Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
21.7.2008 | 15:22
Laufafell - brjálað veður - Mælifellssandur - sól - jökull -
Við fórum í hjólaferð um íslenska fjallvegi. Þeir sem látið hafa þá hugsun hvarfla um sitt heilabú að fólk sem vanast er að hjóla um ítalskar sveitir geti ekki hjólað um íslenska fjallvegi ættu nú hreinlega að skammast sín. Ég, sem hjóla mjög mikið um ítalskar sveitir, og nokkrir aðrir sem líka hafa margir hverjir hjólað um ítalskar sveitir, brugðum undir okkur betra hjólinu og hjóluðum í hjólför ýmissa þrautþjálfaðra hjólanörda frá Laufafelli, óðum, eða réttara sagt syntum með hjólin okkur við hlið yfir Markarfljótið, börðumst í kolbrjáluðu veðri upp snarbrattar brekkur og niður aftur og komumst við illan leik í Hvanngil.... Borðuðum lax sem tvær eðalkvinnur matreiddu af mikilli snilld, enda voru þær nær dauða en lífi í Markarfljotinu en var bjargað af nokkrum sérdeilis hugprúðum einstklingum sem ekki vilja láta nafns síns getið....þannig að þakklætið fyrir endurheimt líf kom fram í matseldinni. Eftir svefn og morgunverð sem framreiddur var af engu minni ást og örlæti var hjólað austur sandinn og nú var sól og fegurð og fegurð, jökullinn alveg ofan í hálsmálinu á manni hreinlega, og svartur sandur sem er eins og malbik að hjóla á - nú svo Mælifelli sjálft sem er svo fagurt.... nú er væmnin alveg að fara með mig - meira á morgun, nú eða hinn. KV KE
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.7.2008 | 17:51
Feneyjar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.7.2008 | 10:38
Kokkurinn og konan hans
Hjólaleiðin frá Visenza til Feneyja er ekki nema þrjátíuogfimm kílómetrar og hefst eftir lestarferð til borgarinnar Padova, Padova er fræg og merk borg og líka mjög falleg borg. Þar röltum við um í klukkutíma og skoðum kirkjuna og torgið og fólkið sem er að rölta um stræti eins og við. Eftir um það bil tveggja tíma hjólaferð komum við til hjónanna stóru sem ég veit ekki hvað heita en þau eru svo frábær. Þau reka veitingahús á sveitabænum sínum og selja afurðir búskaparins. Þar er okkur boðin sæti úti í garði í skugga fyrir sólinni sem á ferðum íslenskra hjólagarpa skín svo ófeimin að sumum þykir nóg um. Á borð eru svo bornar grillaðar maískökur, kjúklingar, kartöflur, og hvítvín og rauðvín og hér í landi vínsins er ekki verið að snobba með útlit og stærð glasa fyrir þessar og hinar víntegundirna heldur er allt vín borið fram í sömu vatnsglösunum. Það sem er líka svo skemnmtilegt á þessum stað er hvernig Konan gengur um með ströngum en þó hlýjum, alltsjáandi augum og skipar þjónustustúlkunum sínum fyrir verkum. Mann langar alls ekki að gera neitt sem henni væri á móti skapi, þá gæti hún til dæmis litið á mig með þessum svip. Mig langar mjög mikið að fá vinnu hjá þessari konu, vera þarna bara og þurrka af borðum, gera allt strax sem hún segir mér og borða matinn sem stóri kokkurinn, karlinn hennar eldar alla daga en kannski drekka bara vínið þeirra á kvöldin. Svo mundi ég hjóla um sveitina og heimsækja aðra staði - allt gæti verið mjög einfalt. En ég get til dæmis núna bara setið hér við mína tölvu og beðið eftir ágúst 15. þá nebblega verð ég aftur þar í matnum hjá þeim góðu hjónum. kv. KE
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Kristín Einarsdóttir
Bloggvinir
- aslaugh
- gruvman
- fjola
- bjarnihardar
- steingerdur
- meistarinn
- eddabjo
- slembra
- metal
- smarijokull
- kolbrunb
- halkatla
- landsveit
- ranka
- ragnhildur
- drhook
- baldurkr
- hehau
- gurrihar
- juljul
- margretloa
- eyjolfurhressist
- annabjo
- nimbus
- jensgud
- agustolafur
- eddaagn
- ugla
- ingabesta
- folkerfifl
- berglindnanna
- torduringi
- vinaminni
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- palmig
- fararstjorinn
- peturg
- mariakr
- ipanama
- toshiki
- idno
- maggaelin
- stormsker
- salvor
- stebbifr
- lindagisla
- margretsverris
- kristjanb
- gudridur
- anika-yr
- brandarar
- ernani
- gudjonbergmann
- heida
- hemmi
- omarragnarsson
- einherji
- joklasol
- steinunnolina
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar