bonasera

Það er nú þannig að ég er búin að vera bloggandi á hverju hótelinu á fætur öðru og verið í vandræðum með tölvumálin - búin að semja fræðilegar og fyndnar færslur sem svo hafa neitað að vistast. Afsakið en sjaldan hefur tæknin strítt mér annað eins. Ferðasögu seinni ferðarinnar vantar einfaldlega hér á þetta blogg og ég ætla að reyna að bæta úr því, ef til vill með myndskreytingum og hefst nú lesturinn. Eftir að hafa ekið frá Milano Malpensa flugvelli til Landeck í  og gist þar af því að rútubílstjórinn átti heima þar og ég fékk að vera samferða honum frá Milano og alla leið til Munchen, tók ég á móti næsta hópi sem hafði á sinni stefnuskrá að hjóla frá Bolzano til Feneyja. Ég og þessi hopur og Ossi bílstjóri og Eva konan hans, sem var honum til aðstoðar eða nokkurskonar bílfreyja, ókum frá Munchen og til Bolzano. Þar beið fararstjorinn, hún Kira eftir okkur, með hjólatöskur, upplýsingamöppu og hjólin að sjálfsögðu og um morguninn var hjólað niður langan dalinn meðfram Adige ánni, í upphafi dags rigndi og gaf það einum hópmeðlimnum færi á að versla sér þá flottustu regnflík sem sést hefur norðan Miðjarðarhafs en svo náttúrulega stytti upp og sólin sást seinni part dagsins.... Við komun til Trento sem er líka ein þessara frábæru borga fengum við okku líklega besta ís í heimi - eins og allir vita er ítalskur ís brjálæðislega góður og reynið að ímynda ykkur að sitja á torginu eftir að hafa hjólað SJÖTÍU kílómetra, borða ís og horfa á eldgamlar byggingarnar. Þarna hittust nebblega prestar kaþólskir og lútherskir og reyndi að koma á sáttum og málamiðlunum í kirkunni og sagan segir að með í för hafi verið gleðikonur, rétt eins og á nútímaráðstefnum, ekki þaða að ég viti eitthvað um það, segi bara svona. meira á morgun kvke


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Bonasera Kristín! Ertu að gæta Íslendinga eða einhverja aðra hottintotta?

Edda Agnarsdóttir, 23.6.2008 kl. 13:41

2 identicon

Það er greinilega mikið fjör. Ákvað bara að kvitta fyrir innlitið, góða skemmtun! ;)

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 13:59

3 identicon

sæl Edda - ég er að gæda Íslendinga fyrir hina stórgóðu ferðaskrifstofu Úrval-Útsýn - þar eru allar upplýsingar og örfá sæti laus í ferðir í ágúst - og nú er bara að drífa sig kv. Kristín

og kæra Ninna - gaman að heyra frá þér Kv. KE

kristin einarsdottir (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 15:09

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Brynjuísinn er betri!

Bara er það og Baaaaannnað að mótmæla því!

Magnús Geir Guðmundsson, 24.6.2008 kl. 00:59

5 Smámynd: Kristín Einarsdóttir

Brynjuís????? Hvað er það? og í hvaða samhengi spyr maður? Er verið að líkja saman því að staulast niður brekkuna á Akureyri, detta í hálkunni, með úlpuna utanyfir lopapeysunni í júlí, borga dagslaun fyrir ís sem er svo sleiktur með svo frosnum munnviprum að ekki finnst bragð - ERTU að bera þetta saman við SJÖTÍUOGÁTTA tegundir ítalsks íss með ávöxtum, súkkulaði, og nefndu það og BORÐAÐUR Í SÓL Á ÍTÖLSKU TORGI MEÐ ÍTÖLUM en ekki (þori ekki að segja það sem mér datt í hug) en samt takk fyrir að kíkja hér inn á þetta líklega skemmtilegasta blogg íslands...:)KE

Kristín Einarsdóttir, 24.6.2008 kl. 07:56

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Skammskamm Hjólaferð litla, nú færðu aldrei aftur að leika þér í fallega Listagilinu og lúlla í dásemdardúnsængunum á Hótel KEA! Né borða nautnanautasteikur á Bautanum besta, eða BRYNJUÍSINN bragðholla að sleikja!

Og nú hefur erindi verið sent yfirvöldum um bannfæringu þína, stimplaða af já Ítalska rannsóknarréttinum,

BANNFÆRING Í NÁND!

En hér ríkir reyndar sumarbrakandi mín kæra, rétt undir 20 stigunum og þó ekki komin júlí!

En fyrst svo er, þá verð ég víst að fara að leita að lopapeysunni og úlpunni. slepp þó við brekkurnar sem betur fer!

Magnús Geir Guðmundsson, 24.6.2008 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 1164

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband