því að höf þeim lúta sem storka þeim

Svona líður mér einmitt þegar ég sigli á vatnastrætóum Feneyjaborgar - krappur sé leikur við ólgandi mar - Eftir að hafa hjólað frá Veróna - hjólaleiðin frá Veróna til Feneyja er líka ævintýrum prýdd. Þar er eina brekka leiðarinnar, þriggja kílómetra löng en ekki brött. Svo skemmtilega vill til að í miðri brekkunni tökum við snarpa hægri beygju og hjólum heim til vínbónda nokkurs, sem kynnir okkur fyrir framleiðslu sinni og til að vita hvað maðurinn er að tala um verða náttlega allir að smakka. Það sem mér finnst þó eftirminnilegast frá þessari vínsmökkun hjá hinum vingjarnlega ítalska vínbónda er að við athæfi þetta sitjum við úti á brekkubrún og horfum yfir vínakrana og næstu bæi og þorp. Eftir þessa góðu heimsókn eru allir yfirmáta hressir og brekkan lítið mál. ´Þegar upp er komið er stoppað í hádegisverði og þaðan er aflíðandi brekka niður að borginni Vicensa sem er eitt stórt arkitektúrsævintýri. Frá Vicensa hjólum við áfram i austurátt og komum til Feneyja en þó ég hafi ætlað að skrifa um Feneyjar ætla ég að láta hér staðar numið að sinni. Þættinum er lokið, verið þið sæl .....abbbabbbabb - hvað heitir lagið og hver syngur......soffía koma nú....þú getur þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Þú ert nú meiri ævintýramanneskjan Kristín

Kolbrún Baldursdóttir, 4.3.2008 kl. 22:18

2 identicon

Mia suocera...þar hefurðu orðið sem ég tengi nú reyndar ekki lengur við þig þar sem svarið var nei!

Ingibjörg Hanna (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 22:14

3 identicon

...og hvað er svo málið með þessa ruslpóstvörn...stærðfræði!! Ég þarf alltaf að hugsa geðveikt lengi áður en ég get svarað.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 22:16

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hverju hef ég nú misst af? Svar: Að vera hífaður á hjóli í hitamollu og það upp brekku!

Magnús Geir Guðmundsson, 6.3.2008 kl. 01:30

5 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Oh yndislegt, nú langar mig í ferðalag!

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 6.3.2008 kl. 08:26

6 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Sólvermdar brekkur, ó, já. Og svo þarf maður að líta út um gluggann á ískalda slydduna.

Steingerður Steinarsdóttir, 6.3.2008 kl. 09:21

7 identicon

örfá sæti laus; 29. júní og 10.ágúst og nú er að drífa sig. ef þið viljið fá heimakynningu kem ég og sýni myndir og segi frá öllu sem ég veit. stína

kristin einarsdóttir (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1165

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband