liðið er hátt á aðra öld,enn mun reimt í Gróttu

Góðan og blessaðan daginn!

Jú, kæri kvittari, ég er komin úr Gróttu og ekki olli ferðin sú mér vonbrigðum. Við þjóðfræðinördarnir hittumst í ,,dóplundinum" mjög seint á föstudagskvöldi, stikluðum á steinum yfir eiðið, af því einn nördinn gat ekki beðið eftir að fjaraði út, kolniðamyrkur, vasaljós og létt snjókoma, opnuðum húsið heitt og notalegt, brauð og súkkulaðirúsinur, bjór og rauðvín, ostur og flatkökur, spjall, fliss, hjýja á milli fólks sem ég veit að þekkist ekki í nokkru öðru samfélagi, um miðja nótt út að ganga að vitanum himinháum, lýstum upp snjókomuna, hvítt brim, kolsvartur sjór, klappir og þang, halarófuganga meðfram steingarðinum að naustinu, smáhræðsla en ekki mikil, inn í hús, sofa, vakna, morgunverður, spjall (lágt), fórum upp í vitann, hittum frægan mann og buðum honum með okkur í vitann, doltið stoltar af yfirburðum okkar með lykilinn að vitanum, maðurinn sagði okkur frá merkilegri þjóðfræðirannsókn sinni í annarri heimsálfu, kvöddum Gróttu, kvöddumst og aldrei verður þessi ferð af okkur tekin.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

*Öfund*

Á meðan færði ég drukknu fólki drykki og vaskaði upp!     

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 16:05

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Hljómar hreint yndislega.

Steingerður Steinarsdóttir, 10.3.2008 kl. 16:27

3 identicon

Takk fyrir ánægjulegar stundir, fylgdist með ykkur í fjaska!!!

Albert (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 17:17

4 identicon

mér fannst þú nú ganga óþarflega nærri  mér (við vitann meina ég sko) þín lóló

ólöf magnúsdóttir (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 18:36

5 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Vá mér verður heitt og kalt um leið.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 10.3.2008 kl. 19:16

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hehe,um mig fara rómantiskir straumar að lesa þetta!

En bjór, ullabjakk, dreg frá einn heilan í einkunagjöfinni fyrir annars frísklega frammistöðu!

Frægur maður sem gert hefur þjóðfræðirannsókn í annari heimsálfu já, hvur gæti það nú verið?

Magnús Geir Guðmundsson, 10.3.2008 kl. 21:30

7 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Andskotinn! Ég hefði átt að fara með............

Soffía Valdimarsdóttir, 12.3.2008 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 1052

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband