Kokkurinn og konan hans

Hjólaleiðin frá Visenza til Feneyja er ekki nema þrjátíuogfimm kílómetrar og hefst eftir lestarferð til borgarinnar Padova, Padova er fræg og merk borg og líka mjög falleg borg. Þar röltum við um í klukkutíma og skoðum kirkjuna og torgið og fólkið sem er að rölta um stræti eins og við. Eftir um það bil tveggja tíma hjólaferð komum við til hjónanna stóru sem ég veit ekki hvað heita en þau eru svo frábær. Þau reka veitingahús á sveitabænum sínum og selja afurðir búskaparins. Þar er okkur boðin sæti úti í garði í skugga fyrir sólinni sem á ferðum íslenskra hjólagarpa skín svo ófeimin að sumum þykir nóg um. Á borð eru svo bornar grillaðar maískökur, kjúklingar, kartöflur, og hvítvín og rauðvín og hér í landi vínsins er ekki verið að snobba með útlit og stærð glasa fyrir þessar og hinar víntegundirna heldur er allt vín borið fram í sömu vatnsglösunum. Það sem er líka svo skemnmtilegt á þessum stað er hvernig Konan gengur um með ströngum en þó hlýjum, alltsjáandi augum og skipar þjónustustúlkunum sínum fyrir verkum. Mann langar alls ekki að gera neitt sem henni væri á móti skapi, þá gæti hún til dæmis litið á mig með þessum svip.  Mig langar mjög mikið að fá vinnu hjá þessari konu, vera þarna bara og þurrka af borðum, gera allt strax sem hún segir mér og borða matinn sem stóri kokkurinn, karlinn hennar eldar alla daga en kannski drekka bara vínið þeirra  á kvöldin. Svo mundi ég hjóla um sveitina og heimsækja aðra staði - allt gæti verið mjög einfalt. En ég get til dæmis núna bara setið hér við mína tölvu og beðið eftir ágúst 15. þá nebblega verð ég aftur þar í matnum hjá þeim góðu hjónum. kv. KE


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þvílíkt og hvílíkt líf er þetta á þér fröken Hjólaferð, ég dauðöfunda þig og fæ sterka löngun í hjartað mitt litla að vera þarna hjá þér í áhyggjuleysinu!

Enenen, ef þú yrðir nú ráðin í staffið hjá þeim stóru, hvað þá um barnabörnin, já og hin börnin,karlinn, háskólan, útvarpið, hjólastígana... MIG!?

Slík saknaðaralda myndi rísa, að litla Ísland færi bara í kaf!

Gleymdu þessu bara, já og gleymdu þessu strax!

Magnús Geir Guðmundsson, 1.7.2008 kl. 23:41

2 Smámynd: Kristín Einarsdóttir

þá yrði til dæmis hægt að hafa þögn í útvarpinu einstaka sinnum og einn góður útvarpsmaður sagði oft að þögn væri mjög vanmetið útvarpsefni - en líklega vill Hún mig ekki í vinnu en þann 15. næsta mánaðar mun ég falast eftir starfi og sjá hvað Hún segir. 

Kristín Einarsdóttir, 2.7.2008 kl. 00:55

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Gangi ykkur vel í ferðinni. Ekki annað hægt en að öfunda ykkur af því að njóta Ítalíu á þennan hátt.

Steingerður Steinarsdóttir, 2.7.2008 kl. 15:27

4 Smámynd: Kristín Einarsdóttir

Takk Steingerður - alltaf gaman að heyra frá þér. Kv. KE

Kristín Einarsdóttir, 2.7.2008 kl. 15:38

5 identicon

Jeminn en fallegt, viðkunnalegt, einfalt og unaðslegt sem þetta virðist vera...fátt yndislegra en að fá vínið bara í vatnsglösum, það er svo heimilislegt!

Mér finnst að þú ættir að semja um að fá auka íslenskan leiðsögumann með út!!

Þín eina

Ingibjörg Hanna (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 16:37

6 Smámynd: Kristín Einarsdóttir

Þú ert ráðin - en fyrst þarftu að koma með í nokkrar þjálfunarferðir, heldur þú að svona starf sé písoffkeik eða hvað???? þetta er rosalegt mál og getur verið hrikalega erfitt stundum (nei djók)

Kristín Einarsdóttir, 2.7.2008 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband