28.6.2008 | 15:26
Frá vínsmökkun til stóra kokksins og stóru konunnar hans
Mér finnst ekki leiðinlegt að sitja hér í hraglandanum og rifja upp dagana á Ítalíu en ætla að láta þessa færslu duga, (sjá; bloggari skipti um skoðun í lok færslunnar) því að nú fer næsta ferð að færast nær á dagatalinu og undirbúningur að hefjast. En á hjólaleiðinni frá Veróna til Visenza er ein brekka - á leiðarlýsingunni segir að brekkuræfillinn sé þriggja kílómetra langur - og það er reyndar alveg rétt. Fyrst ber þó að geta þessa að brekkan er alls ekki brött og stór hluti af þessum þremur kílómetrum er næstum sléttur. Brekkan þessi hefur þó oft reynst ógnandi í umræðunni og þegar að henni kemur er ótti manna og kvenna í hámarki. Það sem fólk hefur þó huggað sig við er að í miðri brekkunni er tekin kröpp beygja til hægri, hjólað niður smáspotta og þar er farið í vínsmökkun hjá fallegustu og yndislegustu vínbændum Veneto. Þar sitjum við, smökkum nokkrar tegundir vína bóndans, horfum yfir vínekrurnar og svo fylgja þau okkur í gegnum víngerðarhúsið. Bara yndislegt og brekkan verður eintóm skemmtun eftir þessa heimsókn. Á brekkubrún er pizzaveisla og þaðan er nær viðstöðulaus niðurbrekka til bogarinnar Visenza sem er fræg fyrir arkitektúrinn hans Palladio.... En á morgun mun ég segja frá stóra kokkinum og stóru konunni hans - sé það núna að þau þurfa hreinlega eina stóra færslu...kv. KE
Um bloggið
Kristín Einarsdóttir
Bloggvinir
- aslaugh
- gruvman
- fjola
- bjarnihardar
- steingerdur
- meistarinn
- eddabjo
- slembra
- metal
- smarijokull
- kolbrunb
- halkatla
- landsveit
- ranka
- ragnhildur
- drhook
- baldurkr
- hehau
- gurrihar
- juljul
- margretloa
- eyjolfurhressist
- annabjo
- nimbus
- jensgud
- agustolafur
- eddaagn
- ugla
- ingabesta
- folkerfifl
- berglindnanna
- torduringi
- vinaminni
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- palmig
- fararstjorinn
- peturg
- mariakr
- ipanama
- toshiki
- idno
- maggaelin
- stormsker
- salvor
- stebbifr
- lindagisla
- margretsverris
- kristjanb
- gudridur
- anika-yr
- brandarar
- ernani
- gudjonbergmann
- heida
- hemmi
- omarragnarsson
- einherji
- joklasol
- steinunnolina
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl
Þetta var góður þáttur hjá þér í morgun á rás 1.
kv
Þórður Ingi
Þórður Ingi Bjarnason, 28.6.2008 kl. 16:16
takk kærlega fyrir það Þórður Ingi - svo er nú að leggja eyrun við tækið að viku liðinni. kv. KE
kristín einarsdóttir (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 16:40
Já þú ert alltaf krúttleg á RÚV - en reiðhjól og áfengi, fer það vel?
Man eins og gerst hefði í gær þegar ég reyndi að hjóla heim kl. 7 að morgni eftir afar vel heppnað sukk og svínarí. Reyni það aldrei aldrei aftur.............
Soffía Valdimarsdóttir, 28.6.2008 kl. 20:26
Nei, hefði einmitt haldið að vín og vegahjólreiðar færu ekki saman!?
En skildi það vera tilviljun að allar þessar borgir sem hjólað er til og frá milli vínsælunnar, byrja allar bara á v?
En alltaf heyrir maður nú eitthvað nýtt!
"Brekka sem er næstum slétt"?
Ja, ég hef heyrt talað um slettirekkur, en ekki slettibrekkur!
(jájá,veit, bara eitt k í slettireka, annst þetta bara svo sniðugt!)
Og ein ferð enn já!
Mikið hlýtur þú að vera hamingjusöm ung stúlka fröken hjólaferð!?
Magnús Geir Guðmundsson, 28.6.2008 kl. 20:45
halló, halló - hér er mikill misskilningur í gangi, rætt er um vínSMÖKKUN, en ekki drykkju, hvurslags sveithallærismennska er þetta eiginlega, við hjólagarpar smökkum pent, hristum glösin, rekum nefið ofaní, skoðum hvernig sólin glampar í gegn, ræðum um hvort þetta eða hitt eðalvínið passi betur með grilli eða gourmeti, horfum með upphöfnum snobbsvip hvert á annað og svo dinglum við okkur á hjólunum með sólarvörn númer tuttugu á sólbrenndum nefjunum. kv. Kristín FORVARNARFULLTRÚI gleymið því ekki.
k. einarsdóttir (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 22:36
Og þið spýtið væntanlega þá víninu sem þið smakkið, eins og alvöru vínsmakkarar, eða hvað?
Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 08:06
kæra ninna, greini ég Vantrú í þínu svari, ,,eða hvað"? kv. ke
Kristín Einarsdóttir, 29.6.2008 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.