...kveðið kátt og kalsað margt um trúna

fen - fló og barnabörn 186Ég var að koma að vestan, var fyrir vestan í tvo daga að tala við fólk, ef þið hlustið vel í allt sumar getið þið líka heyrt í þessu fólki og jafnvel talað við það. Fólkið talaði um að vera alið upp í torfbæ, að upplifa fátækt, að sjá á eftir börnunum sínum ungum út um hliðið, að upplifa hvernig náttúran læknar, að sjórinn er aldrei eins, að fjársjóðurinn er í fjörunni.  Fólkið talaði um hugsjónir, að sjá fólkinu fækka í sveitunum, að kenna fáum börnum í litlum skóla, töluðu um kraftaverk eins og annað fólk talar um að svara í símann, að hafa gaman af að vera til, að byggja upp. Ég skoðaði líka ótrúlega fallega kirkju, hef sjaldan séð eins fallega liti og fallegan prest. Heyrði líka fólk tala um hversu gaman væri að fara í messu (sverða) - og að keyra ein um sveitir er svo frábært - segi bara eins og Bubbi - eða nei. Myndin kemur efninu ekki við en sýnir skelfingu lostið barnabarn á hröðum flótta undan hungrum gæsum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Við hjónin vorum einmitt að gera áætlun um að ferðast á Vestfjörðum í sumar og kynna okkur þennan landshluta sem hingað til hefur orðið útundan hjá okkur.

Steingerður Steinarsdóttir, 12.5.2008 kl. 19:07

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hýra fröken Hjólaferð

Til hamingju með nýja Ægissíðuslóðina!

Eða var það stígur?

Skiptirekkimáliskiptirekkimáli, þú átt eftir að svífa eftir honum og söngla Hæ Mambó!

Magnús Geir Guðmundsson, 14.5.2008 kl. 17:59

3 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Vestfirðirnir eru stórfenglegir....

Linda Samsonar Gísladóttir, 15.5.2008 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband