Júlía - Júlía og Gyllta geirvartan

Þann 18. júní, hjólaði hjólahópurinn fagri eftir nýskúruðum sveitum Langbarðahéraðs áleiðis í héraðið Veneto sem heitir líklega Fenjasveit á íslensku. Héruðin ítölsku eru mörg og margvísleg, hvert með sínu sniði, siðum og venjum. Í Veneto er borgin Veróna sem svo frábær að ég fæ alltaf fiðring í magann þegar ég er á leiðinni þangað. Miðbærinn þar er einstakur, arenan sem tekur hvorki meira né minna en 30.000 manns í sæti - þrjátíuþúsund - og hún var byggð fyrir árið 1000, byggingar stóðu yfir þegar uppreisnarseggir frá Noregi villtust yfir hafið og fundu óbyggða eyju og reistu þar skála 20 metra langa og þóttu mikil mannvirki og þykja jafnvel enn.....En það er ekki bara arenan sem prýðir Verónuborg, þar eru margar og miklar byggingar og kastalar - og husið hennar Júlíu, ég gæti auðveldlega skrifað langt mál um Júlíu og Rómeó og velt fyrir mér og ykkur hvað það er sem heldur lífinu í sögunni af þessum ungmennum sem neituðu að láta hneppa sig í ævilangt varðhald - en hvað um það. Rétt við aðalverslunargötuna er hliðargata, þar er gangur inn í garð. I garðinum er bronsstytta af konu sem er auðvitað Júlía sjálf. Sú trú er á þeirri styttu að snerti einstaklingur í makaleit brjóst styttunnar auki sá verknaðu líkur á að maki finnist. Svo virðist sem mjög margir komi í garðinn í þessum erinum, svo glampandi er annað brjóst Júlíu blessaðrar. Hún er reyndar fremur leið á svipinn, kannski ekki að undra.  Hjólahópurinn lét ekki sitt eftir liggja og karlar og konur gripu traustataki um brjóst Júlíu blessaðrar - giftar og kvæntir - enda góð vísa aldrei of oft kveðin. Um kvöldið fór hópaskipting hópsins að taka á sig mynd og var þar stofnaður einn sá allra skemmtilegast og líklega fegursti hópur innan þessa þó mjög álitlega hóps og hlaut hinn smekklegi hópur nafnið ,,Gyllta Geirvartan" ...... hefur hópur þessi starfað að krafti síðan og látið mörg málefni til sín taka... en svo var komið að brekkunni og vínsmökkuninni.... bíddu bara KE 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ja hérna, ég til Veróna til að reyna næla mér í annan maka - eiga s.s. tvo!

Edda Agnarsdóttir, 26.6.2008 kl. 19:36

2 identicon

Ja, hérna, Stína mín, ég hefði betur vitað þetta hérna um árið þegar ég ráfaði sem lengst um í garðinum hjá Júlíu og skildi bara ekki neitt hvað fólk var ákaft í að strjúka hana, ætli ég verði ekki bara að fara aftur? Kv. Geira

Geirþrúður Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 21:30

3 identicon

Ég er ein þeim sem greip traustataki um brjóstið gyllta og get bara sagt það hér og nú að þetta virkar!! Ég var varla lent á íslenskri grundu þegar vonbiðlar tóku að sækja að mér í röðum svo núna stend ég frammi fyrir þvílíkum valkvíða sem ég sé ekki fyrir endann já. Takk Stína mín......enn og aftur ertu örlagavaldur í mínu lífi. kv Anna Lóa í Rauðu sveðjunni.

Anna Lóa Ólafdóttir (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 16:06

4 identicon

Mikið er ég glöð fyrir þína hönd Anna Lóa, mér þykir sýnt að nú fjölgi í ferðum og starfsmaður í þjálfun hækki í tign. En svo er líka annað mál hvort það sem þú loksins velur þolir fjarveru - Og Geira nú er að drífa sig, ekki alltaf hægt að láta krakkann vera einan í þessum ferðum. Kv. Stína 

stína (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 1026

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband