Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
28.6.2008 | 15:26
Frá vínsmökkun til stóra kokksins og stóru konunnar hans
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.6.2008 | 21:22
Júlía - Júlía og Gyllta geirvartan
Þann 18. júní, hjólaði hjólahópurinn fagri eftir nýskúruðum sveitum Langbarðahéraðs áleiðis í héraðið Veneto sem heitir líklega Fenjasveit á íslensku. Héruðin ítölsku eru mörg og margvísleg, hvert með sínu sniði, siðum og venjum. Í Veneto er borgin Veróna sem svo frábær að ég fæ alltaf fiðring í magann þegar ég er á leiðinni þangað. Miðbærinn þar er einstakur, arenan sem tekur hvorki meira né minna en 30.000 manns í sæti - þrjátíuþúsund - og hún var byggð fyrir árið 1000, byggingar stóðu yfir þegar uppreisnarseggir frá Noregi villtust yfir hafið og fundu óbyggða eyju og reistu þar skála 20 metra langa og þóttu mikil mannvirki og þykja jafnvel enn.....En það er ekki bara arenan sem prýðir Verónuborg, þar eru margar og miklar byggingar og kastalar - og husið hennar Júlíu, ég gæti auðveldlega skrifað langt mál um Júlíu og Rómeó og velt fyrir mér og ykkur hvað það er sem heldur lífinu í sögunni af þessum ungmennum sem neituðu að láta hneppa sig í ævilangt varðhald - en hvað um það. Rétt við aðalverslunargötuna er hliðargata, þar er gangur inn í garð. I garðinum er bronsstytta af konu sem er auðvitað Júlía sjálf. Sú trú er á þeirri styttu að snerti einstaklingur í makaleit brjóst styttunnar auki sá verknaðu líkur á að maki finnist. Svo virðist sem mjög margir komi í garðinn í þessum erinum, svo glampandi er annað brjóst Júlíu blessaðrar. Hún er reyndar fremur leið á svipinn, kannski ekki að undra. Hjólahópurinn lét ekki sitt eftir liggja og karlar og konur gripu traustataki um brjóst Júlíu blessaðrar - giftar og kvæntir - enda góð vísa aldrei of oft kveðin. Um kvöldið fór hópaskipting hópsins að taka á sig mynd og var þar stofnaður einn sá allra skemmtilegast og líklega fegursti hópur innan þessa þó mjög álitlega hóps og hlaut hinn smekklegi hópur nafnið ,,Gyllta Geirvartan" ...... hefur hópur þessi starfað að krafti síðan og látið mörg málefni til sín taka... en svo var komið að brekkunni og vínsmökkuninni.... bíddu bara KE
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.6.2008 | 15:25
Sigling á Gardavatni
Í Trentóborg snæddi hópurinn kvöldverð í ástarveitingastaðnum amore eða eitthvað í þá áttina. Þar hófst hópskipting sem átti eftir að einkenna hópinn allan og fara hreinleg úr böndunum. Þarna var þó einfaldleikinn í fyrirrúmi og skipt eftir kynjum. Hvaða hópaskipting er svosem sjálfsagðari eða meira tekin nú á dögum? (ókey - það er ekki umræðuefnið hér) Karlahópurinn var á einu borði en konur á tveimur, er það jafnrétti? Nei, það er ekki jafnrétti en það var bara ekki nógu stórt borð fyrir allar þessar fögru konur. Um morguninn steig hópurinn sem einn maður á hjólfákana og hélt áfram för sinni með ánni Adige og eftir um það bil 30 fljótfarna kílómetra var tekin skörp hægri beygja og haldið yfir lágheiðina - fáeinir brekkuræflar sem ekki urðu hraustkvensunum mikil fyrirstaða og allt í einu lá allur norðurendi Gardavatnsins fyrir fótum okkar og sumir hreinlega grenjuðu af gleði (held ég örugglega) og frá þessum útsýnispalli er svo brjáluð brekka sem einungis er fær fræknustu görpum en enginn grenjaði í brekkunni enda hraustkv/menni allir sem einn. Nú svo var það siglingin eftir endilöngu vatninu - fjórir klukkutímar - og stoppað í hverri höfn, ekki ný í hverri höfn enda stoppað stutt....(ókey - líka önnur saga) Þetta kvöld og nótt ákvað veðurguðinn ítalski að hreinsa til á götum og torgum, en eins og sumum sem finnst leiðinlegt að skúra og skrúbba fylgdu hreingerningunum miklar stunur og jafnvel urr og garg og tönnum gníst þannig að eldingarglærur fylltu loftið. En okkur gestunum var um morguninn boðið til veislu í nýskúruðu sveitunum og um það verður skrifað og skráð hér á morgun.... Ástar- og saknaðarkveðjur ykkar KE
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2008 | 12:52
bonasera
Það er nú þannig að ég er búin að vera bloggandi á hverju hótelinu á fætur öðru og verið í vandræðum með tölvumálin - búin að semja fræðilegar og fyndnar færslur sem svo hafa neitað að vistast. Afsakið en sjaldan hefur tæknin strítt mér annað eins. Ferðasögu seinni ferðarinnar vantar einfaldlega hér á þetta blogg og ég ætla að reyna að bæta úr því, ef til vill með myndskreytingum og hefst nú lesturinn. Eftir að hafa ekið frá Milano Malpensa flugvelli til Landeck í og gist þar af því að rútubílstjórinn átti heima þar og ég fékk að vera samferða honum frá Milano og alla leið til Munchen, tók ég á móti næsta hópi sem hafði á sinni stefnuskrá að hjóla frá Bolzano til Feneyja. Ég og þessi hopur og Ossi bílstjóri og Eva konan hans, sem var honum til aðstoðar eða nokkurskonar bílfreyja, ókum frá Munchen og til Bolzano. Þar beið fararstjorinn, hún Kira eftir okkur, með hjólatöskur, upplýsingamöppu og hjólin að sjálfsögðu og um morguninn var hjólað niður langan dalinn meðfram Adige ánni, í upphafi dags rigndi og gaf það einum hópmeðlimnum færi á að versla sér þá flottustu regnflík sem sést hefur norðan Miðjarðarhafs en svo náttúrulega stytti upp og sólin sást seinni part dagsins.... Við komun til Trento sem er líka ein þessara frábæru borga fengum við okku líklega besta ís í heimi - eins og allir vita er ítalskur ís brjálæðislega góður og reynið að ímynda ykkur að sitja á torginu eftir að hafa hjólað SJÖTÍU kílómetra, borða ís og horfa á eldgamlar byggingarnar. Þarna hittust nebblega prestar kaþólskir og lútherskir og reyndi að koma á sáttum og málamiðlunum í kirkunni og sagan segir að með í för hafi verið gleðikonur, rétt eins og á nútímaráðstefnum, ekki þaða að ég viti eitthvað um það, segi bara svona. meira á morgun kvke
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.6.2008 | 19:37
eg hef aldrei unnid fyrir kvennalistann
Tannig er ad nu er eg buin ad hjola fra Feneyjum til Florens og ferdafelagarnir fraeknu komnir i flugvel og a leid til landsins blaa. Mig langar enn og aftur ad takka tessu frabera folki samveruna her sidustu daga og vona svo sannarlega ad eg eigi einhverntiman eftir ad ferdast aftur med teim. Ef hlaturinn lengi lifid tarf eg ekki ad hafa ahyggjur naestu fimmtiu arin. Eg er aftur a moti alein a hoteli i Landack (held eg) og mun a morgun taka a moti naesta hopi og hjola med teim fra Sudur-Tyrol og til Feneyja. Sidustu dagar hafa verid tannig: sol, vinekrur, kiwiakrar, tre, fjoll (i fjarska), hlatur, og svo Florens. I Florens eyddi hver og einn deginum ad eigin haetti og nokkrir ferdalanganna versludu svo mikid i einni budinni ad hun var eiginlega fokheld a eftir. Tad eru hvergi i heiminum eins flott fot eins og her a Italiu, tad er nu bara tannig. Ekkert endilega odyr enda skiptir tad engu mali svosem, peningar eru til allsstadar en flott fot fast bara her. Mun reyna ad blogga eftir maetti - Kv. Kristin Einarsdottir - og nei er ekki su Kristin Einarsdottir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.6.2008 | 13:41
Litlu Feneyjar - Rovigo - Ferrara
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.6.2008 | 21:16
Feneyjar og litlu Feneyjar
bondjorno.... Nu er komid ad tvi ad blogga hedan fra landinu sem er langt og mjott. Dagurinn i dag var audvitad frabaer. Vid logdum af stad fra Mestre (sem er svefnbaer Feneyja) hjoludum yfir Fridarbruna, ferja ut i Lido, vatnastraeto a Markusartorg, tar settumst vid alveg vid hljomsveitarpallinn, fengum okkur hvitvin og skaludum fyrir ferdinni og ollu sem okkur datt i hug, medan hljomsveitin lek solomio... og solin skein svo sannarlega a okkur. Fra Markusi, vatnastraeto a lido og svo hjoludum vid eftir tessum ormjou eyjum, fyrst Lido og svo Pellstrina, ferjur og vatnastraetoar a milli eyja. Endudum svo her i Choggia sem er lika kollud Litlu Feneyjar aftvi tetta er falleg borg, med sikjum og brum og storri og fallegri gongugotu. A morgun 65 kilometrar sem er alveg eins langt og a Kopasker eda jafnvel lengra en allir eru i godum gir. Helga bidur ad heilsa fjolskyldunni, og sendir astar og saknadarkvedju med laginu arivaderdsiroma.. Kv. KE
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.6.2008 | 20:42
Feneyjar - Feneyjar - Feneyjar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Kristín Einarsdóttir
Bloggvinir
- aslaugh
- gruvman
- fjola
- bjarnihardar
- steingerdur
- meistarinn
- eddabjo
- slembra
- metal
- smarijokull
- kolbrunb
- halkatla
- landsveit
- ranka
- ragnhildur
- drhook
- baldurkr
- hehau
- gurrihar
- juljul
- margretloa
- eyjolfurhressist
- annabjo
- nimbus
- jensgud
- agustolafur
- eddaagn
- ugla
- ingabesta
- folkerfifl
- berglindnanna
- torduringi
- vinaminni
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- palmig
- fararstjorinn
- peturg
- mariakr
- ipanama
- toshiki
- idno
- maggaelin
- stormsker
- salvor
- stebbifr
- lindagisla
- margretsverris
- kristjanb
- gudridur
- anika-yr
- brandarar
- ernani
- gudjonbergmann
- heida
- hemmi
- omarragnarsson
- einherji
- joklasol
- steinunnolina
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar