Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Thorpinu Ibm

thar sem vid nu dveljum naetursakir.

Her gengur allt eins vel og haegt er ad hugsa ser. Hjolreidakappar hjola af list og hafa flestir haft a ordi ad brekkurnar her i olpunum seu fremur aumingjalegar og vart haegt ad tala um brekkur, haedir og lagheidar vaeru meira vid haefi.   Hinum austurriska leidsogumanni thotti eftirminnilegt og eftirtektarvert. thegar hann var bedinn ad rifja upp lidinn dag,  ad engin hinna fogru hjolreidakvenna fell i hid mikla fljot Salzack, en medfram thvi la meirihltui hjolaleidar dagsins. Madur getur velt fyrir ser hverju madurinn bjost vid og hvers vegna, einnig getur madur dottir ofan i vangaveltur um thad hverju madurinn er vanur.  Sami madur tok ad ser ad leida hopinn i kvoldgongu um dimman skog og lofadi eplavini hja bondavini sinum. Leid svo veturinn fram til jola ad fatt bar til tidinda. Nu erum vid sumse komnar heilu og holdnu aftur heim a hotel og munum halda til herbergja vorra hvad ur hverju. Godar stundir K  


Laugavegurinn - Austurríki

Kom í gær af Laugaveginum, ólýsanleg ferð, sól, fjöll, litir, sól, fólk, skógur, himinn.....Nenni bara alls ekki að reyna að segja frá þessu, en án grín besta ferð sem ég hef farið í á Laugaveginn. Frábær hópur, frábært veður... Hattfellið....

Næst ætla ég að blogga frá Austurríki. Lesandi þessarar síðu getur þ.a.l. lesið aðrar síður þar til 30. þessa mánaðar. Ástar- og saknaðarkveðjur K


hjól = töff

Ég rak augun algerlega óvart í einhverja heimskulega færslu þar sem einhver minniháttar maður talar um að hann bloggi um hjólreiðar og annað nördalegt athæfi. Hvað er að fólki? Veit hann ekki að hjólreiðar eru hið nýja töff, sjáið Sigmar, sjáið mig, KR-ingar láta sig dreyma um að komast í hópinn (sjá aths. við færslu frá einhverjum liðnum degi). Það er að sjálfsögðu ekki sama hvort maður er á hjóli eða hjóli. Samanber það er ekki sama hvort maður fer í bústaðinn á þyrlu eða breyttum Suzuki jeppa, bara svo einfalt dæmi sé tekið. 

Á morgun mun ég leggja af stað að Hattfellinu (ég veit vel að sumir illa tengdir segja Hattafell) og gera nánari úttekt á því helga fjalli. Líklega mun ég biðja fjallið um frið meðal manna og gleðileg jól til handa heimsbyggðinni allri. 


Laugavegurinn, Álftavatn, Hattfellið

Ég er að fara að ganga Laugaveginn líklega í fimmtánda skipti og hlakka mjög mikið til. Laugavegurinner eins og allir vita sem þar hafa verið er hreinasta ævintýri, jöklar, litir og líparít, grænn mosi, ganga í kringum Álftavatn, svartir sandar, vaða yfir Bláfjallakvísl og ganga með Hattfellinu síðustu tvo dagana. Hattfellið er magnaðasta fjall landsins, svo einfalt er það nú. Góður vinur minn og ferðafélagi til margra ára í hinum eftirminnilegu Smáraskólaferðum hljóp eitt sinn upp á fjallið til að athuga hvort þangað væri hægt að bjóða gestum við athöfn sem þar mun fara fram einhverntíman, sem betur fer er ekki hægt að tímasetja hana nánar.  K

Nýr hjólfákur

Ég finn hjá mér óstöðvandi löngun til að tjá mig um það að ég keypti mér nýtt hjól. Þetta er mjööög dýrt hjól, almenningur í þessu landi hefur ekki efni á að kaupa sér slíkan fák en mig munaði hreint ekki neitt um það. Ég á mörg önnur hjól en ég þurfti að bæta einu við til að skreppa á bæjarleiðir, bara þessar styttri ferðir, þar sem ekki þarf sérstaka fjallareiðfáka til. Þess verð ég líka að geta að ég hjóla mjöööög hratt á téðu hjóli, það hratt að nágrannarnir eru með röfl (rövl?) sérstaklega þegar grjótið úr innkeyrslunni þeytist undan hinum vel mynstruðu dekkjum fáksins og í ódýru gluggana hjá þessu liði. Mér finnst líka svolítið stuð að prófa hljómfagra bjölluna þegar ég kem þeysandi inn götuna.  Ég veit að þetta tuð er mest öfund (af því eins og fram hefur komið þau hafa auðvitað ekki efni á svona dýru hjóli) en svo er líka það að ég hef staðið í þvargi við grannana lengi, mest vegna þess að mínir vinir fara stundum inn í garðinn hjá þeim að pissa þegar við erum með partý og svo náttúrulega reykja þeir undir gluggunum hjá þeim. Ég leyfi náttúrlega ekki reykingar á minni lóð, kemur svo vond lykt. Ég trúi því að fleiri í minni stöðu eigi eftir að sveifla sér sínar bæjarleiðir á svipuðum farkostum.

kv. K


Afar, ömmur, barnabörn og frænka.

Nú víkur sögunni að barnabarnaferðinni sem farin var meðfram Dóná í síðustu viku. Ferðin hófst við Schalding sem er örsmátt þorp um það bil 30 km. frá Passau. Þangað komu tvær ömmur, einn afi, fjögur barnabörn og ein frænka eftir flug og rútuferð á þriðjudagskvöldi fyrir rúmri viku. Daginn eftir var hjólað af stað og allt gekk eins og í sögu, börnin dáðust að skemmtiferðaskipunum á ánni, risastórum vöruflutningaprömmum, öllum skrítnu pöddunum sem þau voru ótrúlega fundvís á og spjölluðu endalaust um fótbolta, gírskiptingar og hversu langt væri í næsta stopp. Börnum finnst gaman að hjóla, þau þurfa ekki mikla aðra afþreyingu, samt var stoppað til að sulla í vötnum og skoða kastala en fullorðnir þurfa stöðugt að vera minnugir þess að það sem vekur áhuga barnanna þarf ekki endilega að vera það sama og vekur áhuga fullorðinna. Það er til dæmis ótrúlega spennandi að fara með litlum bát yfir ána, eða að sjá hvort sælgæti bíður á koddanum á hótelinu. Eftir að hafa hjólað 280 kílómetra komum við til Vínar þar sem börnin keyptu gjafir handa systkinum og foreldrum,fengu að fara á fyrsta McDonaldsstaðinn í ferðinni og gáfu Mozart sjálfum pening í dósina sem hann hafði með sér úti á götu. Snemma morguns 3. júlí var lestin tekin til Munchen, þar beið flugfákur til að flytja hjólagarpa heim til landsins bláa. kv. K

Romeo group

 Það er ekki það að ég hafi ekki getað eða haft tíma til að tjá mig og mínar tilfinningar hér á bloggsíðunni, blogghelv... bara vildi ekki leyfa mér að komast inn á þetta innvígða stjórnaborð. Fyrst langar mig að ræða hópinn sem hjólaði Bolzano-Feneyjar 12. til 19. júní. Aldeilis frábær hópur sem gerði garðinn hreinlega heimsfrægan þarna úti. Hluti hópsins stóð í ströngum bissness, eins og áður hefur komið fram, en allt átti það að vera á heiðarlegum nótum. En svo brá hinum heiðarlegu heldur en ekki í brúnina,  síðasta daginn kom nefnilega í ljós að ekki höfðu allir hóplimir heiðarleikann í hávegum. Höfðu þá stöllur tvær stundað gripdeildir á hótelum og þjónustumiðstöðum hinum ýmsu alla leiðina. Þótti þeim þetta nokkuð fyndið og notuðu illa fenginn, fenginn til að grínast með samferðamenn sína. Létu þeir, þ.e. samferðamennirnir þetta yfir sig ganga og sýndu karlmennsku mikla. Sérstaklega þótti hinn nýfundni Skagamaður brosa hraustlega í gegnum tárin með hárskrauti af Hilton (nærri því Paris) á vel löguðum hnakkanum. Næstu daga verður bloggað af krafti um hjólaferðir og ýmis málefni sem þeim tengjast. Hvað er annars að verða um öll kommentin - er samlagningin að vefjast fyrir ykkur eða....? Elska ykkur öll af öllu hjarta mínu K.Einars 


Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband