ´hafa kvöldvöku, kúra og vakna og hjóla, kannski verður rigning, kannski verður sól, kannski geta þau ekki hjólað, sumir geta ekki hjólað nema vera fyrstir, ef sumir eru ekki fyrstir verða þeir svo þreyttir að þeir geta eiginlega bara ekki hjólað einn snúning í viðbót. Merkilegt hvað forysta getur gert fyrir fólk og börn. Það er einmitt á ábyrgð ábyrgrar ömmu að sjá um að sumir séu alltaf fyrstir. E.t.v. læt ég spennta lesendur vita hvernig fór áður en ég held til suðurlanda nær.

kv. KE


Ítalía - Austurríki

Góðan daginn!

Nú er ekki nema vika í brottför mína og Ítalíufaranna hugprúðu. Ferðinni er heitið til Bolzano, hinnar fögru borgar í Suður-Týról og þaðan verður hjólað, hratt en örugglega alla leið til Feneyja. Bloggað verður skilvíslega frá þessari ferð sem hefst þann 10. ágúst. Þann 17. sama mánaðar mæta svo Austurríkisfarar á flugvellinum í Munchenarborg, þaðan sem við ökum til Salzburgar. Frá Salzburg verður hjólað um fagrar fjallasveitir og um þá ferð verður líka bloggað samviskusamlega, enda verður tölvan með í för. Næsta blogg þann 10. ágúst - kvke


Laufafell - brjálað veður - Mælifellssandur - sól - jökull -

Við fórum í hjólaferð um íslenska fjallvegi. Þeir sem látið hafa þá hugsun hvarfla um sitt heilabú að fólk sem vanast er að hjóla um ítalskar sveitir geti ekki hjólað um íslenska fjallvegi ættu nú hreinlega að skammast sín. Ég, sem hjóla mjög mikið um ítalskar sveitir, og nokkrir aðrir sem líka hafa margir hverjir hjólað um ítalskar sveitir, brugðum undir okkur betra hjólinu og hjóluðum í hjólför ýmissa þrautþjálfaðra hjólanörda frá Laufafelli, óðum, eða réttara sagt syntum með hjólin okkur við hlið yfir Markarfljótið, börðumst í kolbrjáluðu veðri upp snarbrattar brekkur og niður aftur og komumst við illan leik í Hvanngil.... Borðuðum lax sem tvær eðalkvinnur matreiddu af mikilli snilld, enda voru þær nær dauða en lífi í Markarfljotinu en var bjargað af nokkrum sérdeilis hugprúðum einstklingum sem ekki vilja láta nafns síns getið....þannig að þakklætið fyrir endurheimt líf kom fram í matseldinni. Eftir svefn og morgunverð sem framreiddur var af engu minni ást og örlæti var hjólað austur sandinn og nú var sól og fegurð og fegurð, jökullinn alveg ofan í hálsmálinu á manni hreinlega, og svartur sandur sem er eins og malbik að hjóla á - nú svo Mælifelli sjálft sem er svo fagurt.... nú er væmnin alveg að fara með mig - meira á morgun, nú eða hinn. KV KE


Feneyjar

Eftir að hafa kvatt stóru hjónin hjóluðum við meðfram ám og síkjum til Mestre sem er útborg eða hótelborg Feneyja. Þar snöruðumst við í strætó niður á Rómartorgið, tókum þar vatnastrætó eftir stóra kanal niður á Markúsartorg. Það hljómar kannski ekki spennandi að sigla í fjörtíu mínútur með mótorbát og ég ætla hreinlega ekki að reyna að láta það hljóma spennandi - það er samt svo frábært að sjá þegar fólk heillast af húsunum sem standa við kanalinn, hinum bátunum, gondólunum og þessu öllu. Ég verð líka alltaf svo undrandi að sjá að þó að til Feneyja komi 14000000 (fjórtánmilljónir á þetta að vera) ferðamenn á hverju einasta ári er ekki svo mikið sem kókdós á floti, ekkert drasl. Auðvitað eru húsin ekki á litinn og í laginu eins og húsin í Borgartúninu (sem betur fer leyfi ég mér nú að segja) þau eru mörg slitin og allt það en bara svo brjálæðislega falleg. mér finnst allt gaman í Feneyjum, fólkið út um allt, allir þessir ferðamenn sem eru að glápa úr sér augun eins og ég, fólkið á risastóru skemmtiferðaskipunum sem veifar til okkar á litlu vatnastrætóunum.  Þetta kvöld var í rauninni kveðjukvöldið - hóparnir: Rauða sveðjan, (sem ég held að hafi að undirtitli Rauða servíettan en er ekki viss) Svarta svipan, Gyllta geirvartan (sem að öðrum ólöstuðum var flottasti og gerðarlegasti hópurinn) Blinda nálaraugað  kvöddust.  Ævintýrinu var að ljúka - ferðin sem allir í hópnum og hópunum öllum gerðu svo frábæra.... lofjúol K.E.

Kokkurinn og konan hans

Hjólaleiðin frá Visenza til Feneyja er ekki nema þrjátíuogfimm kílómetrar og hefst eftir lestarferð til borgarinnar Padova, Padova er fræg og merk borg og líka mjög falleg borg. Þar röltum við um í klukkutíma og skoðum kirkjuna og torgið og fólkið sem er að rölta um stræti eins og við. Eftir um það bil tveggja tíma hjólaferð komum við til hjónanna stóru sem ég veit ekki hvað heita en þau eru svo frábær. Þau reka veitingahús á sveitabænum sínum og selja afurðir búskaparins. Þar er okkur boðin sæti úti í garði í skugga fyrir sólinni sem á ferðum íslenskra hjólagarpa skín svo ófeimin að sumum þykir nóg um. Á borð eru svo bornar grillaðar maískökur, kjúklingar, kartöflur, og hvítvín og rauðvín og hér í landi vínsins er ekki verið að snobba með útlit og stærð glasa fyrir þessar og hinar víntegundirna heldur er allt vín borið fram í sömu vatnsglösunum. Það sem er líka svo skemnmtilegt á þessum stað er hvernig Konan gengur um með ströngum en þó hlýjum, alltsjáandi augum og skipar þjónustustúlkunum sínum fyrir verkum. Mann langar alls ekki að gera neitt sem henni væri á móti skapi, þá gæti hún til dæmis litið á mig með þessum svip.  Mig langar mjög mikið að fá vinnu hjá þessari konu, vera þarna bara og þurrka af borðum, gera allt strax sem hún segir mér og borða matinn sem stóri kokkurinn, karlinn hennar eldar alla daga en kannski drekka bara vínið þeirra  á kvöldin. Svo mundi ég hjóla um sveitina og heimsækja aðra staði - allt gæti verið mjög einfalt. En ég get til dæmis núna bara setið hér við mína tölvu og beðið eftir ágúst 15. þá nebblega verð ég aftur þar í matnum hjá þeim góðu hjónum. kv. KE


Frá vínsmökkun til stóra kokksins og stóru konunnar hans

Mér finnst ekki leiðinlegt að sitja hér í hraglandanum og rifja upp dagana á Ítalíu en ætla að láta þessa færslu duga, (sjá; bloggari skipti um skoðun í lok færslunnar) því að nú fer næsta ferð að færast nær á dagatalinu og undirbúningur að hefjast. En á hjólaleiðinni frá Veróna til Visenza er ein brekka - á leiðarlýsingunni segir að brekkuræfillinn sé þriggja kílómetra langur - og það er reyndar alveg rétt. Fyrst ber þó að geta þessa að brekkan er alls ekki brött og stór hluti af þessum þremur kílómetrum er næstum sléttur. Brekkan þessi hefur þó oft reynst ógnandi í umræðunni og þegar að henni kemur er ótti manna og kvenna í hámarki. Það sem fólk hefur þó huggað sig við er að í miðri brekkunni er tekin kröpp beygja til hægri, hjólað niður smáspotta og þar er farið í vínsmökkun hjá fallegustu og yndislegustu vínbændum Veneto. Þar sitjum við, smökkum nokkrar tegundir vína bóndans, horfum yfir vínekrurnar og svo fylgja þau okkur í gegnum víngerðarhúsið. Bara yndislegt og brekkan verður eintóm skemmtun eftir þessa heimsókn. Á brekkubrún er pizzaveisla og þaðan er nær viðstöðulaus niðurbrekka til bogarinnar Visenza sem er fræg fyrir arkitektúrinn hans Palladio.... En á morgun mun ég segja frá stóra kokkinum og stóru konunni hans - sé það núna að þau þurfa hreinlega eina stóra færslu...kv. KE

Júlía - Júlía og Gyllta geirvartan

Þann 18. júní, hjólaði hjólahópurinn fagri eftir nýskúruðum sveitum Langbarðahéraðs áleiðis í héraðið Veneto sem heitir líklega Fenjasveit á íslensku. Héruðin ítölsku eru mörg og margvísleg, hvert með sínu sniði, siðum og venjum. Í Veneto er borgin Veróna sem svo frábær að ég fæ alltaf fiðring í magann þegar ég er á leiðinni þangað. Miðbærinn þar er einstakur, arenan sem tekur hvorki meira né minna en 30.000 manns í sæti - þrjátíuþúsund - og hún var byggð fyrir árið 1000, byggingar stóðu yfir þegar uppreisnarseggir frá Noregi villtust yfir hafið og fundu óbyggða eyju og reistu þar skála 20 metra langa og þóttu mikil mannvirki og þykja jafnvel enn.....En það er ekki bara arenan sem prýðir Verónuborg, þar eru margar og miklar byggingar og kastalar - og husið hennar Júlíu, ég gæti auðveldlega skrifað langt mál um Júlíu og Rómeó og velt fyrir mér og ykkur hvað það er sem heldur lífinu í sögunni af þessum ungmennum sem neituðu að láta hneppa sig í ævilangt varðhald - en hvað um það. Rétt við aðalverslunargötuna er hliðargata, þar er gangur inn í garð. I garðinum er bronsstytta af konu sem er auðvitað Júlía sjálf. Sú trú er á þeirri styttu að snerti einstaklingur í makaleit brjóst styttunnar auki sá verknaðu líkur á að maki finnist. Svo virðist sem mjög margir komi í garðinn í þessum erinum, svo glampandi er annað brjóst Júlíu blessaðrar. Hún er reyndar fremur leið á svipinn, kannski ekki að undra.  Hjólahópurinn lét ekki sitt eftir liggja og karlar og konur gripu traustataki um brjóst Júlíu blessaðrar - giftar og kvæntir - enda góð vísa aldrei of oft kveðin. Um kvöldið fór hópaskipting hópsins að taka á sig mynd og var þar stofnaður einn sá allra skemmtilegast og líklega fegursti hópur innan þessa þó mjög álitlega hóps og hlaut hinn smekklegi hópur nafnið ,,Gyllta Geirvartan" ...... hefur hópur þessi starfað að krafti síðan og látið mörg málefni til sín taka... en svo var komið að brekkunni og vínsmökkuninni.... bíddu bara KE 


Sigling á Gardavatni

Í Trentóborg snæddi hópurinn kvöldverð í ástarveitingastaðnum amore eða eitthvað í þá áttina. Þar hófst hópskipting sem átti eftir að einkenna hópinn allan og fara hreinleg úr böndunum. Þarna var þó einfaldleikinn í fyrirrúmi og skipt eftir kynjum. Hvaða hópaskipting er svosem sjálfsagðari eða meira tekin nú á dögum? (ókey - það er ekki umræðuefnið hér) Karlahópurinn var á einu borði en konur á tveimur, er það jafnrétti? Nei, það er ekki jafnrétti en það var bara ekki nógu stórt borð fyrir allar þessar fögru konur. Um morguninn steig hópurinn sem einn maður á hjólfákana og hélt áfram för sinni með ánni Adige og eftir um það bil 30 fljótfarna kílómetra var tekin skörp hægri beygja og haldið yfir lágheiðina - fáeinir brekkuræflar sem ekki urðu hraustkvensunum mikil fyrirstaða og allt í einu lá allur norðurendi Gardavatnsins fyrir fótum okkar og sumir hreinlega grenjuðu af gleði (held ég örugglega) og frá þessum útsýnispalli er svo brjáluð brekka sem einungis er fær fræknustu görpum en enginn grenjaði í brekkunni enda hraustkv/menni allir sem einn. Nú svo var það siglingin eftir endilöngu vatninu - fjórir klukkutímar - og stoppað í hverri höfn, ekki ný í hverri höfn enda stoppað stutt....(ókey - líka önnur saga) Þetta kvöld og nótt ákvað veðurguðinn ítalski að hreinsa til á götum og torgum, en eins og sumum sem finnst leiðinlegt að skúra og skrúbba fylgdu hreingerningunum miklar stunur og jafnvel urr og garg og tönnum gníst þannig að eldingarglærur fylltu loftið.  En okkur gestunum var um morguninn boðið til veislu í nýskúruðu sveitunum og um það verður skrifað og skráð hér á morgun.... Ástar- og saknaðarkveðjur ykkar KE


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 1069

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband