5.5.2008 | 15:04
og er ekki veröldin dásamleg
Þannig er að ég hlakka eiginlega ekki til jólanna, mér er nánast alveg sama um afmæli og áramótagleði finnst mér líka mega missa sín. En ég hlakka ótrúlega mikið til sumarsins, ekki það að veturinn er ágætur, en sumarið er bara svo stórkostlegt - og þá öll þessi ferðalög sem sumarið býður manni í. Nú fer að styttast verulega í fyrstu hjólaferðina um ítalskar sveitir - sú ferð hefst þann 7. júní með flugferð til Mílanó - þaðan er ekið í tvo tíma með rútu til Feneyja, snemma næsta morgun förum við niður á Markusartorg - fáum okkur kaffi, skoðum í búðir, horfum á gondóla,horfum á þetta mikla ævintýri og upplifum þessa ótrúlegu borg sem er ekki hægt að lýsa. Svo hjólum við eftir örmjóum eyjum allan daginn, með sjó næstum því á báðarhendur, hoppum í ferjur til að fara á næstu eyju og endum svo í borginni Chioggio sem líka er kölluð litla Feneyjar.... Ekki á morgun heldur hinn er bara mánuður. Myndin er af einum hinna frábæru matsölustaða, þessi er í Brisighella, rétt hjá Flórens.... En ég fór líka í magnaða ferð með börnum og barnabörnum um daginn - var næstum búin að gleyma henni og mun tjá mig um það mál á morgun.
Um bloggið
Kristín Einarsdóttir
Bloggvinir
- aslaugh
- gruvman
- fjola
- bjarnihardar
- steingerdur
- meistarinn
- eddabjo
- slembra
- metal
- smarijokull
- kolbrunb
- halkatla
- landsveit
- ranka
- ragnhildur
- drhook
- baldurkr
- hehau
- gurrihar
- juljul
- margretloa
- eyjolfurhressist
- annabjo
- nimbus
- jensgud
- agustolafur
- eddaagn
- ugla
- ingabesta
- folkerfifl
- berglindnanna
- torduringi
- vinaminni
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- palmig
- fararstjorinn
- peturg
- mariakr
- ipanama
- toshiki
- idno
- maggaelin
- stormsker
- salvor
- stebbifr
- lindagisla
- margretsverris
- kristjanb
- gudridur
- anika-yr
- brandarar
- ernani
- gudjonbergmann
- heida
- hemmi
- omarragnarsson
- einherji
- joklasol
- steinunnolina
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér hefur alltaf fundist hjólaferðirnar með þér hver annarri skemmtilegri, þannig að síðasta ferð toppar alltaf þær fyrri. Get þar af leiðandi ekki ímyndað mér hvað ég missi af miklu að fara ekki í þessa ferð, ferðin til Feneyja í fyrra var svo frábær. Hvað getur verið dásamlegra en að renna sér eftir hjólastígum á Ítalíu í góðum félagsskap, njóta góðrar næringar andlegrar sem og líkamlegrar, hlusta á íslenskar draugasögur í öngstrætum á kvöldin, gjörsamlega áhyggjulaus undir frábærri fararstjórn?
Hanna Dóra (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 19:37
Heyrðu, Hanna Dóra - ég bara skrái þig, þú getur ekki sleppt þessu (og ég get ekki sleppt því að hafa þig með) - en takk fyrir þessi hlýlegu orð. Hvað ertu aftur búin að fara í margar ferðir? Væri ekki tilvalið að tjá sig um allar þessar ferðir og birta á þessu skemmtibloggi. Ég er með smáóbragð í munninum eftir ofbeldisleg blogg síðustu daga og ætla að vera mjög bljúg amk í tvo daga. Heyrumst Stína
stina (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 20:42
Stína, þú koma vinna Norðlingaskóli :)
Þú skipuleggja ferðir fyrir og með okkur!
Þráinn Árni Baldvinsson, 6.5.2008 kl. 21:16
æ. Þrásinn minn , hvar ertu nú að kenna?? Já´, Stína....þú fara til Þrása og skipuleggja ferðir. Þú tala , hann hlusta. Love you Stínan mín fína og förum nú að drullast til að hittast !
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 6.5.2008 kl. 22:34
Hæ - Þrási rokk - ég kem, hvenær og hvar á ég að mæta??? og Fjóla væri ekki við hæfi að smala sm - fólki saman og fara í t.d. eingöngu eða ? eitthvað - kv. stína
stina (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 08:45
Við Þráinn erum búin að leggja inn mikið og gott orð fyrir þig, stýran vill tala við þig. Hringdu í hana og seldu þig (dýrt), mikill áhugi á að fá konu eins og þig í ferðateymi. Ég er í ferðateymi
Dönskudísin (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 19:51
jú, í nær fjóra áratugi hefur sjálfur sveiflukóngurinn á Sauðarakróki haldið þessu stöðugt fram og þjóðin heil og þó ekki síður HÁLF, tekið undir það með'onum sísönglandi.
Og ekki lýgur nú Geirmundur!
Annars léttgeggjuð samtalsaðferð stunduð hér og þar að leiðandi hreint yndisleg!
En Kristín mín, alveg beinustu leið frá hjartarótum, þá væri ég svei mér til í að hjóla með þér á Ítalíu ef ég bara gæti!
Magnús Geir Guðmundsson, 9.5.2008 kl. 18:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.