Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

húmörinn er soldið eins og blóðmörinn

bestur súr - þetta var nú nafnið á einum snilldarfyrirlestrinum sem fluttur var á humorsþinginu huggulega á hólmavík. Þar kom saman, án gríns, fyndnasta fólk landsins. Ekki án gríns heldur ÁN gríns. Aldrei hefur mér þótt eins gaman að hlusta á fyrirlestra, hver öðrum fróðlegri og skemmtilegri. En mér til mikilla vonbrigða og jafnframt undrunar komst minn humör ekki einu sinni í úrslit í brandarakeppni sem haldin var um kvöldið, hvað þá að undirrituðu hafi unnið til verðlauna og var þó mín kímnisaga með afbriðgum fyndin, vel flutt og fróðleg. En hvað um það, það gengur bara betur  næst. Þorsteinn Guðmundsson, fyndnin sjálf, kom sá og sigraði með óborganlegum fyrirlestri sínum um júkvæðni. (Gott að stólarnir voru ekki bólstraðir, segi það nú bara) En nú er að fara að undirbúa hina árlegu Gróttuferð þjóðfræðinnar. Ég segi ekki hér á þessu opinbera bloggi hvenær af því þá mundi náttlega allt fyllast af aðdáendum þjóðfræðinnar, nóg er nú að Albert karlinn sveimi um og yfir. kv. KE

hver er hann þessi Gunnar I Birgisson???

Já,sæll, þannig er að um helgina verður húmorráðstefna á Hólmavík (offolpleisis) þar munu fluttir verða margir mjög merkir fyrirlestrar, Oring mun ræða brandarafræði, Proppé mun ræða húmor í Íslendingasögum og bera saman við grótesku í Fóstbræðrum og Strákunum, Einars mun ræða um Áramótaskaupið (mjög fróðlegur og skemmtielgur lestur hér á ferðinni) Sigurjón mun ræða um humor i söfnum, sérstaklega reðursafninu og heitir hans lestur ,,frá kálfshúðum til forhúða" nú Jón Jónsson ræðir um humor jaðarhópa, sérstaklega flökkukinda og kallar sinn lestur,,smælað framan í smælingjana" Um kvöldið er svo hátíðakvöldverður og þar mun Þorsteinn Guðmundsson fyndnin sjálf, stíga á stokk og flytja okkkur fyrirlestur um hegðun og atferli. Þá verður líka brandarakeppni, bjórkassi í verðlaun - ef einhver vill bjór er hugmynd að leggja inn pöntun hjá undirritaðri sem stefnir á sigur - kann svo ótrúlega, ótrúlega fyndna brandara og sigurinn er vís... kv. KE

svo eitt haust fór mærin með / mjólkurbíl um leið og féð

Haldiði ekki nema það hafi verið troðfullt í Húsinu í gær, meira að segja staðið frammi á gangi. Veit bara ekki hvernig mér leið - Heiða er náttlega alvön svona móttökum en mér líður dáltið hissa - en GAMAN. Heiða söng um villtar endur, vertekkiaðhorfa og tvígilda Tótu af tærri snilld. og nú erum við að fara í ammæli og gefum náttlega hjálm, hvað annað, hjólanördarnir samir við sig. kk


pöbbarölt og pólverjinn

Já, hér kemur framhaldið, þori varla að setja þessa sögu á blað af því að réttsýnu fólki gæti mögulega dottið í hug að mér hafi misheppnast uppeldi barnanna minna sem er ekki raunin. Ég fullyrði að engin börn eru betur alin upp en mínir synir, það sem aflaga fór var skólunum og kennurunum þeirra að kenna. punktur. En sem sagt litli drengurinn sem staddur er í landinu Ind í borginni Del eða reyndar í hennar Mosfellsbæ - fór með Tibetanum, nokkrum frá Afríku og ég held einhverjum innfæddum á pöbbarölt á jólunum þeirra sem voru bara núna um daginn. Einhver íslens/pólskur húmor var þarna í gangi því að ekkert þótti Pólverjanum skemmtilegra né fyndnara en að kalla til betlarahópsins sem fylgdi þeim hvert fótmál, já hann kallaði sem sagt: Halló (pólskur hreimur) halló, þessi hérna stóri er íslenskur milljónamæringur, talið við hanna" Nú og betlarahópurinn lætur náttlega ekki segja sér slíkt tvisvar og gerðist margfalt aðgangsharðari við Íslendingskvikmyndaleikstjóraefnið en nokkru sinni fyrr og pólverjinn hló og hló - og litla drengnum Þótti þetta ekki fyndið fyrr en hann hrelldi móður sína aldraða með sögunni daginn eftir. ....en´nú er ég að fara í elsta skóla Kópavogs að gista þar í nótt með hópi sex ára barna. Alltaf gaman, þau eru svo spennt, og foreldrarnir eru svolítið stressaðir að skilja litlu ljósin eftir í skólanum heila nótt og þetta er nú bara gaman. Á morgun erum við Heiða að fara að syngja (ekki ég) og tala (ég) um dægurlagatexta í Húsinu á Eyrarbakka - gaman, gaman, hver hefur meira gaman en ég, ég bara spyr. kv. ke

Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband