Júlía og Rómeó

Og nú erum við komin alla leið til Veróna, borgarinnar þar sem arenan er þar sem komast þrjátíuþúsund manns í sæti til að hlusta á óperur og annað slíkt og þar hefur einn frægasti Íslendingur allra tíma sungið oft og mörgum sinnum - þar er líka húsið hennar Júlíu, þar komast kannski þrjátíu manns fyrir,  og svalirnar hennar og þar eru allir miðarnir á veggjunum með ástarjátningunum - og styttan af henni júlíu með annar brjóstið núið og glansandi og ekki létu íslendingarnir sitt eftir liggja og kreistu júlíu litlu hver sem betur gat. Í þessum hópi er mikil gleði, hlátur og almenn skemmtilegheit - allt gengur bókstaflega eins og best verður á kosið - veðrið: sól og hiti, útsýnið; garðar, vínekrur, blóm og hús. Ég get ekki ímyndað mér neitt betra - allir biðja að heilsa öllum sem hér kíkja inn.  kv. Kristín

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

við biðjum að heilsa til baka ;)  sérstaklega Möggu Ófeigs

rannsóknardömur á Selfossi (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 11:28

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Alltaf sama ferðalsgið á þer eða solleiðis!

Viltu fara inn á bloggsíðuna mína og skrifa undir undirskriftasöfnunina þar?

Edda Agnarsdóttir, 14.8.2008 kl. 15:29

3 identicon

Halló öll. Kveðja til Erlu Guðmundsdóttur hjólagarps

Elsku mamma til hamingju með að vera hjólagarpur dagsins, þú ert frábær og ég er ekkert smá stolt af þér. Það er alveg óhætt fyrir aðra að taka þig til fyrirmyndar. Hlakka mikið til að hitta þig því ég saknaði þess að sjá þig ekki þegar ég kom heim. Pabbi borðaði kjötsúpu hjá okkur í gær, vissi ekki að þú hafðir eldað handa honum súpu áður en þú fórst, svo nú hefur hann borðað kjötsúpu alla daga síðan þú fórst út Hann borðar hjá Gumma og Rósu í kvöld og ég hringdi í Rósu og bað hana vinsmalegst að elda ekki kjötsúpu (það hafði hvarlað að henni) svo hann fær eitthvað annað. Þýðir örugglega ekkert fyrir þig að elda súpu fyrr en á næsta ári  ha ha En hann var bara ánægður með þetta. Allt gott héðan knúsaðu Jóhönnu frá mér sakna hennar líka. Gangi ykkur vel. Love Elínborg

Elínborg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 11:42

4 identicon

Elsku elinborg, takk fyrir kvedjuna, vorum ad lenda her i Feneyju klukkan fjogur, bunar ad hjola 280 kilometra. Hey fyrir okkur, allir vid bestu heilsu, mamma og johanna.

mamma ogJohana (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 1023

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband