Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

hjólaferð Indlands

Hæ, brjálæðislega fyndin færsla sem þú ert að fara að lesa, ertu viðbúin? Okey, litli drengurinn minn hann Magnús er í Indlandi að læra að verða frægur kvikmyndagerðarmaður. OG af því hann er náttlega yndislegur og vinsæll og allir vilja allstaðar og alltaf vera vinir hans er það líka þannig þarna í deliborginni. OG hann fór með vini sínum sem heitir TENZ og er frá Tíbet og líka kaliforníu eitthvað að borða í Kringlunni á rosaflottum kínverksum stað (kostaði 300 íslenskar krónur fyrir þá báða) og á leiðinni heim tóku þeir rikksjo, fimmtíu kílóa þungur, fimmtugur Indverji að baksast við ða hjóla með þá báða í kerrunni. OG þeir báðir eru samtals rúm 200 kg. OG þegar Indverjagreyið var uppgefinn og laug að þeim að þeir væru komnir alla leið, sagði Tenz okey, okey ég skal taka við og Indverjinn settist móður og másandi í vagninn og Tenz hjólaði með Íslendinginn og Indverjann....framhald af hjólaævintýrum drengsins á morgun. Hann nebblega fór á pöbb og ...kv. KE


http://www.baggalutur.is/index.php?id=4324

Ég meina það, nú er fokið í flest skjól og greinilegt að allt er að fara til fjandans og andskotinn hafi það. Aldrei datt mér í hug að ríótríóurunum yrði sagt upp. Ætlar enginn að mótmæla þessu?????????????  Hvað verður nú um konur þeirra og börn?


þjóðfræðiveislan

Maður náttlega skammast sín en það er ponsu gaman að vera þjóðfræðingur með sérstakan áhuga á húmori og glamori þessa síðustu og verstu tíma. Það er ekki leiðinlegt að fylgjast með sögunum, bröndurunum og öðrum þjóð- og sálfræðilegum viðbrögðum  þjóðarinnar. Ég talaði við einn atvinnubrandarakarl um daginn og hann sagði að grínið, þ.e.a.s. það grín sem hann stundar sé á hóld, alveg sama gerðist eftir árásina á tvíburaturnana, brandararnir eða e.t.v. réttara að segja ,,reiðilausnarbrandararnir" gengu á milli fólks en atvinnugrínararnir t.d. Letterman settu sitt grín á bið. Svo er líka hægt að velta þessum tímum okkar núna fyrir sér sem hið merka liminal fyrirbæri, eða hvorki né tíma, líka kallað jaðar - eða millibilsástand. Við erum hvorki rík þjóð og ekki fátæk, við vitum ekki hvað við erum eða hvernig þetta endar. Við erum að kveðja eitt tímabil og annað er að taka við...ok ok hætti núna, skráðu þið bara í þjóðfræð og þér mun aldrei leiðast eftir það....EN Ef þú rekst hér inn og átt einhverja brandara sem þú hefur fengið senda á netinu, viltu þá vera svo væn/n að senda mér það á kriste@hi.is.. og líka framvegis.

longtæmnósí

Jú, ég var einu sinni nörd og nú varð ég aftur nörd, og ekki hjólanörd heldur þjóðfræðinörd, sem er næstum jafn skemmtilegt. Hjóla samt alltaf til og frá vesturbæjarins, meðfram sjónum, horfi á skrýmslin í sjónum, og fuglana á firðinum. Ég veit ekki hvort þið hafið tekið eftir því en það er búið að vera vandræði með efnahagseitthvað hér á landinu bláa, þ.a.l. eru hjólaferðir næsta sumars soldið á hóld en bjartsýni ríkir í sportdeildinni úrvals sem aldrei fyrr og mun nú jafnvel fara að hilla undir verð og dagsetningar og þið farið að bóka ykkur hver sem betur getur. Því fyrr hættir maður nú að borða og borga rafmagn en að hætta hjólaferðum á erlendum og ítölskum grundum.  lofjúol KE


Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband