28.10.2008 | 15:08
hjólaferð Indlands
Hæ, brjálæðislega fyndin færsla sem þú ert að fara að lesa, ertu viðbúin? Okey, litli drengurinn minn hann Magnús er í Indlandi að læra að verða frægur kvikmyndagerðarmaður. OG af því hann er náttlega yndislegur og vinsæll og allir vilja allstaðar og alltaf vera vinir hans er það líka þannig þarna í deliborginni. OG hann fór með vini sínum sem heitir TENZ og er frá Tíbet og líka kaliforníu eitthvað að borða í Kringlunni á rosaflottum kínverksum stað (kostaði 300 íslenskar krónur fyrir þá báða) og á leiðinni heim tóku þeir rikksjo, fimmtíu kílóa þungur, fimmtugur Indverji að baksast við ða hjóla með þá báða í kerrunni. OG þeir báðir eru samtals rúm 200 kg. OG þegar Indverjagreyið var uppgefinn og laug að þeim að þeir væru komnir alla leið, sagði Tenz okey, okey ég skal taka við og Indverjinn settist móður og másandi í vagninn og Tenz hjólaði með Íslendinginn og Indverjann....framhald af hjólaævintýrum drengsins á morgun. Hann nebblega fór á pöbb og ...kv. KE
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.10.2008 | 13:50
http://www.baggalutur.is/index.php?id=4324
Ég meina það, nú er fokið í flest skjól og greinilegt að allt er að fara til fjandans og andskotinn hafi það. Aldrei datt mér í hug að ríótríóurunum yrði sagt upp. Ætlar enginn að mótmæla þessu????????????? Hvað verður nú um konur þeirra og börn?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2008 | 17:06
þjóðfræðiveislan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2008 | 15:40
longtæmnósí
Jú, ég var einu sinni nörd og nú varð ég aftur nörd, og ekki hjólanörd heldur þjóðfræðinörd, sem er næstum jafn skemmtilegt. Hjóla samt alltaf til og frá vesturbæjarins, meðfram sjónum, horfi á skrýmslin í sjónum, og fuglana á firðinum. Ég veit ekki hvort þið hafið tekið eftir því en það er búið að vera vandræði með efnahagseitthvað hér á landinu bláa, þ.a.l. eru hjólaferðir næsta sumars soldið á hóld en bjartsýni ríkir í sportdeildinni úrvals sem aldrei fyrr og mun nú jafnvel fara að hilla undir verð og dagsetningar og þið farið að bóka ykkur hver sem betur getur. Því fyrr hættir maður nú að borða og borga rafmagn en að hætta hjólaferðum á erlendum og ítölskum grundum. lofjúol KE
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2008 | 07:35
Wet, wet and yes ... wet
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.8.2008 | 10:48
Nú er líklega vott og kalt við Hattfell
Hvert fór sólin og þurrar götur og gangstéttar? Allt útvaðandi í rigningu og bleytu og kannski roki - ég læt veður aldrei fara í taugarnar á mér en verð að viðurkenna að mér finnst óþarfi að láta rigna, rjúka og spá jafnvel stormi á hálendinu þegar litlu ítalíugædarnir eru þar á ferð í sakleysi sínu. Ewald Ítalíugæd og kærustustúlkan hans hún Michaela eru sumsé að ganga Laugaveginn, og ég stakk uppá því við þessa sakleysingja. Ég hef gengið Laugaveginn 150 sinnum eða eitthvað og mér finnst hann svo frábær en mér líður svolítið ekki vel núna, vitandi af þessum sólskinsbörnum á göngu líklega nálægt hinu einstaka Hattfelli nákvæmlega núna, á sandinum endalausa. Það hefur jafnvel hvarflað að mér að hringja í Álftavatn einsog mjög taugaveikluð móðir og spyrja, er allt í lagi með þau greyin? en finnst það svolítið langt gengið, þetta er fullorðið fólk og allt það. Líklegast mun ég bíða niðri á BSI á morgun, með fána og trommur og hafa fagnaðarfundi þar afþví ég komst ekki í gær. En, ég á að vera að undirbúa kennslu vetrarins og ég hlakka til að hitta nýnemama sem tekið hafa þá merku ákvörðun að nema þjóðfræði sem er, án gríns, alskemmtilegasta fag sem kennt er hér á landi og þó viðar væri leitað. KVKE
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.8.2008 | 06:14
buid
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.8.2008 | 06:47
Feneyjar - Seekirchen
Góðan og blessaðan daginn!
Hér sit ég við mína tölvu á hótelherbergi í Seekirchen, sól úti og alparnir í næsta nágrenni. I fyrradag kvaddi ég Ítalíufara á flugvellinum í Munchen eftir að hafa daginn áður verið með þeim í Feneyjum. Þessi Ítaliuför var ótrúlega skemmtileg og ég hreinlega geri ráð fyrir að fá að hjóla aftur sem allra fyrst með þessu skemmtilega fólki. Í þeim hópi voru óvenjuafkastamiklir hagyrðingar og hér ætla ég að birta afrakstur hugarsmíða þeirra. Þegar við sátum hjá stóru hjónunum og gæddum okkur á grilluðum kjúklingum og maiskökum köstuðu systkinin af suðurlandi fram þessari stöku:
Sitjum í svitabaði
svakalega er okkur heitt
Hjólin eru úti á hlaði
haldiði að við séum þreytt?
Einhverntíman áður gerðist þetta:
Brekkur í báðar áttir
hugurinn ber okkur heim (á hótel auðvitað)
sunnlendingar eru sáttir
þetta er svakalegt geim.
En, nú er kominn nýr hópur og aldursmet Sunnlendingsins frá síðustu ferð var slegið um leið og þar var sett. Nú er stefnan á öll tíu vötnin í kringum Salzburg og í gær hjóluðum við fra´Salzburg og til þorpsins Seekirchen - veðrið er sól og blár himinn, og náttúrufegurðin hér er slík að það er varla hægt að lýsa henni og sumir segja að hún festist hreinlega ekki á mynd. en nú er að líða að brottför, pakka, hjóla, borða, horfa ....kv. Kristín
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.8.2008 | 14:29
Visenza, Padova, Feneyjar
I morgun logdum vid af stad fra hotelinu hjolandi a lestarstodina, satum svo i lestinni i svo godu yfirlaeti ad vid gleymdum naestum ad fara af henni. I Padova, roltu sumir um midbaeinn, adrid fengu ser kaffi, en i dag voru nebblega allar budir lokadar aftvi ad her er mjog mikill hatidisdagur i dag og sumarfriin eru ad byrja. Svo var hjolad, medafram sikjum og i gegnum torp og baei....Hadegismatur hja storu hjonunum var alvegi eins frabaer og alltaf en eftir matinn kalladi tyrolski gaedinn hjonin ut a hlad tar sem vid syndum teim vikivaka dans og tau vor gjorsamlega yfirkomin af gledi og addaun, enda ekki a hverjum degi sem slikt er i bodi her um slodir. Nu er tessari hjolaferd lokid og eg verd ad vidurkenna ad tad rumlega vottar fyrir soknudi i minu litla hjarta, enda er tetta buid ad vera aevintyralega gaman og ljuft og hlytt og skemmtilegt og gott vedur, og gott og frabert folk. Mig langar ad utnefna annan hjolagarp sem er ungur piltur her i ferd med sinni fjolskyldu og heitr Isak, Isak er einstaklega ljufur og taegilegur og mikill gledigjafi. Ef tessi piltur synir allstadar af ser somu ljufmennsku og hann hefur gert her i tessari ferd, eru honum hreinlega allir vegi faerir. Her hafa tvi verid utnefndir sem hjolagarpar yngsti og elsti tatttandi i ferdinni sem er skemmtilegt. En nu erum vid ad fara ad bua okkur fyrir aevintyrid sem Feneyjar eru, vatnastraeto, markusartorg, grimur, folk ut um allt, gondolar, bryr og syki, meira a morgun. Kv. Kristin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.8.2008 | 21:27
Júlía og Rómeó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Kristín Einarsdóttir
Bloggvinir
- aslaugh
- gruvman
- fjola
- bjarnihardar
- steingerdur
- meistarinn
- eddabjo
- slembra
- metal
- smarijokull
- kolbrunb
- halkatla
- landsveit
- ranka
- ragnhildur
- drhook
- baldurkr
- hehau
- gurrihar
- juljul
- margretloa
- eyjolfurhressist
- annabjo
- nimbus
- jensgud
- agustolafur
- eddaagn
- ugla
- ingabesta
- folkerfifl
- berglindnanna
- torduringi
- vinaminni
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- palmig
- fararstjorinn
- peturg
- mariakr
- ipanama
- toshiki
- idno
- maggaelin
- stormsker
- salvor
- stebbifr
- lindagisla
- margretsverris
- kristjanb
- gudridur
- anika-yr
- brandarar
- ernani
- gudjonbergmann
- heida
- hemmi
- omarragnarsson
- einherji
- joklasol
- steinunnolina
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar