6.8.2008 | 22:31
Hvanngil - Hattfell - Einhyrningur
Þrátt fyrir loforð ætla ég að segja ykkur frá ferðalagi sem ég og mín fjölskylda erum að fara í á morgun og hinn. Um hádegi á morgun munum við stíga í fjallabifreið eða ar og aka sem leið liggur í átt að miðjunni en þó samt alls ekki alla leið. Við erum: nokkur fullorðin, en þó fleir börn, tvær þriggja ára, ein fimm ára, tvö tíu ára og einn 11 ára og förinni er heitið í Hvanngil, þar ætlum við að grilla og chilla og sofa og vakna og borða morgunmat og smyrja nesti. OG HJÓLA SVO á sléttum veginum að göngubrúnni yfir Kaldaklof, klöngrast þar yfir með hjólin, hjóla að Bláfjallakvísl og vaða þar yfir, kannski haldandi á börnum og hjólum, hjóla svo áfram að Hattfelli, líklega förum við öll í bílana niður brekkuna hjá Mosum og upp hina snarbröttu brekku upp frá Mosum en svo´er planið að hjóla niður hjá Einhyrninig. Mig langar mjög mkið af barnabarnahópurinn finni og skilji hvað það getur verið gaman á fjöllum, það er nebblega líka hægt að leika sér á fjöllum, vaða ár, og gista saman í skála, ´hafa kvöldvöku, kúra og vakna og hjóla, kannski verður rigning, kannski verður sól, kannski geta þau ekki hjólað, sumir geta ekki hjólað nema vera fyrstir, ef sumir eru ekki fyrstir verða þeir svo þreyttir að þeir geta eiginlega bara ekki hjólað einn snúning í viðbót. Merkilegt hvað forysta getur gert fyrir fólk og börn. Það er einmitt á ábyrgð ábyrgrar ömmu að sjá um að sumir séu alltaf fyrstir. E.t.v. læt ég spennta lesendur vita hvernig fór áður en ég held til suðurlanda nær.
kv. KE
Um bloggið
Kristín Einarsdóttir
Bloggvinir
- aslaugh
- gruvman
- fjola
- bjarnihardar
- steingerdur
- meistarinn
- eddabjo
- slembra
- metal
- smarijokull
- kolbrunb
- halkatla
- landsveit
- ranka
- ragnhildur
- drhook
- baldurkr
- hehau
- gurrihar
- juljul
- margretloa
- eyjolfurhressist
- annabjo
- nimbus
- jensgud
- agustolafur
- eddaagn
- ugla
- ingabesta
- folkerfifl
- berglindnanna
- torduringi
- vinaminni
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- palmig
- fararstjorinn
- peturg
- mariakr
- ipanama
- toshiki
- idno
- maggaelin
- stormsker
- salvor
- stebbifr
- lindagisla
- margretsverris
- kristjanb
- gudridur
- anika-yr
- brandarar
- ernani
- gudjonbergmann
- heida
- hemmi
- omarragnarsson
- einherji
- joklasol
- steinunnolina
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góða skemmtun!!
Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 22:35
Eruð þér ofvirk frú Kristín ???
Soffía Valdimarsdóttir, 7.8.2008 kl. 15:48
sæl og blessuð frú Soffía - þetta var ótrúlega skemmtilegt, verð að fara að koma þjóðfræðinemum á fjöll, helst á hjólum. Sjáumst KE
Kristín Einarsdóttir, 9.8.2008 kl. 10:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.