Jú, það er hægt

segir bandaríski blökkumannsleiðtogaefnið og það hugsaði ég einmitt á hjólfáknum í morgun þar sem ég sveif yfir flughálar svellbreiðurna og fákurinn lét eins vel að stjórn og væri hann undan Blesa frá Stóru-Gröf sem var landsþekktur gæðingur um og eftir miðja síðustu öld. Ég velti líka fyrir mér hvort ekki sé betra að hafa Leonard Cohen í eyrunum frekar en Bitlana þegar færðin er svona - það er nefnilega rólyndið sem gildir og í því er ég alger sérfræðingur. Ekkert fær haggað mér nema ef veðrið er vont, bílstjórar eru með frekju, ég er of sein, eða að það sé ekki laugardagur. En að hjólaferðum erlendis - nú fer að styttast í næstu kynningu í Cintamani búðinni frábæru á Laugaveginum. Það versta er að þegar ég er þar heilan dag kaupi ég alltaf ótrúlega mikið sem ég vissi ekki að mig vantaði. En semsagt kynningin verður þann 23. þessa mánaðar og mér finnst að þið ættuð að koma, gott kaffi, fagrar myndir og við Alda erum mjög hógværar í lýsingum okkar á þessum frábæru ferðum. Guð verið með ykkur - kv. KE

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jájá, Cohen karlinn þótt rámur sé, skárri í umferðinni, í hálku eða ekki. Bítlarnir hafa jú líka haft á stundum vafasöm áhrif, ungar konur á öllum aldri til dæmis fallið í yfirlið þeirra vegna!Slíkt væri nú alveg stórhættulegt á hjóli og það í hálku!

Að vísu hef ég nú ekki stundað hjólreiðar utandyra síðan á barnsaldri, en þeim mun meira innandyra án þess að færast eina spönn úr stað, á þrekhjóli!

En þigg samt "Túr" með þér og segi Já!

Magnús Geir Guðmundsson, 17.2.2008 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband