Færsluflokkur: Bloggar

bonasera

Það er nú þannig að ég er búin að vera bloggandi á hverju hótelinu á fætur öðru og verið í vandræðum með tölvumálin - búin að semja fræðilegar og fyndnar færslur sem svo hafa neitað að vistast. Afsakið en sjaldan hefur tæknin strítt mér annað eins. Ferðasögu seinni ferðarinnar vantar einfaldlega hér á þetta blogg og ég ætla að reyna að bæta úr því, ef til vill með myndskreytingum og hefst nú lesturinn. Eftir að hafa ekið frá Milano Malpensa flugvelli til Landeck í  og gist þar af því að rútubílstjórinn átti heima þar og ég fékk að vera samferða honum frá Milano og alla leið til Munchen, tók ég á móti næsta hópi sem hafði á sinni stefnuskrá að hjóla frá Bolzano til Feneyja. Ég og þessi hopur og Ossi bílstjóri og Eva konan hans, sem var honum til aðstoðar eða nokkurskonar bílfreyja, ókum frá Munchen og til Bolzano. Þar beið fararstjorinn, hún Kira eftir okkur, með hjólatöskur, upplýsingamöppu og hjólin að sjálfsögðu og um morguninn var hjólað niður langan dalinn meðfram Adige ánni, í upphafi dags rigndi og gaf það einum hópmeðlimnum færi á að versla sér þá flottustu regnflík sem sést hefur norðan Miðjarðarhafs en svo náttúrulega stytti upp og sólin sást seinni part dagsins.... Við komun til Trento sem er líka ein þessara frábæru borga fengum við okku líklega besta ís í heimi - eins og allir vita er ítalskur ís brjálæðislega góður og reynið að ímynda ykkur að sitja á torginu eftir að hafa hjólað SJÖTÍU kílómetra, borða ís og horfa á eldgamlar byggingarnar. Þarna hittust nebblega prestar kaþólskir og lútherskir og reyndi að koma á sáttum og málamiðlunum í kirkunni og sagan segir að með í för hafi verið gleðikonur, rétt eins og á nútímaráðstefnum, ekki þaða að ég viti eitthvað um það, segi bara svona. meira á morgun kvke


eg hef aldrei unnid fyrir kvennalistann

Tannig er ad nu er eg buin ad hjola fra Feneyjum til Florens og ferdafelagarnir fraeknu komnir i flugvel og a leid til landsins blaa. Mig langar enn og aftur ad takka tessu frabera folki samveruna her sidustu daga og vona svo sannarlega ad eg eigi einhverntiman eftir ad ferdast aftur med teim. Ef hlaturinn lengi lifid tarf eg ekki ad hafa ahyggjur naestu fimmtiu arin.  Eg er aftur a moti alein a hoteli i Landack (held eg) og mun a morgun taka a moti naesta hopi og hjola med teim fra Sudur-Tyrol og til Feneyja. Sidustu dagar hafa verid tannig: sol, vinekrur, kiwiakrar, tre, fjoll (i fjarska), hlatur, og svo Florens. I Florens eyddi hver og einn deginum ad eigin haetti og nokkrir ferdalanganna versludu svo mikid i einni budinni ad hun var eiginlega fokheld a eftir. Tad eru  hvergi i heiminum eins flott fot eins og her a Italiu, tad er nu bara tannig. Ekkert endilega odyr enda skiptir tad engu mali svosem, peningar eru til allsstadar en flott fot fast bara her. Mun reyna ad blogga eftir maetti - Kv. Kristin Einarsdottir - og nei er ekki su Kristin Einarsdottir


Litlu Feneyjar - Rovigo - Ferrara

Djorno, segir madur tegar madur er ad verda svolitid innvigdur og innmuradur her i tessu landi. Alveg eins og ad segja bara ,,daginn" . Tegar vid hjolum her eftir sveitum, medfram anum og i gegnum torpin eru oft gamlir og fagrir karlar og gamlar og fagrar konu sem standa uti a gotu og brosa, veifa og segja djorna vid allan hopinn. Tad er nefnilega ekki bara landslagid her sem er vinalegt, folkid er lika svo otrulega ljuft og notalegt. Afsakid, eg get bara ekki fundid neitt ad her i tessum ferdum, tarf allavega ad hugsa mig betur um. En, i gaer hjoludum vid heila 67 kilometra og vorum komin til Rovigo klukkan 16:30 og vid forum ekki hratt. Ef til vill eru kilometrarnri styttri her en fyriri nordan, hver veit. I dag hjoludum vid svo 43 kilometra og endudum ad hadegisverdi her i Ferrara a torginu. Ferrara er audvitad eldgomul borg og full af kastolum og flottum husum, en hun to tekktust fyrir reidhjolamenninguna sem her rikir, her hjola allir, rikir, gamlir, ungri, fataekir og konur i droktum og karlar i svortum jakkafotum. og hjolin eru ekki ny og dyr, eg held ad hjolin sem folk her notar vaeri erfitt ad finna a Islandi. Nu, er tad sturta, ganga i midbaenum og enn einn fjogurra retta kvoldverdurinn og maturinn her, sa sem ekki kann ad meta italskan mat, say no more..Kv. Kristin

Feneyjar og litlu Feneyjar

bondjorno.... Nu er komid ad tvi ad blogga hedan fra landinu sem er langt og mjott. Dagurinn i dag var audvitad frabaer. Vid logdum af stad fra Mestre (sem er svefnbaer Feneyja) hjoludum yfir Fridarbruna, ferja ut i Lido, vatnastraeto a Markusartorg, tar settumst vid alveg vid hljomsveitarpallinn, fengum okkur hvitvin og skaludum fyrir ferdinni og ollu sem okkur datt i hug, medan hljomsveitin lek solomio... og solin skein svo sannarlega a okkur. Fra Markusi, vatnastraeto a lido og svo hjoludum vid eftir tessum ormjou eyjum, fyrst Lido og svo Pellstrina, ferjur og vatnastraetoar a milli eyja. Endudum svo her i Choggia sem er lika kollud Litlu Feneyjar aftvi tetta er falleg borg, med sikjum og brum og storri og fallegri gongugotu. A morgun 65 kilometrar sem er alveg eins langt og a Kopasker eda jafnvel lengra en allir eru i godum gir. Helga bidur ad heilsa fjolskyldunni, og sendir astar og saknadarkvedju med laginu arivaderdsiroma.. Kv. KE


Feneyjar - Feneyjar - Feneyjar

Hæ - ég veit ég sagðist ekki ætla að blogga fyrr en í Feneyjum, en nú er ég algerlega búin að pakka í flottu Timberland töskuna sem ég keypti í augnabliksæði á flugvellinum í Tenerife um páskana. Þá hafði fólk á orði að ég líti mun traustari og yfirhöfuð ,,lúkkaði" betur sem fararstjóri með téða tösku og  þar sem ég er mjög veik fyrir svona hvatningu og hópþrýstingi fór sem fór.  Á morgun á sama tíma verð ég líklega að borða í Feneyjum, eftir að hafa flogið á vængjum þýðum, ekið með bílstjóra blíðum (vonandi) verð ég í þessari undraborg - sem er eina borgin í heiminum sem er einstök, engin önnur borg er eins og Feneyjar. Þá höfum við hitt leiðsögukonuna ítölsku, vonandi og líklega er hún eins frábær og aðrir leiðsögumenn sem við höfum áður farið með. En í rauninni er nú ævintýrið hafið og ég mun blogga samviskusamlega - ekki fara langt (eins og Logi segir) fylgist með. kv. KE

Feneyjar - Flórens

Hér verður næst bloggað frá hjólaferð Úrvals-Útsýnar sem hefst í Feneyjum þann 8. júní og lýkur í Flórens þann 14. Þangað til  - verið góð við alla og sérstaklega þá sem ekki eru að fara í hjólaferð um Ítalíu, en þeirra tími mun svo sem koma. Kveðja Kristín

http://www.youtube.com/watch?v=NgeI0NeOjhI&feature=related


brjóttu mitt trúfasta hjarta ......

Ef þú hefur snefil af fíling fyrir kúli - eða að það votti fyrir töffi í þínu tötralega og yfirgefna hjarta

http://www.youtube.com/watch?v=P71Xx3EC67Y&feature=related

og til samanburðar

http://www.youtube.com/watch?v=0mBuFtTT09Y

 hér er hann engum líkur -

http://www.youtube.com/watch?v=kH8CL3KMYAg&feature=related

takk edda


nú finnast ekki dægrin löng

Jú, ég er komin suður yfir heiðarnar - með frábær viðtöl í farteskinu sem alþjóð mun hlusta á með eyrun límd við tækin í sumar, án gríns. Heimsóknin í Hóladómkirkju var frábær, biskupinn sagði mér sögur af dýrgripum kirkjunnar og ég held bara að ég sé að fá Hólaveikina. Gæti Hólaveikin tekið yfir Ítalíuveikina? Maður spyr sig. Vel á minnst Ítalíufararnir hittust við Sólfarið fagra í gærkvöldi, hjóluðu sem leið lá meðfram sjónum, fylgdumst með öndum á sjónum, kríum í tilhugalífi með tilheyrandi hljóðum, sólarlag og bara almenn sæla. Að lokum fórum við á kaffihús, sumir drukku kakó, aðrir rauðvínstár, spjölluðu, tilhlökkun er (a.m.k. mín) að nálgast hættumörk - sautján dagar. Skil ekki hvernig nokkur maður getur látið slíkar ferðir framhjá sér fara, skil það bara alls ekki.


skín við sólu ....

Nú er ég búin að vera í Skagafirði í tæpa viku og hér er allt mjög frábært. Hef sumsé haft þann starfa hér að leysa mömmuna af sem er í staðlotu í háskóla sveitarinnar.  Ég á hér þrjú stórkostleg barnabörn, tveimur þeirra kem ég í leikskólann á morgnana og sú þriðja fer í skólann á staðnum. Í gær var námstefn á Króknum um útinám og þar sagði ég auðvitað frá Smáraskólaverkefninu (ætli ég verði ekki að fara að gefa verkefninu eitthvað annað nafn) Þetta verkefni vekur alltaf mikla athygli og jákvæð viðbrögð áheyrenda, vonandi tekst okkur að koma því ínn í aðra skóla ..... margir skóla hafa svosem sýnt þessu áhuga og það er augljóst að það er að verða vakningi í ýmiskonar útikennslu. Vanda (fótboltaþjálfarinn frækni) var með merkan fyrirlestur þar sem hún syndi fram á að tengsl barna við náttúruna eru að rofna og hversu alvarlegar afleiðingar slíkt rof getur haft. (þar sem ég skokkaði léttilega meðfram sjónum við sæbrautina um daginn sá ég tvo unga og myndarlega menn, reyna að grýta endurnar á sjónum -e.t.v. eru þeir dæmi um okkar tíma ,,náttúruleysi") .... En núna er ég að fara að spjalla við einn bónda, biskup og rektor, í þessari röð, og hlakka til.... Svo fer ég að koma mér aftur suður yfir heiðar og fjallvegi, horfi á álftir, og kindur og hesta og bæi, og ár og vötn og hlusta auðvitað á Rás 1, bara svo það sé á hreinu.


...kveðið kátt og kalsað margt um trúna

fen - fló og barnabörn 186Ég var að koma að vestan, var fyrir vestan í tvo daga að tala við fólk, ef þið hlustið vel í allt sumar getið þið líka heyrt í þessu fólki og jafnvel talað við það. Fólkið talaði um að vera alið upp í torfbæ, að upplifa fátækt, að sjá á eftir börnunum sínum ungum út um hliðið, að upplifa hvernig náttúran læknar, að sjórinn er aldrei eins, að fjársjóðurinn er í fjörunni.  Fólkið talaði um hugsjónir, að sjá fólkinu fækka í sveitunum, að kenna fáum börnum í litlum skóla, töluðu um kraftaverk eins og annað fólk talar um að svara í símann, að hafa gaman af að vera til, að byggja upp. Ég skoðaði líka ótrúlega fallega kirkju, hef sjaldan séð eins fallega liti og fallegan prest. Heyrði líka fólk tala um hversu gaman væri að fara í messu (sverða) - og að keyra ein um sveitir er svo frábært - segi bara eins og Bubbi - eða nei. Myndin kemur efninu ekki við en sýnir skelfingu lostið barnabarn á hröðum flótta undan hungrum gæsum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband