Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
12.3.2008 | 15:46
Fagurt syngur svanurinn um sumarlanga tíð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
10.3.2008 | 15:11
liðið er hátt á aðra öld,enn mun reimt í Gróttu
Góðan og blessaðan daginn!
Jú, kæri kvittari, ég er komin úr Gróttu og ekki olli ferðin sú mér vonbrigðum. Við þjóðfræðinördarnir hittumst í ,,dóplundinum" mjög seint á föstudagskvöldi, stikluðum á steinum yfir eiðið, af því einn nördinn gat ekki beðið eftir að fjaraði út, kolniðamyrkur, vasaljós og létt snjókoma, opnuðum húsið heitt og notalegt, brauð og súkkulaðirúsinur, bjór og rauðvín, ostur og flatkökur, spjall, fliss, hjýja á milli fólks sem ég veit að þekkist ekki í nokkru öðru samfélagi, um miðja nótt út að ganga að vitanum himinháum, lýstum upp snjókomuna, hvítt brim, kolsvartur sjór, klappir og þang, halarófuganga meðfram steingarðinum að naustinu, smáhræðsla en ekki mikil, inn í hús, sofa, vakna, morgunverður, spjall (lágt), fórum upp í vitann, hittum frægan mann og buðum honum með okkur í vitann, doltið stoltar af yfirburðum okkar með lykilinn að vitanum, maðurinn sagði okkur frá merkilegri þjóðfræðirannsókn sinni í annarri heimsálfu, kvöddum Gróttu, kvöddumst og aldrei verður þessi ferð af okkur tekin.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.3.2008 | 16:40
undir Gróttutöngum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.3.2008 | 22:02
skál fyrir skálinni bræður
maðurinn biður um óskalag og ekki skal ég vinna mér léttara verk og það er lagið ,,Við siglum"
þetta er svoooo flott og Alfreð Clausen er alveg nákvæmlega eins og Johnny Cash - allavega í þessu stórkostlega lagi. Heiða syngur þetta eins og hún sé frú Cash en bara miklu betur. Mann þyrstir til sjós, hann er saltur, því súpum vér fastar á, vér ást vora spörum til einnar nætur, sem eldur hún logar við hjartarætur, því kyssum við heitar en hinir - Hvað varð af þessum karlmönnum???? hvort er nú flottara þessi karlmannlegi söngur eða; Geta pabbar ekki grátið? eða "Mér finnst rigningin góð,, Ég hef um nokkurt skeið verið ákveðin í að lagið ,,Í landhelginni" verði sungið i jarðarförinni minn en ég er að hugsa um að skipta um skoðun og fá Alfreð - enda mundi ég þá e.t.v. hitt´ann fljótlega -skora ég nú á alla vini nær og fjær að finna þetta lag og dansa svo vals á síns eigins eldhúsgólfi. Þetta er eiginlega nýtt lag - amk ef maður miðar við höfðatölu og sjálfstæði Íslendinga. En hvað með getraun síðustu færslu? soffía ertu alveg búin á því þarna i austlandi nær. ...? kv. ke
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.3.2008 | 21:35
því að höf þeim lúta sem storka þeim
Svona líður mér einmitt þegar ég sigli á vatnastrætóum Feneyjaborgar - krappur sé leikur við ólgandi mar - Eftir að hafa hjólað frá Veróna - hjólaleiðin frá Veróna til Feneyja er líka ævintýrum prýdd. Þar er eina brekka leiðarinnar, þriggja kílómetra löng en ekki brött. Svo skemmtilega vill til að í miðri brekkunni tökum við snarpa hægri beygju og hjólum heim til vínbónda nokkurs, sem kynnir okkur fyrir framleiðslu sinni og til að vita hvað maðurinn er að tala um verða náttlega allir að smakka. Það sem mér finnst þó eftirminnilegast frá þessari vínsmökkun hjá hinum vingjarnlega ítalska vínbónda er að við athæfi þetta sitjum við úti á brekkubrún og horfum yfir vínakrana og næstu bæi og þorp. Eftir þessa góðu heimsókn eru allir yfirmáta hressir og brekkan lítið mál. ´Þegar upp er komið er stoppað í hádegisverði og þaðan er aflíðandi brekka niður að borginni Vicensa sem er eitt stórt arkitektúrsævintýri. Frá Vicensa hjólum við áfram i austurátt og komum til Feneyja en þó ég hafi ætlað að skrifa um Feneyjar ætla ég að láta hér staðar numið að sinni. Þættinum er lokið, verið þið sæl .....abbbabbbabb - hvað heitir lagið og hver syngur......soffía koma nú....þú getur þetta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.3.2008 | 17:40
uppáhaldslagið og textinn -
Hvað er að manninum að setja þetta blað - syngja og setja á plötu. Það er líka merkilegt hvað mér finnst þetta frábært - get hlustað að þetta tuttugu sinnum og finnst þetta alltaf jafnskemmtilegt. Ég held að ef þetta hefði verið í boði hefði Friðrik og Regína ekki verið að fara í ferðalag - ég hefði allavega kosið oftar en 17 sinnum. Sá sem segir að þetta sé leiðinlegt, tapar - sá sem er sammála mér vinnur
Hátíðlegt er heimsins slekt
heimskt og leiðitamt
svo gáfnatregt og lúalegt
svo lúmskt og íhaldssamt
Mjög er normalt mannfólkið
og mett af bábiljum
Svo þungbúið er þetta lið
og þröngsýnt með afbrigðum
Samt er nákvæmlega sama hvert ég fer
já sama hvar ég er, allstaðar er fólk
Hvar í veröldinni, hvar í heimi hér
ei mannlaus staður, allstaðar er fólk
Þar þarf alltaf einhver fjandi að vera á ferð
uppi á öræfum, í óbyggðum, í frumskógum
og allstaðar er fólk
Fúlmennska og fáfræði
fordómar og heift
og siðprýði og sljóleiki
í sálu fólks er þreytt
Já mannfólkið er lýgilegt
lýgið falskt og bælt
svo ári tregt og alvarlegt
svo öfundsjúkt og spælt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Kristín Einarsdóttir
Bloggvinir
- aslaugh
- gruvman
- fjola
- bjarnihardar
- steingerdur
- meistarinn
- eddabjo
- slembra
- metal
- smarijokull
- kolbrunb
- halkatla
- landsveit
- ranka
- ragnhildur
- drhook
- baldurkr
- hehau
- gurrihar
- juljul
- margretloa
- eyjolfurhressist
- annabjo
- nimbus
- jensgud
- agustolafur
- eddaagn
- ugla
- ingabesta
- folkerfifl
- berglindnanna
- torduringi
- vinaminni
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- palmig
- fararstjorinn
- peturg
- mariakr
- ipanama
- toshiki
- idno
- maggaelin
- stormsker
- salvor
- stebbifr
- lindagisla
- margretsverris
- kristjanb
- gudridur
- anika-yr
- brandarar
- ernani
- gudjonbergmann
- heida
- hemmi
- omarragnarsson
- einherji
- joklasol
- steinunnolina
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar