Nú er líklega vott og kalt við Hattfell

Hvert fór sólin og þurrar götur og gangstéttar? Allt útvaðandi í rigningu og bleytu og kannski roki - ég læt veður aldrei fara í taugarnar á mér en verð að viðurkenna að mér finnst óþarfi að láta rigna, rjúka og spá jafnvel stormi á hálendinu þegar litlu ítalíugædarnir eru þar á ferð í sakleysi sínu. Ewald Ítalíugæd og kærustustúlkan hans hún Michaela eru sumsé að ganga Laugaveginn, og ég stakk uppá því við þessa sakleysingja. Ég hef gengið Laugaveginn 150 sinnum eða eitthvað og mér finnst hann svo frábær en mér líður svolítið ekki vel núna, vitandi af þessum sólskinsbörnum á göngu líklega nálægt hinu einstaka Hattfelli nákvæmlega núna, á sandinum endalausa. Það hefur jafnvel hvarflað að mér að hringja í Álftavatn einsog mjög taugaveikluð móðir og spyrja, er allt í lagi með þau greyin? en finnst það svolítið langt gengið, þetta er fullorðið fólk og allt það. Líklegast mun ég bíða niðri á BSI á morgun, með fána og trommur og hafa fagnaðarfundi þar afþví ég komst ekki í gær. En, ég á að vera að undirbúa kennslu vetrarins og ég hlakka til að hitta nýnemama sem tekið hafa þá merku ákvörðun að nema þjóðfræði sem er, án gríns, alskemmtilegasta fag sem kennt er hér á landi og þó viðar væri leitað.  KVKE


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Alltaf er jafn yndislegt að lesa þín fallegu og vel samsettu orð, mín kæra fröken hjólaferð, hógværðin og gæskan svo alltumliggjandi í þeim!Þetta hlýtur að reddast með parið, bölva má jú þegar golan bærir um of á sér, en það rignir nú aldrei of mikið í seinni tíð á okkar heittelskaða landi!

Magnús Geir Guðmundsson, 28.8.2008 kl. 16:34

2 Smámynd: Kristín Einarsdóttir

takk fyrir það kæri aðalkvittari, trygglyndi þitt og göfugt hjartalag er með eindæmum, þín að eilífu K

Kristín Einarsdóttir, 28.8.2008 kl. 20:01

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já!

ÉG er maður hjartahlýr,

heiðarlegur, góður.

Einfaldlega afbragðsskýr,

yfirburða fróður!

Tek það skýrt fram, að svona tala bara hógværir Þingeyingar og lýsa sjálfum sér!

Magnús Geir Guðmundsson, 28.8.2008 kl. 23:11

4 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Hvenær förum við saman á kaffihús.?

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 30.8.2008 kl. 11:20

5 Smámynd: Kristín Einarsdóttir

Fjóla, hvernig væri bara strax í vikunni? - hringdu í mig s. 6983105 Stína

Kristín Einarsdóttir, 31.8.2008 kl. 07:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband