Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
4.6.2007 | 15:35
Búin að pakka
Jæja, nú er allt komið í töskuna, sólarvörnin, hjólabuxurnar, allir bolirnir sem ég á og allir fínu kjólarnir mínir. Hér heyri ég vindinn hvína í glugganum og ég verð að segja að það verður ekki leiðinlegt að koma til Suður-Týról og hjóla niður með Adige ánni, milli hárra fjallanna sem eru með hvítum tindum og það er víst af því að einu sinni voru þau kóralrif. Trúi þessu varla en hvað veit maður svo sem. Ég vorkenni ykkur pínupons sem komið ekki fyrr en 12. og hvað þá 19. júní. En, ég hlakka líka til að sjá ykkur og þið sem eruð í ferðinni núna, við sjáumst í Leifsstöð á morgun snemma.
Kv. KE
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2007 | 14:14
Barnabarnahjólaferð - fundur
Hæ
Hér var merkur fundur með tveimur barnabörnum og aðstandendum þeirra þar sem umfjöllunarefnið var fyrirhuguð barnabarnahjólaferð um svokallaða Dónarhjólaleið. Þessi tvö barnabörn og tvö önnur - tvær ömmur, einn afi og ein frænka munu hjóla um það bil 200 kílómetra leið frá Scärding við Dóná og til Vínar. Ætlunin er að Úrval-Útsýn selji svona ferðir, ætlaðar ömmum, öfum og barnabörnum næsta sumar, þannig að gott tækifæri er fyrir alla áhugasama að fylgjast náið með þessu bloggi meðan ferðin stendur yfir þann 26. júní til 3. júlí. Þess má geta að barnabörnin eru stútfull tilhlökkunar og nú er ekki hjólað í einhverju tilgangsleysi út um allar trissur heldur fara fram markvissar æfingar.
KE
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.6.2007 | 10:31
Lýsing á leiðinni
Ég sé að núna tíu mínútum eftir að ég stofnaði þetta blogg er allt orðið brjálað í heimsóknum og álít ég þar af leiðandi að viturlegt sé að setja hér inn leiðarlýsingu ferðarinnar
http://www.uu.is/ithrottir/hjolaferdir/bolzano/
því miður er uppselt í þessa ferð - en örfá sæti laus í aðrar ferðir, sjá sömu síðu.
En nú hvet ég alla sem eiga að mæta þann 5. júní klukkan 8:30 í Leifsstöð til að fara að kaupa sólarvörn, hjólabuxur og einnig má gera nokkrar en þó ekki of margar knébeygjur til styrktar lærvöðvum.
KE
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2007 | 07:13
Bolzano á Ítalíu 5. júní
Góðan og blessaðan daginn
Hér á þetta glænýja blogg er ætlunin að segja frá hjólaferð frá Bolzano á Ítalíu til Feneyja. Ferðin hefst 5. júní, þá er flogið til Munchen og ekið þaðan til Bolzano. Þann sjötta júní verður stigið á hjólhestana og hjólað suður Adige dalinn til borgarinnar Trentó. Meira síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Kristín Einarsdóttir
Bloggvinir
- aslaugh
- gruvman
- fjola
- bjarnihardar
- steingerdur
- meistarinn
- eddabjo
- slembra
- metal
- smarijokull
- kolbrunb
- halkatla
- landsveit
- ranka
- ragnhildur
- drhook
- baldurkr
- hehau
- gurrihar
- juljul
- margretloa
- eyjolfurhressist
- annabjo
- nimbus
- jensgud
- agustolafur
- eddaagn
- ugla
- ingabesta
- folkerfifl
- berglindnanna
- torduringi
- vinaminni
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- palmig
- fararstjorinn
- peturg
- mariakr
- ipanama
- toshiki
- idno
- maggaelin
- stormsker
- salvor
- stebbifr
- lindagisla
- margretsverris
- kristjanb
- gudridur
- anika-yr
- brandarar
- ernani
- gudjonbergmann
- heida
- hemmi
- omarragnarsson
- einherji
- joklasol
- steinunnolina
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar