Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

fallegi hópurinn og lúdo sem er ekki spilastokkur

tenerife dagur  1 og 2 088Af því ég er búin að fatta hvernig ég get sett myndir inn í bloggfærsluna þótt ég eigi langt i land með að ná færni bloggdrottningarinnar í himnaríki, ætla ég að setja hér mynd af hluta hins himneska hóps og einmitt þar sem hann er staddur mjög nálægt himnaríki eða í næstum því níuþúsundmetrahæð (okey þarf alltaf að miða við sjávarmál?) nú svo vil ég líka benda ykkur á að skoða fáeinar fagrar og listilega vel teknar myndir í myndaalbúminu kv. K

Afsakið; vitlaust fólk, vitlaus hópur,  Ha, ha, ég er fyndin með afbrigðum hér kemur hin rétta mynd

tenerife dagur  1 og 2 090


komin tvisvar heim

tenerife dagur  1 og 2 054Jú, ég er komin heim frá suðurlöndum og frá norðurlandi vestra - kom frá Tenerife seint á fimmtudagskvöldi, fór svo norður í Varmahlíð á föstudaginn, hjólaferðakynning á Sauðárkróki, kynnisferð á Hóla á laugardaginn, frábær barnabarnaafmælisveisla í Varmahlíð og svo aftur heim. Mig langar að segja frá síðasta deginum á Tenerife, við gengum upp á fjall nálægt Los Americas hvar við gistum. Fjallið minnir á Hattfellið fagra, flatt að ofan og þaðan er útsýni til allra átta. Þetta var bæði þægileg og skemmtileg ganga og mjög mátuleg fyrir síðasta daginn. Leiðsögumaðurinn okkar, hann Lúdó, fékk slæma slæmsku í annað hnéð þegar upp var komið og gekk kona undir konuhönd til lækningar og þáði Lúdó öll góð ráð og lyf sem að honum voru rétt. Greyið staulaðist niður brekkuna og komst við illan leik á leiðarenda.  Eftir gönguna fengum við okkur hressingu á litlum bar,  og svo heim með rútunni. Um kvöldið var síðasta kvöldmáltíðin og í rauninni var ferðinni þar með lokið.  Það sem mér finnst eftirminnilegast eftir þessa ferð, fyrir utan þessa ótrúlegu náttúrufegurð sem þarna er og hversu ólíkir göngudagarnir voru, er hópurinn og hlýjan sem ríkti milli fólksins í ferðinni. Takk enn og aftur fyrir samveruna (ef þið skylduð reka hér inn nefið) kæra samferðafólk..... kv. Kristín

los americanos

Nú erum vid flutt a sudurhluta eyjarinnar tenerife og her er allt odruvísi, hér er ekki grodur eins og fyrir nordan og her eru lika miklu fleiri túristar en vid erum svo sem túristar líka...en í dag fórum vid í einn eina gonguna sem var allt odruvísi en hinar fjorar sem líka voru engu òdru líkar. Bílstjórinn okkar ad nordan hann Gaui er núna kominn í frí og vid tók Leonardo sem´keyrdi litlu rútuna upp á fjallstopp, veit ekki hvad hátt en vegurinn hlykkjadist endalaust áfram...tar hófst gangan, audvitad fengum vid okkur fyrst kaffi á veitingastad sem er tarna haest uppi. Vid gengum nidur gil, gilid var bara ekki eins og venjuleg gil, tad tók okkur fjóra klukkutíma ad ganga nidur ad sjó og til beggja handa voru himinháir klettaveggir, vid klongrudumst yfir storgrýti og alltaf nidur og nidur. Stundum í skugga og stundum í sól, tegar vid stoppudum til ad fá okkur hádegismat, héldu nokkrir úr hópnum áfram til ad komast í sólina, tá vard gaedinum Lúdó ad ordi; tad er eldgamall enskur málsháttur sem er svona: Bara Íslendingar og ódir hundar vilja vera í sólinni í hádeginu.... En eftir gonguna nidur gilid komum vid ad sjonum og eftir hvíld kom bátur sem sigldi med okkur út á hafid tar sem hofrungarnir syntu í kring og skemmtu okkur. Nokkrar mjog hugrakkar konur sátu aftast í bátnum klaedlitlar til ad fá á sig sól en fengu á sig sjo og létu ekki deigan síga og bitu á jaxlinn enda er sólin dýrkeypt. Nú er einn gongudagur eftir og spennandi ad sjá hvort sá dagur kemur á óvart eins og hinir fimmm. kv. K

graent og blátt

I gaer gengum vid um tjodgardinn her a tenerife, hatt i fjollunum fetadi hopurinn sig eftir mjoum stig og tad var hátt nidur, gaidinn sagdi 150 metrar en stuttu adur hafdi skollid a niddimm thoka, svo thykk ad vid studdum okkur vid hana tegar trengst var a stignum, tren voru skrytin i grarri thokunni, einhvernveginn svo undarlega kyrr og naestum ognandi. I dag forum vid a austurenda eyjarinnar, gengum upp fjallastig, komum i thorp, ein kirkja, tveir barir, trju hus og kannski fleiri, tveir kettir og gamall madur, fengum bjor, geitaost, og barrakida sem er kaffid teirra herna a eynni med háa hvíta toppinn. Frá torpinu gengum vid upp á fjallsbrún, tar hreinlega sáum vid hvernig eyjan skiptist i tvennt, nordan megin graen og gródurmikil, en sunnanmegin turr og minni grodur. Eftir ad hafa gengid fjallastiginn og dádst ad kaktusum og tveggja metra háum fíflum (jú, med graenan stikil og gulan haus) og hafid baedi i sudri og nordri, og gil og dalir og blom og otrúleg fegurd, gengum vid nidur stiginn, fengum okkur bjor a barnum. Tha kom rutan sem keyrdi okkur heim a hotel, a leidinni spjolludu bilstjorinn og gaidinn saman a spaensku og hvort sem teir voru ad tala um fótbolta, ferdamenn eda stodu evrunnar midad vid íslenska kronu, hljómadi tad notalega. Á morgun flytjum vid okkur yfir a sudurhlutann, og sjaum meira af tessari undalegu og merkilegu eyju. kv. KE


svart, hvítt, blátt, graent, brúnt, raudbrunt, fjolublatt, gulbrunt og snjóhvítt

Hae, i dag gengum vid naestum upp a Teide sem er haesta fjall Spanar 3718 metrar, vid byrjudum i 2.300 metrum og gengum i 2.700, tadan yfir tessa skrítnu eydimork, sem er to varla haegt ad kalla eydimork. tarna eru t.d 14 plontur sem eru hvergi i heiminum annars stadar, hitinn a sumrin fer upp í 35 gradur og nidur fyrir frost og snjo á veturna, tannig ad tetta er ekki audvelt lif fyri plontur. vid hittum t.d. fasanapar sem snuffadist i kringum okkur.... tetta er otruleg eyja, i gaer skogur og grodur, i dag hvergi deigur dropi og bara lifvaenlegt fyrir hordustu plontur. Tessi hopur er langbesti hopur sem eg hef nokkurn timan farid med, sver tad. Ein hetjan vard fyrir otrulegri lifsreynslu i hlidum Teide, tar sem hun for ur skonum til ad taema eydimerdursandinn ur teim (ledretting jardfraedingurinn segir ad tetta heiti steppa en ekki eydimork, hafa skal tad sem sannara reynist) en sem sagt tegar hetjan aetlar aftur í skona sýnist henni tar vera steinn og aetlar ad taka hann traustataki ur skonum er tetta ekki nema staerdarinnar kakkalakki, ekki kveinkadi hetjan ser heldur lagdi hun villidyrid varlega fra ser á stein og helt afram ad reima a sig skona. Nu hefst her kvoldverdurinn og ad tvi loknu aetlum vid ad horfa a paskaskrudgongu innfaeddra. kv. KE

graent blátt

Hi, ta er tessum fyrsta degi lokid og eg verd ad gefa honum tiu i einkunn, eg veit ad madur a ekki ad gefa tiu en tetta var frabaer dagur, ganga i skoginum, raudhetta og ulfurinn a hverju strai, svo allt i einu kom sjorinn i ljos a milli trjanna og kelttarnir vid sjoinn, raudvin og geitaostur hja bondanum og svo er fyrir hondum labb a strandveginum her i torpinu vid hafid. kv ke.

ljufasta tenerife sem tydir reyndar hvita fjall

eg takka ollum sem toku tatt i skemmtilegu og frodlegum umraedum um sidasta innlegg her, mer fannst ingibjorg afskaplega malefnaleg eins og henni er lagid en egill frodur um italiu svo af bar. en nu er eg sumse komin til eyjarinnar med hvita fjallid og verd her med hopi folks vid gongur naestu daga, liggur vid ad mer finnist hjolaferdabloggid vera svikid i tryggdum en svona er nu bara lifid, ymsir krokar og kunstir. vid komum her med einum malmfugli i dag okum svo med tomasi bilstjora og gaidinum ludo sem. a morgun er fyrsta gangan og her megid tid fylgjast med og leggja fram spurningar og athugasemdir af vild. kaer kvedja ke

ljúfasta amorella, ástvina mín labella, lífið er tarantella, ég tilbið og elska þig

 Hvað þýðir eiginlega ,,tarantella"og hitt bullið sbr. fyrirsögnin? Veit það einhver? Veit sveitastúlkan með rauðu flétturnar og freknurnar, (fyrirgefðu, fléttur og freknur eru bara mjög flott svona stíllega séð skiluru). Allir sem hættir eru með snuð þekkja þetta lag sem heitir Amorella og varð það vinsælt u.þ.b. tveimur heilum áratugum áður en sveitastúlkan fór að styðja sig við rúmbrýkurnar í baðstofunni bak við hólana. Lagið er reyndar fremur leiðinlegt en mér þætti gaman að vita hvað þetta á eiginlega að þýða. Svo er ég að fara til suðurlanda og var að hugsa um hvort ég ætti að reyna að syngja þetta á pöbbum, en e.t.v væri betra að vita um hvað þetta er, bara svo ég geti gert lagið að mínu (alaIDOL) - mér finnst það spennandi og fréttir munu berast þaðan, þ.e.a.s. suðurlöndum,  á næstu dögum hér á þessari síðu. Einn góður og gegn vinur minn hringdi í mig í dag og sagðist hafa verið að lesa þetta blogg og að það væri svoleiðis langskemmtilegasta og jafnframt  langfróðlegasta blogg sem hann les - samt les þessi góði og gegni vinur minn mjög mörg blogg. Aðspurður hví hann kvitti ekki fyrir sínar ánægjulegu heimsóknir á þetta skemmtilega og fróðlega blogg, kvaðst hann bíða eftir að ég bloggaði um hann - nú hefi ég lokið því og bíð nú spennt....kv.KE


...og hljóður dreg ég tjöldin fyrir gluggann

ég geri mér grein fyrir því að einhverjum (sem halda að þeir séu eilífðartöffarar) gæti mögulega fundist ég missa kúlið við eftirfarandi játningu: mér finnst nebblega Elvis Presley æði - algjört æði - Ég get endalaust hlustað á hann játa að hafa grenjað af gleði í kapellunni - (ef ég nennti mundi ég linka á þetta lag í jútjúb) svo einfalt og svoooo ótrúlega flott - ég er með þetta þrisvar i röð í litlu svörtu græjunni sem vex út úr eyrunum á mér á hjólfáknum ... það ´lag sem mér finnst þó flottast nákvæmlega núna er; ertu einmana í nótt? --- ég ætla ekki einu sinni að reyna að útskýra fyrir þér afglapinn þinn hvað er flott við þetta - og ég er alls ekki að tala um upptökuna þegar hann flissar mér finnst það nú bara hallærislegt. .. . Já og svo er eitt elvis breytti engu ... hann hitti á tóninn sem fyrir var í heiminum á þessum tíma og söng með þeim tón - ég veit ekki hvort honum datt nokkurn tíman í hug að hann hafi breytt tónlistarsögunni - það er bara smákóngum á smáskerjum sem dettur slíkt í hug.  


Afsakið, ertu að passa þessa stóla

Ég hef aldrei getað dansað vals óaðfinnanlega. Ég tek dýfur. Þar að auki verð ég að gæta ítrustu varfærni til þess að detta ekki aftur fyrir mig og lemja hnakkanum í gólfið. Miðflóttaaflið bregst mér í vals. Hljómsveitarstjórar gefa mér hornauga, eins og þeir búist við því að ég að sendist þá og þegar aftur á bak inn í hljómsveitina og setji gat á stóru trommuna.Aftur á móti er ég upp á mitt besta í fremur hröðum foxtrott. Ég losna við dýfurnar Ég yrki með fótunum – impróvisera. Ég snarsnýst kannski í örsmáa hnitmiðaða hringi og í næstu andránni strika ég beint yfir gólfið, eins og fálki sem sér hagamús. Þar snýst ég aftur, ég svíf, undurþýtt eins og örn sem sér hagamús, eftir ystu brún dansgólfsins, allt fram að dyrum. Það er öryggi og mýkt í hreyfingum mínum. Það er engin spenna í líkamanum, eins og þegar  ég dansa vals og tek dýfurnar. Fætur mínir eru afslappaðir – og þó ekki slappir; þeir gera það með hermannlegum elegans. Foxtrott er minn dans.Ég rokka fremur af kurteisi en gleði. Yfir rokki mínu er hógværð og stilling hins hugsandi manns. Ég tefli aldrei á tæpasta vaðið í rokki. Ég rokka til dæmis aldrei í kringum dömuna, sem þó er algengt. Það er hrein undantekning ef ég sleppi af henni hendinni. Mér kemur ekki til hugar að sleppa dömunni eins og sumir menn gera og rokka einn míns liðst út í salinn og svo aftur til baka. Ég rokka í mesta lagi tvo metra frá henni, og þó aldrei lengra en svo að ég geti þrifið í hana og haldið henni ef mér sýnist hún vera að týnast. Það er hægt að týna dömunni í rokki, og þá verður maður að rokka um allan salinn

Næsta síða »

Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband