Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
31.3.2008 | 21:00
fallegi hópurinn og lúdo sem er ekki spilastokkur
Af því ég er búin að fatta hvernig ég get sett myndir inn í bloggfærsluna þótt ég eigi langt i land með að ná færni bloggdrottningarinnar í himnaríki, ætla ég að setja hér mynd af hluta hins himneska hóps og einmitt þar sem hann er staddur mjög nálægt himnaríki eða í næstum því níuþúsundmetrahæð (okey þarf alltaf að miða við sjávarmál?) nú svo vil ég líka benda ykkur á að skoða fáeinar fagrar og listilega vel teknar myndir í myndaalbúminu kv. K
Afsakið; vitlaust fólk, vitlaus hópur, Ha, ha, ég er fyndin með afbrigðum hér kemur hin rétta mynd
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.3.2008 | 12:59
komin tvisvar heim
Bloggar | Breytt 31.3.2008 kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.3.2008 | 23:58
los americanos
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.3.2008 | 19:51
graent og blátt
I gaer gengum vid um tjodgardinn her a tenerife, hatt i fjollunum fetadi hopurinn sig eftir mjoum stig og tad var hátt nidur, gaidinn sagdi 150 metrar en stuttu adur hafdi skollid a niddimm thoka, svo thykk ad vid studdum okkur vid hana tegar trengst var a stignum, tren voru skrytin i grarri thokunni, einhvernveginn svo undarlega kyrr og naestum ognandi. I dag forum vid a austurenda eyjarinnar, gengum upp fjallastig, komum i thorp, ein kirkja, tveir barir, trju hus og kannski fleiri, tveir kettir og gamall madur, fengum bjor, geitaost, og barrakida sem er kaffid teirra herna a eynni med háa hvíta toppinn. Frá torpinu gengum vid upp á fjallsbrún, tar hreinlega sáum vid hvernig eyjan skiptist i tvennt, nordan megin graen og gródurmikil, en sunnanmegin turr og minni grodur. Eftir ad hafa gengid fjallastiginn og dádst ad kaktusum og tveggja metra háum fíflum (jú, med graenan stikil og gulan haus) og hafid baedi i sudri og nordri, og gil og dalir og blom og otrúleg fegurd, gengum vid nidur stiginn, fengum okkur bjor a barnum. Tha kom rutan sem keyrdi okkur heim a hotel, a leidinni spjolludu bilstjorinn og gaidinn saman a spaensku og hvort sem teir voru ad tala um fótbolta, ferdamenn eda stodu evrunnar midad vid íslenska kronu, hljómadi tad notalega. Á morgun flytjum vid okkur yfir a sudurhlutann, og sjaum meira af tessari undalegu og merkilegu eyju. kv. KE
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.3.2008 | 17:00
graent blátt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.3.2008 | 19:51
ljufasta tenerife sem tydir reyndar hvita fjall
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.3.2008 | 19:05
ljúfasta amorella, ástvina mín labella, lífið er tarantella, ég tilbið og elska þig
Hvað þýðir eiginlega ,,tarantella"og hitt bullið sbr. fyrirsögnin? Veit það einhver? Veit sveitastúlkan með rauðu flétturnar og freknurnar, (fyrirgefðu, fléttur og freknur eru bara mjög flott svona stíllega séð skiluru). Allir sem hættir eru með snuð þekkja þetta lag sem heitir Amorella og varð það vinsælt u.þ.b. tveimur heilum áratugum áður en sveitastúlkan fór að styðja sig við rúmbrýkurnar í baðstofunni bak við hólana. Lagið er reyndar fremur leiðinlegt en mér þætti gaman að vita hvað þetta á eiginlega að þýða. Svo er ég að fara til suðurlanda og var að hugsa um hvort ég ætti að reyna að syngja þetta á pöbbum, en e.t.v væri betra að vita um hvað þetta er, bara svo ég geti gert lagið að mínu (alaIDOL) - mér finnst það spennandi og fréttir munu berast þaðan, þ.e.a.s. suðurlöndum, á næstu dögum hér á þessari síðu. Einn góður og gegn vinur minn hringdi í mig í dag og sagðist hafa verið að lesa þetta blogg og að það væri svoleiðis langskemmtilegasta og jafnframt langfróðlegasta blogg sem hann les - samt les þessi góði og gegni vinur minn mjög mörg blogg. Aðspurður hví hann kvitti ekki fyrir sínar ánægjulegu heimsóknir á þetta skemmtilega og fróðlega blogg, kvaðst hann bíða eftir að ég bloggaði um hann - nú hefi ég lokið því og bíð nú spennt....kv.KE
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
15.3.2008 | 22:25
...og hljóður dreg ég tjöldin fyrir gluggann
ég geri mér grein fyrir því að einhverjum (sem halda að þeir séu eilífðartöffarar) gæti mögulega fundist ég missa kúlið við eftirfarandi játningu: mér finnst nebblega Elvis Presley æði - algjört æði - Ég get endalaust hlustað á hann játa að hafa grenjað af gleði í kapellunni - (ef ég nennti mundi ég linka á þetta lag í jútjúb) svo einfalt og svoooo ótrúlega flott - ég er með þetta þrisvar i röð í litlu svörtu græjunni sem vex út úr eyrunum á mér á hjólfáknum ... það ´lag sem mér finnst þó flottast nákvæmlega núna er; ertu einmana í nótt? --- ég ætla ekki einu sinni að reyna að útskýra fyrir þér afglapinn þinn hvað er flott við þetta - og ég er alls ekki að tala um upptökuna þegar hann flissar mér finnst það nú bara hallærislegt. .. . Já og svo er eitt elvis breytti engu ... hann hitti á tóninn sem fyrir var í heiminum á þessum tíma og söng með þeim tón - ég veit ekki hvort honum datt nokkurn tíman í hug að hann hafi breytt tónlistarsögunni - það er bara smákóngum á smáskerjum sem dettur slíkt í hug.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.3.2008 | 12:35
Afsakið, ertu að passa þessa stóla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Kristín Einarsdóttir
Bloggvinir
- aslaugh
- gruvman
- fjola
- bjarnihardar
- steingerdur
- meistarinn
- eddabjo
- slembra
- metal
- smarijokull
- kolbrunb
- halkatla
- landsveit
- ranka
- ragnhildur
- drhook
- baldurkr
- hehau
- gurrihar
- juljul
- margretloa
- eyjolfurhressist
- annabjo
- nimbus
- jensgud
- agustolafur
- eddaagn
- ugla
- ingabesta
- folkerfifl
- berglindnanna
- torduringi
- vinaminni
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- palmig
- fararstjorinn
- peturg
- mariakr
- ipanama
- toshiki
- idno
- maggaelin
- stormsker
- salvor
- stebbifr
- lindagisla
- margretsverris
- kristjanb
- gudridur
- anika-yr
- brandarar
- ernani
- gudjonbergmann
- heida
- hemmi
- omarragnarsson
- einherji
- joklasol
- steinunnolina
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar