Sigling á Gardavatni

Í Trentóborg snæddi hópurinn kvöldverð í ástarveitingastaðnum amore eða eitthvað í þá áttina. Þar hófst hópskipting sem átti eftir að einkenna hópinn allan og fara hreinleg úr böndunum. Þarna var þó einfaldleikinn í fyrirrúmi og skipt eftir kynjum. Hvaða hópaskipting er svosem sjálfsagðari eða meira tekin nú á dögum? (ókey - það er ekki umræðuefnið hér) Karlahópurinn var á einu borði en konur á tveimur, er það jafnrétti? Nei, það er ekki jafnrétti en það var bara ekki nógu stórt borð fyrir allar þessar fögru konur. Um morguninn steig hópurinn sem einn maður á hjólfákana og hélt áfram för sinni með ánni Adige og eftir um það bil 30 fljótfarna kílómetra var tekin skörp hægri beygja og haldið yfir lágheiðina - fáeinir brekkuræflar sem ekki urðu hraustkvensunum mikil fyrirstaða og allt í einu lá allur norðurendi Gardavatnsins fyrir fótum okkar og sumir hreinlega grenjuðu af gleði (held ég örugglega) og frá þessum útsýnispalli er svo brjáluð brekka sem einungis er fær fræknustu görpum en enginn grenjaði í brekkunni enda hraustkv/menni allir sem einn. Nú svo var það siglingin eftir endilöngu vatninu - fjórir klukkutímar - og stoppað í hverri höfn, ekki ný í hverri höfn enda stoppað stutt....(ókey - líka önnur saga) Þetta kvöld og nótt ákvað veðurguðinn ítalski að hreinsa til á götum og torgum, en eins og sumum sem finnst leiðinlegt að skúra og skrúbba fylgdu hreingerningunum miklar stunur og jafnvel urr og garg og tönnum gníst þannig að eldingarglærur fylltu loftið.  En okkur gestunum var um morguninn boðið til veislu í nýskúruðu sveitunum og um það verður skrifað og skráð hér á morgun.... Ástar- og saknaðarkveðjur ykkar KE


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 1025

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband