húmörinn er soldið eins og blóðmörinn

bestur súr - þetta var nú nafnið á einum snilldarfyrirlestrinum sem fluttur var á humorsþinginu huggulega á hólmavík. Þar kom saman, án gríns, fyndnasta fólk landsins. Ekki án gríns heldur ÁN gríns. Aldrei hefur mér þótt eins gaman að hlusta á fyrirlestra, hver öðrum fróðlegri og skemmtilegri. En mér til mikilla vonbrigða og jafnframt undrunar komst minn humör ekki einu sinni í úrslit í brandarakeppni sem haldin var um kvöldið, hvað þá að undirrituðu hafi unnið til verðlauna og var þó mín kímnisaga með afbriðgum fyndin, vel flutt og fróðleg. En hvað um það, það gengur bara betur  næst. Þorsteinn Guðmundsson, fyndnin sjálf, kom sá og sigraði með óborganlegum fyrirlestri sínum um júkvæðni. (Gott að stólarnir voru ekki bólstraðir, segi það nú bara) En nú er að fara að undirbúa hina árlegu Gróttuferð þjóðfræðinnar. Ég segi ekki hér á þessu opinbera bloggi hvenær af því þá mundi náttlega allt fyllast af aðdáendum þjóðfræðinnar, nóg er nú að Albert karlinn sveimi um og yfir. kv. KE

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Mér finnst og hefur aldrei fundist fyndin vera Þorsteinn Guðmundsson, nema Þorsteinn Guðmundsson!

En sá Þorsteinn Guðmundsson er ekki þessi Þorsteinn Guðmundsson, Heldur hinn Þorsteinn Guðmundsson, sem þér sjálfri fröken Hjólaferð ætti að finnast fyndnari en annar Þorsteinn Guðmundsson!

Og þessi Þorsteinn Guðmundsson sem ekki er þessi Þorsteinn Guðmundsson heldur hinn Þorsteinn Guðmundsson, er auðvitað ekki BARA HINN heldur HINN EINI SANNI ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON...

...STEINI SPIL!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.11.2008 kl. 02:01

2 Smámynd: Örn Ragnarsson

Ég man eftir einum Þorsteini Guðmundssyni sem var ekki fyndinn sem slíkur en þó fyndinn. Hann var kallaður Vimmelskaft, einhverra hluta vegna. En það er nú allt önnur saga.

Stína, hvenær kemur Doktorinn. MÉR hlakkar svo til að komast í veisluna!!!

Örn Ragnarsson, 23.11.2008 kl. 22:27

3 Smámynd: Örn Ragnarsson

Ég skal meira að segja vera með skemmtiatriði eins og í Masternum

Örn Ragnarsson, 23.11.2008 kl. 22:28

4 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Fyndni er eins og syndin, einstaklega áhugavert fyrirbæri. Sagði einhver góður maður einhvern tíma.

Steingerður Steinarsdóttir, 24.11.2008 kl. 12:25

5 Smámynd: Kristín Einarsdóttir

Sæll Öddi og gaman að heyra frá þér - næstum eina ástæðan fyrir því að ég léti verða af doktoratinu væri að ég mætti eiga von á veislu með þér og skemmtiatriðum frá þér og hinum. En nú þurfum við reyndar að fara að hittast sem allra fyrst og gera plön um næsta mót sem er í vor og við fertug - lofjúviþolmæhart þín MA

 set þessa ástsjúku athugasemd á þína síðu líka svo að þú sjáir hana örugglega st

Kristín Einarsdóttir, 26.11.2008 kl. 11:20

6 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Eitthvað hefur nú verið dúbíust við þessa keppni...eitthvað pínu gruggugt, það hlítur bara að vera! Hef fulla trú á að þú hafir verið best!  En spennandi hljóma þessir fyrirlestrar enda mjög mikilvægt að hlægja! 

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 1.12.2008 kl. 06:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 1025

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband