undir Gróttutöngum

það gerist svo margt á hverjum degi að ef ég ætti að tjá mig um það mundi ég ekki hafa tíma til að taka þátt í öllu sem ber fyrir mig á hverjum degi allt svo gaman ég er svo mikill lukkunnar pamfíll að það er bara ótrúlegt svo þekki ég svo margt frábært fólk á bara ekki orð yfir þetta allt saman. En í dag var ég t.d. að segja frá útivistarverkefninu (sem hingað til hefur verið kennt við skóla einn í kópavogi) á rótarýfundi á seltjarnarnesi - ferlega skemmtilegt- og ég upplifi alllar þessar ferðir um leið og ég segi frá þeim.... allir áhugasamir og jákvæðir með afbrigðum. Svo er nú aðalmálið, ég er að fara útí Gróttu að gista þar með nokkrum frábærum þjóðfræðinemum, og hlakka mjög mikið til. Við ætlum að fá okkur rauðvín, borða osta og brauð og rabba, engir tala eins mikið og þjóðfræðinemar og sumir kennarar af því það er svo gaman í þjoðfræðinni og innan hennar rúmast til dæmis allt slúður heimsins af því við getum alltaf sett það í þjóðfræðilegt samhengi - enginn brandari er of ljótur af því hann er náttúrulega partur af þjoðfræðinni..... er þetta ekki frábært? kv.KE

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Góða ferð í Gróttu

Guðrún Þorleifs, 7.3.2008 kl. 17:40

2 identicon

Góða ferð og góða skemmtun í Gróttu, bið að heilsa! Kemst því miður ekki, er að fara að vinna...

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 19:22

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Tja, nú í skjóli nætur og hjólaskutlan sem sönglar svona hamingjusamlega er víðs fjarri út í eyjargreyi, þá er kannski óhætt að þessu tilefni að rifja viðbrögð manns nokkurs við hamingjuhjali er systir hans lét vaða yfir hann eftir ánægjulega helgarferð eitthvert!

"Þú hljómar bara FULLNÆGÐ systir"!

En ussuss, ég hugsaði þetta nú eiginlega bara, sagði það ekki upphátt!

Magnús Geir Guðmundsson, 8.3.2008 kl. 02:06

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Svona nú Kristín mín, þú mátt alveg fara að koma þér heim úr Gróttunni, helgin búin og rauðvínið líka!

Magnús Geir Guðmundsson, 10.3.2008 kl. 00:00

5 Smámynd: Sigrún Hanna Þorgrímsdóttir

Sæl Kristín kennari góður,

þú segir það satt að alltaf er jafn gaman að spjalla við þjóðfræðinema og kennara sem eru með eindæmum skemmtilegt fólk, ég er viss um að ferðin í Gróttu hafi verið stórgóð.

En af mér er nú bara að það að frétta að í september skundaði ég á slóðir víkinga til Frakklands, nánar tiltekið Normandí. Hér sit ég sveitt við að ná tökum á tungumáli innfæddra og borða líka mikið af ostum og drekk enn meira rauðvín:)

Sigrún Hanna Þorgrímsdóttir, 10.3.2008 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 1053

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband