Laufafell - brjálað veður - Mælifellssandur - sól - jökull -

Við fórum í hjólaferð um íslenska fjallvegi. Þeir sem látið hafa þá hugsun hvarfla um sitt heilabú að fólk sem vanast er að hjóla um ítalskar sveitir geti ekki hjólað um íslenska fjallvegi ættu nú hreinlega að skammast sín. Ég, sem hjóla mjög mikið um ítalskar sveitir, og nokkrir aðrir sem líka hafa margir hverjir hjólað um ítalskar sveitir, brugðum undir okkur betra hjólinu og hjóluðum í hjólför ýmissa þrautþjálfaðra hjólanörda frá Laufafelli, óðum, eða réttara sagt syntum með hjólin okkur við hlið yfir Markarfljótið, börðumst í kolbrjáluðu veðri upp snarbrattar brekkur og niður aftur og komumst við illan leik í Hvanngil.... Borðuðum lax sem tvær eðalkvinnur matreiddu af mikilli snilld, enda voru þær nær dauða en lífi í Markarfljotinu en var bjargað af nokkrum sérdeilis hugprúðum einstklingum sem ekki vilja láta nafns síns getið....þannig að þakklætið fyrir endurheimt líf kom fram í matseldinni. Eftir svefn og morgunverð sem framreiddur var af engu minni ást og örlæti var hjólað austur sandinn og nú var sól og fegurð og fegurð, jökullinn alveg ofan í hálsmálinu á manni hreinlega, og svartur sandur sem er eins og malbik að hjóla á - nú svo Mælifelli sjálft sem er svo fagurt.... nú er væmnin alveg að fara með mig - meira á morgun, nú eða hinn. KV KE


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oh my ..... eins gott að ég fór ekki með, hefði eflaust drukknað í fljótinu eða gefið upp öndina í einhverri brekkunni dreymandi um sól og vín í ítölskum sveitum

Hanna Dóra (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 18:29

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Veivei, valkyrja hjóhestsins er lífs, ei glötuð að eilífu í eymdarsveit ítalskra tröllabænda, sem fátæk þerna!

En..

Ég vildi að ég væri

viltur skriðjökull.

Sem skriði og skriði,

skælbrosandi kaldur

ogan í hálsmálið heita!

Mjög svo heillandi hugmynd verð ég að segja!

'ur höfuðstað norðurlands er annars fátt til fregna, nema hvað að nú brakar í hitanum!

Magnús Geir Guðmundsson, 22.7.2008 kl. 21:01

3 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

c_users_notandi_pictures_takn_og_merki_happy

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 28.7.2008 kl. 16:31

4 Smámynd: Kristín Einarsdóttir

þið eruð nú meiri krúttin, faðmlög, hjörtu og svona daðurslegur skáldskapur og hd ég hefði náttlega bjargað þér, ðis jú nó.

Kristín Einarsdóttir, 29.7.2008 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband