14.3.2008 | 12:35
Afsakið, ertu að passa þessa stóla
Ég hef aldrei getað dansað vals óaðfinnanlega. Ég tek dýfur. Þar að auki verð ég að gæta ítrustu varfærni til þess að detta ekki aftur fyrir mig og lemja hnakkanum í gólfið. Miðflóttaaflið bregst mér í vals. Hljómsveitarstjórar gefa mér hornauga, eins og þeir búist við því að ég að sendist þá og þegar aftur á bak inn í hljómsveitina og setji gat á stóru trommuna.Aftur á móti er ég upp á mitt besta í fremur hröðum foxtrott. Ég losna við dýfurnar Ég yrki með fótunum impróvisera. Ég snarsnýst kannski í örsmáa hnitmiðaða hringi og í næstu andránni strika ég beint yfir gólfið, eins og fálki sem sér hagamús. Þar snýst ég aftur, ég svíf, undurþýtt eins og örn sem sér hagamús, eftir ystu brún dansgólfsins, allt fram að dyrum. Það er öryggi og mýkt í hreyfingum mínum. Það er engin spenna í líkamanum, eins og þegar ég dansa vals og tek dýfurnar. Fætur mínir eru afslappaðir og þó ekki slappir; þeir gera það með hermannlegum elegans. Foxtrott er minn dans.Ég rokka fremur af kurteisi en gleði. Yfir rokki mínu er hógværð og stilling hins hugsandi manns. Ég tefli aldrei á tæpasta vaðið í rokki. Ég rokka til dæmis aldrei í kringum dömuna, sem þó er algengt. Það er hrein undantekning ef ég sleppi af henni hendinni. Mér kemur ekki til hugar að sleppa dömunni eins og sumir menn gera og rokka einn míns liðst út í salinn og svo aftur til baka. Ég rokka í mesta lagi tvo metra frá henni, og þó aldrei lengra en svo að ég geti þrifið í hana og haldið henni ef mér sýnist hún vera að týnast. Það er hægt að týna dömunni í rokki, og þá verður maður að rokka um allan salinn
Um bloggið
Kristín Einarsdóttir
Bloggvinir
- aslaugh
- gruvman
- fjola
- bjarnihardar
- steingerdur
- meistarinn
- eddabjo
- slembra
- metal
- smarijokull
- kolbrunb
- halkatla
- landsveit
- ranka
- ragnhildur
- drhook
- baldurkr
- hehau
- gurrihar
- juljul
- margretloa
- eyjolfurhressist
- annabjo
- nimbus
- jensgud
- agustolafur
- eddaagn
- ugla
- ingabesta
- folkerfifl
- berglindnanna
- torduringi
- vinaminni
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- palmig
- fararstjorinn
- peturg
- mariakr
- ipanama
- toshiki
- idno
- maggaelin
- stormsker
- salvor
- stebbifr
- lindagisla
- margretsverris
- kristjanb
- gudridur
- anika-yr
- brandarar
- ernani
- gudjonbergmann
- heida
- hemmi
- omarragnarsson
- einherji
- joklasol
- steinunnolina
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hahahahhahhhhhahahhahahahahahahhahahhahhahaha
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 14.3.2008 kl. 17:55
Hahaha frábær frásögn!!
Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 12:48
Ég sem hélt alltaf að þú værir mest í breikinu - þú veist með derhúfuna afturábaka að hjólamanna sið og svona.....................
Soffía Valdimarsdóttir, 15.3.2008 kl. 13:07
Góð lýsing hjá þér. En þegar vals er dansaður þá þarf ekki að taka dýfur því góður vals á að líða mjúklega um gólfið. Ég hef kennt dans bæði börnum og fullorðnum og hef ég tekið eftir því miðað við hvað vals er einfaldur þá á fólk erfiðast með að læra hann.
Þórður Ingi Bjarnason, 15.3.2008 kl. 21:00
sorry stal essu - (úr eldgamalli viku) -
kristin einarsdottir (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.