Barnabarnahjólaferð - fundur

Hér var merkur fundur með tveimur barnabörnum og aðstandendum þeirra þar sem umfjöllunarefnið var fyrirhuguð barnabarnahjólaferð um svokallaða Dónarhjólaleið. Þessi tvö barnabörn og tvö önnur - tvær ömmur, einn afi og ein frænka munu hjóla um það bil 200 kílómetra leið frá Scärding við Dóná og til Vínar. Ætlunin er að Úrval-Útsýn selji svona ferðir, ætlaðar ömmum, öfum og barnabörnum næsta sumar, þannig að gott tækifæri er fyrir alla áhugasama að fylgjast náið með þessu bloggi meðan ferðin stendur yfir þann 26. júní til 3. júlí. Þess má geta að barnabörnin eru stútfull tilhlökkunar og nú er ekki hjólað í einhverju tilgangsleysi út um allar trissur heldur fara fram markvissar æfingar.

KE


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ægilega er þetta smart ferð - ætli maður skelli sér ekki á fákinn og láti vindinn leika um lokkanna. Fylgist með .

helga Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 17:48

2 identicon

Kæra Kristín. Heyrði í þér í útvarpinu í dag. Ferlega er þetta fínt hjá þér, ég vissi ekki að þetta væri barnabarnaferð. Bíddu við, erum við ekki svo ungar

Nú ætla ég að fylgast vel með þér, og þessu uppátæki þínu.  Þú kemst þá ekki í morgunkaffi á laugardaginn kemur, látum verða af því seinna.

Kristín Magg 

Kristín Magnúsar (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 10:26

3 identicon

Skelli mér með Helgu á fáknum. Annars hef ég ekki hjólað síðan ég var unglingu, getur þú tekið mig í æfingaprógramm? Annars er þetta alveg frábært hjá þér. Engum öðrum en þér myndi detta þetta þetta í hug.  Fylgist með hvernig gengur.

Góða ferð

Unnur B

Unnur Baldursdóttir (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 10:35

4 identicon

Hæ Helga og Unnur - ef ykkur hefur ekki enn áskotnast barnabörn er reynandi að taka annarra manna börn með. Eða vera bara barnalegur sjálfur sem er nú skemmtilegt.

ég vonast til að fá komment frá ykkur á hverjum degi

kv. Stína

Kristín Einarsdóttir (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 1069

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband