4.12.2008 | 11:00
hólar og heimferðin
Ég og afinn fórum norður að Hólum í afmæli tveggja barnabarnastúlkubarna. Krista Sól er alveg að verða sex ára - og Eydís Anna er alveg að verða þriggja ára. Anika Ýrer svo að verða 11 ára rétt strax sama daginn og Jökull Breki verður líka 11 ára. Á laugardagskvöldinu fengum við að vera með i jólahlaðborgði, nemenda, kennara og starfsfólks Hólaskóla og var það hin besta skemmtun. Skemmtiatriðin skemmtileg og alltaf merkilegt að sjá hversu gaman nemendum þykir að gera grín að kennurunum. Þjóðfræðinemarnir væru t.d. ekki vandræðum með að greina þarna bakhtíska karnivalstemningu.....En eftir að hafa sagt frá ferðaverkefninu á fyrirlestri hins ósýnilega félags, spjallað við Skúla og Kobba um framtíðina og ferðirnar - tekið háalvarlegt viðtal við Kobba um umhyggju, ást og kærleika - keyrðum við suður yfir heiðar í kolniðamyrkri og horfðum á stjörnur og jólaljós á bæjunum. En bráðum mun ég hitta gamla skólafélaga mína frá Reykjum í Hrútafirði til að halda upp á enn eitt afmælið og þegar ég horfði á ljósin við skólann, gamla fallega skólahúsið, hugsaði ég einusinni sem oftar hversu mikið ég á þessum stað að þakka. En þó fyrst og fremst bekkjarfélögum mínum í tossabekknum og landsprófsnördunun (kennararnir voru þarna aðallega til að finna út hversu lítinn tíma ég hafði gefið mér til að læra utanbókar, ár og firði, eða sagnir) - allt þetta frábæra fólk - hvað hefði orðið um mig á öðrum stað og öðrum tíma?
Um bloggið
Kristín Einarsdóttir
Bloggvinir
- aslaugh
- gruvman
- fjola
- bjarnihardar
- steingerdur
- meistarinn
- eddabjo
- slembra
- metal
- smarijokull
- kolbrunb
- halkatla
- landsveit
- ranka
- ragnhildur
- drhook
- baldurkr
- hehau
- gurrihar
- juljul
- margretloa
- eyjolfurhressist
- annabjo
- nimbus
- jensgud
- agustolafur
- eddaagn
- ugla
- ingabesta
- folkerfifl
- berglindnanna
- torduringi
- vinaminni
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- palmig
- fararstjorinn
- peturg
- mariakr
- ipanama
- toshiki
- idno
- maggaelin
- stormsker
- salvor
- stebbifr
- lindagisla
- margretsverris
- kristjanb
- gudridur
- anika-yr
- brandarar
- ernani
- gudjonbergmann
- heida
- hemmi
- omarragnarsson
- einherji
- joklasol
- steinunnolina
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ERtu V-húnvetningur fröken hjólaferð, eða kannski af Ströndunum?
Fer nú að skilja ýmislegt ef svo er!
Magnús Geir Guðmundsson, 7.12.2008 kl. 01:19
Nei - og þó, hvað er að vera af Ströndum, erum við e.t.v. öll af Ströndunum? Nú og kannski eru allir Íslendingar Húnvetningar svona ef út í það er farið. Samt mundi ég aldrei viðurkenna að vera Þingeyingur en það er líka það eina sem ekki kemur til greina og það rímar - tímar..
Kristín Einarsdóttir, 7.12.2008 kl. 09:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.