skín við sólu ....

Nú er ég búin að vera í Skagafirði í tæpa viku og hér er allt mjög frábært. Hef sumsé haft þann starfa hér að leysa mömmuna af sem er í staðlotu í háskóla sveitarinnar.  Ég á hér þrjú stórkostleg barnabörn, tveimur þeirra kem ég í leikskólann á morgnana og sú þriðja fer í skólann á staðnum. Í gær var námstefn á Króknum um útinám og þar sagði ég auðvitað frá Smáraskólaverkefninu (ætli ég verði ekki að fara að gefa verkefninu eitthvað annað nafn) Þetta verkefni vekur alltaf mikla athygli og jákvæð viðbrögð áheyrenda, vonandi tekst okkur að koma því ínn í aðra skóla ..... margir skóla hafa svosem sýnt þessu áhuga og það er augljóst að það er að verða vakningi í ýmiskonar útikennslu. Vanda (fótboltaþjálfarinn frækni) var með merkan fyrirlestur þar sem hún syndi fram á að tengsl barna við náttúruna eru að rofna og hversu alvarlegar afleiðingar slíkt rof getur haft. (þar sem ég skokkaði léttilega meðfram sjónum við sæbrautina um daginn sá ég tvo unga og myndarlega menn, reyna að grýta endurnar á sjónum -e.t.v. eru þeir dæmi um okkar tíma ,,náttúruleysi") .... En núna er ég að fara að spjalla við einn bónda, biskup og rektor, í þessari röð, og hlakka til.... Svo fer ég að koma mér aftur suður yfir heiðar og fjallvegi, horfi á álftir, og kindur og hesta og bæi, og ár og vötn og hlusta auðvitað á Rás 1, bara svo það sé á hreinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Sko, þú og verkefnið þitt er bara hreinlega það sem hver skóli ætti að taka inn.  Svo á ég verkefni sem heitir eða hét KRAFTAKRAKKAR Í SMÁRASKÓLA sem á einnig erindi í alla skóla.  Stína mín þú ert snillingur.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 18.5.2008 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 1021

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband