komin tvisvar heim

tenerife dagur  1 og 2 054Jú, ég er komin heim frá suðurlöndum og frá norðurlandi vestra - kom frá Tenerife seint á fimmtudagskvöldi, fór svo norður í Varmahlíð á föstudaginn, hjólaferðakynning á Sauðárkróki, kynnisferð á Hóla á laugardaginn, frábær barnabarnaafmælisveisla í Varmahlíð og svo aftur heim. Mig langar að segja frá síðasta deginum á Tenerife, við gengum upp á fjall nálægt Los Americas hvar við gistum. Fjallið minnir á Hattfellið fagra, flatt að ofan og þaðan er útsýni til allra átta. Þetta var bæði þægileg og skemmtileg ganga og mjög mátuleg fyrir síðasta daginn. Leiðsögumaðurinn okkar, hann Lúdó, fékk slæma slæmsku í annað hnéð þegar upp var komið og gekk kona undir konuhönd til lækningar og þáði Lúdó öll góð ráð og lyf sem að honum voru rétt. Greyið staulaðist niður brekkuna og komst við illan leik á leiðarenda.  Eftir gönguna fengum við okkur hressingu á litlum bar,  og svo heim með rútunni. Um kvöldið var síðasta kvöldmáltíðin og í rauninni var ferðinni þar með lokið.  Það sem mér finnst eftirminnilegast eftir þessa ferð, fyrir utan þessa ótrúlegu náttúrufegurð sem þarna er og hversu ólíkir göngudagarnir voru, er hópurinn og hlýjan sem ríkti milli fólksins í ferðinni. Takk enn og aftur fyrir samveruna (ef þið skylduð reka hér inn nefið) kæra samferðafólk..... kv. Kristín

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Þú varst ekki að láta bloggvin vita af þér á Hólum.  Á Hólum er mikið að skoða og frábært að vera. 

kv

Þórður Ingi

Þórður Ingi Bjarnason, 30.3.2008 kl. 17:24

2 identicon

afsakaðu ókurteisina, fjölmiðlafulltrúinn mun gefa út fréttatilkynningu næst þegar ég á leið um svæðið- en mér leist mjög vel á Hóla og ég á eftir að koma þar oft og mörgum sinnum í nánustu framtíð - þangað er nebblega að flytjast flottasta fjölskylda sem ég þekki og fullkomnustu börn sem fæðst hafa norðan suðurheimsskautsins. Hvað ég öfunda ykkur af þessum félagsskap - en afhverju hafið þið svona kalt þarna? varla hægt að reka nefið út um bílgluggann án þess að fá alvarlegt kul...kv. K

kristin einarsdóttir (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 18:42

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hjólaferð mín kær, Skagfirðingar eru alltaf að rífast innbyrðis um virkjanir og hvort hina eða þessa sprænuna eigi að virkja eða ekki, það er nú heimsfræg saga, þess vegna verður sólbrenndum knjákrönkum kellum eins og þér svona kalt þarna!

Magnús Geir Guðmundsson, 30.3.2008 kl. 22:27

4 identicon

skín við sólu o.s.frv. ég hélt að Skagafjörður væri sólguðsins útvaldi staður - og ,,knjákrankar kellur" - gættu að talsmátanum eða kannski þarf að stofna fyrir þig söfnunarreikning....kv. KE

k.e. (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 1010

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband