Wet, wet and yes ... wet

Sagði ítaliugædinn þegar ég náði sambandi við hann í Húsadal eftir gönguna miklu um Laugaveginn í rigningu, roki og meiri rigningu, en sem betur fer komust þau þó heil til mannabyggða og ná sér að líkindum algerlega. Að lenda í svona hrakningum er oft mun eftirminnilegra en að ganga í sól og góðu veðri - þótt erfitt sé meðan á því stendur er samt eins og þessar litlu hetjudáðir að blotna rækilega, sjá vart útúr augum en klára samt daginn og leiðina sem fyrirhuguð var, sé eitthvað sem situr lengur eftir í sálinni en góðviðrisgangan. Þá á ég ekki við sem slæm minning, heldur minning hum um að hafa tekist á við erfiðleika og sigrast á þeim. Við Ítalíuhjólahópur áttum einn slíkan dag í gær þegar hjólað var umhverfis Þingvallavatnið. Við hjónin ókum austur fyrir hádegi og á hátindi Hellisheiðarinnar blasti við gráhvít jörð, jú það hvítnaði jörðin á Hellisheiðinni fyrir hádegi 29.ágúst 2008, bara svo það sé á hreinu. Við létum okkur detta í hug að fáir mundu mæta í hjólaferð hjólagarpanna en við Ljósafoss voru mættar 25 hetjur og á þeirri stundu leit veðrið vel út. Við stigum á hjólfákana, stálumst yfir stífluna, hjóluðum áleiðis í Grafninginn og þá byrjaði að rigna, og rigning nær ekki að lýsa skýfallinu sem yfir okkur hvolfdist aftur og aftur, en við hjóluðum með bros á vör og þegar stytti upp við og við inn á milli skúranna dáðums við að fegurðinni og ég er sannfærð um að enginn sem tók þátt í þessu ævintýri sér eftir að hafa eytt þessum degi við vatnið þingsins. að lokum hittum við Ítalíugædana, borðuðum, hlógum, spjölluðum, og nú erum við hjónin að fara með gædana þá á ,,góstmjúseumið" og ýmislegt annað....kv.KE

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þið eruð hetjur, ég verð að segja það. Ég sat heima og nagaði neglurnar til kl. 11:00 og þá var útséð um að ég myndi ná ykkur, en í rigningunni heima leið mér vel.

Sara Elíasdóttir (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 10:28

2 Smámynd: Kristín Einarsdóttir

það hefði ekki verið leiðinlegt að hafa þig með en vetrarstarfið fer í gang í næstu viku og þá mætir þú galvösk - hvar er annars tóta litla ? kv. KE

Kristín Einarsdóttir, 1.9.2008 kl. 16:58

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Er það Tóta litla tindilfætt/tók þann arf úr föðurætt/Vilja lífsins njóta/veslings litla Tóta.., sem þú ert að tala um?

Magnús Geir Guðmundsson, 1.9.2008 kl. 17:40

4 Smámynd: Kristín Einarsdóttir

Ekki veslings allavega, veit ekki um hitt.k

Kristín Einarsdóttir, 1.9.2008 kl. 18:40

5 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Þú ert ofurskutla Stína mín og ofurkona.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 2.9.2008 kl. 06:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 1024

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband