21.5.2008 | 20:32
nú finnast ekki dægrin löng
Jú, ég er komin suður yfir heiðarnar - með frábær viðtöl í farteskinu sem alþjóð mun hlusta á með eyrun límd við tækin í sumar, án gríns. Heimsóknin í Hóladómkirkju var frábær, biskupinn sagði mér sögur af dýrgripum kirkjunnar og ég held bara að ég sé að fá Hólaveikina. Gæti Hólaveikin tekið yfir Ítalíuveikina? Maður spyr sig. Vel á minnst Ítalíufararnir hittust við Sólfarið fagra í gærkvöldi, hjóluðu sem leið lá meðfram sjónum, fylgdumst með öndum á sjónum, kríum í tilhugalífi með tilheyrandi hljóðum, sólarlag og bara almenn sæla. Að lokum fórum við á kaffihús, sumir drukku kakó, aðrir rauðvínstár, spjölluðu, tilhlökkun er (a.m.k. mín) að nálgast hættumörk - sautján dagar. Skil ekki hvernig nokkur maður getur látið slíkar ferðir framhjá sér fara, skil það bara alls ekki.
Um bloggið
Kristín Einarsdóttir
Bloggvinir
-
aslaugh
-
gruvman
-
fjola
-
bjarnihardar
-
steingerdur
-
meistarinn
-
eddabjo
-
slembra
-
metal
-
smarijokull
-
kolbrunb
-
halkatla
-
landsveit
-
ranka
-
ragnhildur
-
drhook
-
baldurkr
-
hehau
-
gurrihar
-
juljul
-
margretloa
-
eyjolfurhressist
-
annabjo
-
nimbus
-
jensgud
-
agustolafur
-
eddaagn
-
ugla
-
ingabesta
-
folkerfifl
-
berglindnanna
-
torduringi
-
vinaminni
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
paul
-
palmig
-
fararstjorinn
-
peturg
-
mariakr
-
ipanama
-
toshiki
-
idno
-
maggaelin
-
stormsker
-
salvor
-
stebbifr
-
lindagisla
-
margretsverris
-
kristjanb
-
gudridur
-
anika-yr
-
brandarar
-
ernani
-
gudjonbergmann
-
heida
-
hemmi
-
omarragnarsson
-
einherji
-
joklasol
-
steinunnolina
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hólabiskup hefur ekki átt í neinum vandræðum með fræða um gripi kirkjunnar. Hvaða þátt varstu að vinna?
Þráinn Árni Baldvinsson, 21.5.2008 kl. 22:49
Sæl og takk fyrir síðast. Ekki er slæmt að fá Hólaveikina því hér er alltaf gott að vera. Nú verð ég að hlusta vel á þáttinn þinn í sumar.
kveðja frá Hólum
Þórður Ingi
Þórður Ingi Bjarnason, 21.5.2008 kl. 23:27
Ekki búið að fresta þinni hjólaferð, gott er nú það!
En að verðandi Ítalíufarar víli ekki fyrir sér að á á öldurhúsi til að hella í sig rauðvíni, er ekki til eftirbreytni!
Vitiði ekki hvað ölvun við hjólaakstur er stórhættulegur?
Magnús Geir Guðmundsson, 22.5.2008 kl. 00:27
1. sæll Þraínn - fyrst segðu mér ertu alla daga í skólanum norðings? er nebblega að koma í heimsókn og mér finnst að fundur okkar þriggja sé við hæfi.... og biskupinn var ekki í vandræðum og mjög skemmtilegur og frábær - þú verður að vakna eldsnemma laugardaginn 28. júní og stilla útvarpið þitt rétt, ég veit líka að sum bílaverkstæði taka að sér að stilla á rás 1 fyrir fólk....
(þetta er fyrsti og e.t.v. eini broskallinn sem ég nota á þessu líklega besta bloggi landsins) sólarglingur
2. Þórður Ingi; takk sömuleiðis - ekki einn heldur þrír - hvorki meira né minna - Hólasveinar verða að vakna snemma þrjár laugardaga í röð, og mæta á frumsýninguna, allt annað en að hlusta á niðursuðu á netinu eða lélegar endurtekningar.
3. Því meira rauðvín því hraðar þeytist fákurinn, nei djók, og mínar ferðir frestast ekki
Kristín Einarsdóttir, 22.5.2008 kl. 01:10
Þetta ætla ég að hlusta á. Ég var gersamlega heilluð af Hóladómkirkju þegar ég kom inn í hana í fyrsta sinn á ferðalagi leiðsögunema um landið.
Steingerður Steinarsdóttir, 22.5.2008 kl. 10:41
Það var bara einhver Moggafrétt um aflagðar hjólaferðir, las hana ekki.
"Finnast ekki dægrin löng" en sól, sól, skín á mig söng nú Hanna Valdís samt forðum og "unaðslegu dægrin löng" sem voru þá ekkert týnd!
En á semsagt að vera skilda að hlusta á þig hjala í útvarpinu?
Sjáum til, kannski tek ég þig bara upp og það ekki í niðursuðu heldur beint í víðómagæðum og ekkert minna stúlka mín!
Magnús Geir Guðmundsson, 22.5.2008 kl. 20:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.