uppáhaldslagið og textinn -

 Hvað er að manninum að setja þetta blað - syngja og setja á plötu. Það er líka merkilegt hvað mér finnst þetta frábært - get hlustað að þetta tuttugu sinnum og finnst þetta alltaf jafnskemmtilegt. Ég held að ef þetta hefði verið í boði hefði Friðrik og Regína ekki verið að fara í ferðalag - ég hefði allavega kosið oftar en 17 sinnum.  Sá sem segir að þetta sé leiðinlegt, tapar - sá sem er sammála mér vinnur

Hátíðlegt er heimsins slekt

heimskt og leiðitamt

svo gáfnatregt og lúalegt

svo lúmskt og íhaldssamt

Mjög er normalt mannfólkið

og mett af bábiljum

Svo þungbúið er þetta lið

og þröngsýnt með afbrigðum

Samt er nákvæmlega sama hvert ég fer

já sama hvar ég er, allstaðar er fólk

Hvar í veröldinni, hvar í heimi hér

ei mannlaus staður, allstaðar er fólk

Þar þarf alltaf einhver fjandi að vera á ferð

uppi á öræfum, í óbyggðum, í frumskógum

og allstaðar er fólk

Fúlmennska og fáfræði

fordómar og heift

og siðprýði og sljóleiki 

í sálu fólks er þreytt 

Já mannfólkið er lýgilegt

lýgið falskt og bælt

svo ári tregt og alvarlegt

svo öfundsjúkt og spælt

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ó, já, þetta er snilldarlag og nú er ég líkast til komin með það á heilann!

Rannveig (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 23:33

2 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Þetta er smartur texti - en hver er maðurinn?

Soffía Valdimarsdóttir, 3.3.2008 kl. 13:51

3 identicon

Nú hér er ég mætt og mun fylgjast með...mér þykir þú aðallega svöl að færa útlensk orð yfir á okkar ástkæra og ylhýra skrifmál sbr. monsérí (Mon chéri) og bondsjorno (Bon giorno). Ef þú vilt reyna að vera kúl get ég þýtt fyrir þig texta yfir á útlenskuna cara mia...haha!

Ingibjörg Hanna (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 22:51

4 identicon

Sælar allar þrjár - þjóðfræðineminn að norðan vinnur þessa keppni með glæsibrag, en við þig frú Soffía vil ég segja þetta; vísbending 1; ,,maðurinn" breytti nafni sínu og lætur með þeirri breytingu í ljós annað (segi ekki annarlegt)  viðhorf til fósturlandsins.

ingibjörg, mon séri - multibellafrálein - sumt er bara ekki hægt að segja nema á ástkæra ylhýra -

kristin einarsdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 08:33

5 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Sko mér fannst þetta hljóta að vera Stormsker en þá vantar alveg dónatalið?

Soffía Valdimarsdóttir, 4.3.2008 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband