Fagurt syngur svanurinn um sumarlanga tíð

Feneyjar - fullyrði ég að er merkilegasta borg í heimi, eins og allir vita eru þar engir bílar, fólk ferðast á bátum af öllum gerðum, slökkviliðið og löggan ferðast um á bátum, ef einhver er að flytja þá er sófasettinu og ískápnum troðið ofan í bát og siglt í nýju íbúðina, svo eru vatnastrætóarnir sem ösla eftir Grand Canal og stoppa á öllum hinum fjölmörgu stoppistöðum, hleypa inn hópi fólks og aðrir fara af bátnum, gondólar sigla og það er víst ótrúlega erfitt og mikil lagni sem þarf við að stýra gondól og gengur sú kunnátta í erfðir, faðir kennir syni. Litið, ef nokkuð um konur, held ég. Síkin eru hrein, sést ekki kókdós á floti, ótrúlegt af því að til Feneyja koma fjórtán milljón ferðamenn á hverju ári. Í Feneyjum eru brýrnar jafnmargar og götuhindranirnar í Kópavogi - út um allt og allstaðar og allstaðar er fólk. Á Markúsartorgi er fólk að gefa dúfum og láta taka af sér mynd, fólk situr á rándýrum kaffihúsunum og hlustar á lifandi músik, skoðar grímur sem eru í öllum búðum og hjá milljón götusölum fást grímur. Feneyjar eru ferðamannastaður og við sem komum þar erum líka ferðamenn - það er, finnst mér, hluti af sjarma Feneyja að þar er fólk út um allt, Feneyjar eru eins og að vera inni í leikriti, sviðið eru kanalar og síki, bátar og eldgömul hús, leikararnir eru ferðamenn frá öllum heiminum en ef maður verður þreyttur á leikritinu og vill komast í hlér,  er auðvelt að taka vatnastrætó út á Lído, finna sér þar sólbekk við hafið, fá sér drykk og hlusta á öldurnar. Ég get ekki beðið - mér finnst allir staðir betri eftir að hafa komið þar áður - þarf einhvernveginn að kynnast staðnum - eins og til dæmis Laugveginum - ég held ég verði fljótlega að tjá mig um Laugaveginn. Ég bíð eftir að einhver biðji mig um að skipuleggja Laugavegsgöngu og´ég mun segja já eins og skot.  lovjúol Stína

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá, skemmtileg frásögn! Mig hefur lengi langað til Feneyja, verð að fara að skella mér þangað!

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 20:38

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Púff, hunangið drýpur af hverju strái í þessum þjála vaðal er fullur er af þrá og tilhlökkun, sem ég heiti ekki bara kvittari, heldur Yfirkvittari! Enenen, (já allltaf en hjá mér!) ég sakna samt margs úr þessari frásögn, hvar er til dæmis Kaupmaðurinn í Feneyjum, sem alltaf er talað um, er hann hættur? SVo er það líka þessi frægi þarna Feneyjartvíæringur (eða var það tíæringur?) ekkert minnst á hann heldur!?

Og ekki heldur á þá miklu "íþrótt" sem víst er stunduð mikið þarna skilst mér, að stela íkonum úr óteljandi kirkjunum þarna!Og eitt enn, "litlu ástarhreiðrin" sem eiga að vera þarna út um allt er það ekki, búið að útrýma þeim?

Æ, veit, hljómar eins og "Svanasöngur", allt fyrirsögninni að kenna, hættur!

Magnús Geir Guðmundsson, 12.3.2008 kl. 23:21

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ææ, gleymdi þessu!

Fagurt syngur svanurinn,

um sumarlanga tíð.

Og stikar um á stuttpilsi,

Stína undurfríð!

Magnús Geir Guðmundsson, 12.3.2008 kl. 23:28

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Eða öllu heldur..

Stígur hjól ´´í stuttpilsi,

Stína undurfríð!

(ég má þetta, verð nú að standa undir nafni sem Yfirkvittari!)

Magnús Geir Guðmundsson, 12.3.2008 kl. 23:31

5 identicon

Ekki sko á hverjum degi að einhver býr til um mig vísu - og þakka ég hæstvirtum yfirkvittara fyrir - er ekki söngleikur næsta skref - Bryndís Odds gæti leikið mig, bara sem dæmi, þ.e.a.s. ef hún sleppur af kleppi. en náttlega kleppur er víða.....kv. K  

kristin (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 08:55

6 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Skemmtileg frásögn takk fyrir mig.

Steingerður Steinarsdóttir, 13.3.2008 kl. 15:58

7 identicon

Er þetta textinn sem þú varst að leita að?

Vér siglum

Mann þyrstir til sjós, hann er saltur,
því súpum vér fastar á,
þá sjaldan að inn er siglt.
Skál fyrir skálinni , bræður.
Á hafinu sæguðinn hart oss agar,
í höfn bíða gleðinnar þráðu dagar,
og hér er það hún, sem ræður.

Vér kynntumst við djúpsins dætur,
en dreymir um hlýrri vör,
þá loksins vér höldum í höfn.
Skál fyrir vífunum, vinir.
Vér ást vora spörum til einnar nætur,
sem eldur hún logar við hjartarætur,
þvi kyssum vér heitar en hinir.

Hæ, stillið þér strengina hærra,
því stigið skal þétt á fjöl.
Og upp með sjómannasöng.
Skál yður, skrautbúnu hallir.
Vér örskammar stundir hér unað getum,
vor útþrá við heimþrá er jöfn á metum.
Vér siglum við sólris - allir.

Kristján frá Djúpalæk, Það gefur á bátinn, 1962

Skúli Pálsson (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 22:50

8 identicon

Takk skúli - þetta kemur sér vel og  hér eftir mun ég ekki syngja (reyndar bara með sjálfri); sæguðinn hart oss sagar eða ,,höggvíða gleðinnar.... maður er náttlega bara bjáni..En þessi texti er frábær og söngur Alfreðs tær snilld og svo er svo gaman að þessum ,,leikritalögum" í upphafi þessa lags heyrist t.d. í skipsflautum, Bella símamær heyrist í síma og Gunnar póstur lætur heyrars hófatak..

kristin einarsdóttir (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 08:05

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Veistu það, að Yfirkvittarinn þinn býr í sama húsi og skáldið frá Djúpalæk gerði eitt sinn um árabil!

En hann getur nú varla haldið því fram, (Yfirkvittarinn) að hann hafi nú ort eitthvað á borð við þann góða mann, né einu sinni búið til heila vísu um fröken hjólaferð!

Eg efast hins vegar ekki eitt andartak um að sannleikur felst í a.m.k. seinni línunni (eða seinustu) vísuskjátunnar! En hvort svo kemur syngjandi leikur í kjölfar með Kleppsmær að nafni Bryndís Odds, ja, hvur veit með það?

Magnús Geir Guðmundsson, 14.3.2008 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 1051

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband