Feneyjar

Eftir að hafa kvatt stóru hjónin hjóluðum við meðfram ám og síkjum til Mestre sem er útborg eða hótelborg Feneyja. Þar snöruðumst við í strætó niður á Rómartorgið, tókum þar vatnastrætó eftir stóra kanal niður á Markúsartorg. Það hljómar kannski ekki spennandi að sigla í fjörtíu mínútur með mótorbát og ég ætla hreinlega ekki að reyna að láta það hljóma spennandi - það er samt svo frábært að sjá þegar fólk heillast af húsunum sem standa við kanalinn, hinum bátunum, gondólunum og þessu öllu. Ég verð líka alltaf svo undrandi að sjá að þó að til Feneyja komi 14000000 (fjórtánmilljónir á þetta að vera) ferðamenn á hverju einasta ári er ekki svo mikið sem kókdós á floti, ekkert drasl. Auðvitað eru húsin ekki á litinn og í laginu eins og húsin í Borgartúninu (sem betur fer leyfi ég mér nú að segja) þau eru mörg slitin og allt það en bara svo brjálæðislega falleg. mér finnst allt gaman í Feneyjum, fólkið út um allt, allir þessir ferðamenn sem eru að glápa úr sér augun eins og ég, fólkið á risastóru skemmtiferðaskipunum sem veifar til okkar á litlu vatnastrætóunum.  Þetta kvöld var í rauninni kveðjukvöldið - hóparnir: Rauða sveðjan, (sem ég held að hafi að undirtitli Rauða servíettan en er ekki viss) Svarta svipan, Gyllta geirvartan (sem að öðrum ólöstuðum var flottasti og gerðarlegasti hópurinn) Blinda nálaraugað  kvöddust.  Ævintýrinu var að ljúka - ferðin sem allir í hópnum og hópunum öllum gerðu svo frábæra.... lofjúol K.E.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

*Öfund* Mig langar svo til Feneyja..!!

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 01:55

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Gætir komið með mér næsta sumar, Ása öfundsjúka!?

Magnús Geir Guðmundsson, 4.7.2008 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 1013

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband