Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

hjólaleiðin fagra

Ég held að nú sé aldeilis tímabært að ég lýsi hjólaleiðinni sjálfri þ.e.a.s. leiðinni frá Feneyjum til Flórens eins og hún birtist mér núna þegar ég er komin hingað heim á land rigningarinnar. Í fyrsta lagi (mikilvægt í hugum margra) er þessi leið algerlega slétt og þá er ég ekki að ljúga né ýkja. Síðasta daginn, sem er 55 km. finnur maður, síðustu 10 km. að hjólið er örlítið þyngra en engin brekka sést heldur það sem fróðir menn gætu mögulega kallað vatnshalla. Vatn mundi renna hægt og rólega á móti manni, ein hæð finnst á þessari leið og mun ég birta mynd af hjólreiðarmanni hjóla með bros á vör upp þessa hæð og vösk sveit hjólakvenna sem ég þekki mjög vel mundu varla kalla þessa hæð ræfil. Niðurstaða: þessi leið er mjög auðveld. Nú að fegurð og fögnuði. Hjólað er um sveitir, útsýnið er akrar af ýmsu tagi, sveitabæir af mjög mörgu tagi, sveitaþorp með vinalegum götum og kirkjum og torgum. Leiðin er að miklu leiti meðfram ám, kanölum, og síkjum. Gróður, fuglar, blóm, veiðimenn að veiða, hundar að gæta húsa, og svo framvegis. Svo eru það borgirnar, mér finnst borgirnar á þessari leið aldeilis frábærar, Ravennar þar sem allir hjóla, þar er líka merkilegur vatnakastali, Ferrara með frábærum miðbæ, Brisighella þar sem ,,asnagatan" - henni er ekki hægt að lýsa. Og fólkið - allir eru svo einstaklega þægilegir og elskulegir og þótt ekki tali allir þetta eina tungumál sem okkur finnst að heimurinn eigi að sameinast um að tala með okkur reyna allir að gera allt sem þeir geta til að aðstoða ef aðstoðar er þörf. Mig langar aftur í hjólaferð um Ítalíu og mig langar að upplifa þetta enn og aftur með ykkur - hjóla, spjalla, fá sér antipasta, fá sér vín hússins. Ég er ekki hætt að blogga, þótt ég sé komin heim. Ég á eftir að tja mig um Flórens...kv. Kristín


Perluskjoni

Hi, eg hef akvedid ad deila med ykkur reynslu okkar her i tessum fagra hjolahopi af lestarferd vorri, mafiosum, sopranos, loggunni itolsku og fleiru sliku godgaeti.  Eins og lesa matti i sidasta bloggi akvad hopurinn ad fara i lestum tveimur, t.e.a.s. hvorri a eftir annarri. Fararstjorinn keypti mida i teirri fyrri en tegar a skiptistod var komid var tar enga mida ad fa i hina sidari lest og ekki i lestinni heldur tratt fyrir einlaegan asetning heidarlegs fararstjora og moralskan studning barnakennarans en honum totti ekki vid haefi ad ferdast an greidslu. tad verdur ad segjas eins og er ad ferdaskrifstofuadilanum i hopnum fannst ekki tiltokumal ad svindla ser i stutta lestarferd. Var nu komid a endastod og haldid nidur i dimm gong undir teinunum, og takid nu eftir: TAR var her einkennisklaeddra manna, mafiosar i meirihluta, nokkrar loggur, og fleiri manns. Voru teir tungir a brun og heimtudu biglietta. Barnakennarinn vard skelfingu lostinn og grati naer, thjodfraedingurinn hugsadi med ser; her eru hopar ad maetast, merkilegt er tetta, er her ekki efni i rannsokn, vid og tid, turistar a ferd. Utvarpsfraukan fyrrverandi vildi taka vidtal vid alla naerstadda og reyna ad koma malinu a framfaeri vid islensku tjodina, ferdatjonustuadilianum var misbodid og hotadi hann samkeppnisradi, baugsfedgum og retti svo upp haegri hond og viti menn hun var bla. Madur hefdi haldid ad hendin blaa dygdi til ad sla loggunni her i tessu langa landi skelk i brjost en nei, teir letu ser ekki bregda og drogu upp sektarblokkina. Var ta barnakennarinn gratandi og reif i ermi fararstjorans og gret; borgadu, borgadu bara allt sem teir vilja. Rutubilstjroinn tok ta barnakennarann undir hendina og sagdi honum ad haetta tessu helvitis vaeli. En fararstjronn gat bara ekki stadid lengur i tessu og dro upp veskid og var tar med einu italska skoparinu fataekari. Laerdomur af tessari skemmtilegu sogu er eftirfarandi. Vid borgum alltaf allt, tad borgar sig og italskir skor eru alltof litlir. Meira sidar. Tid sem aetlid  i hjolaferd til Italiu i sumar, hlakka til ad sja ykkur og tid hin, vid sjaumst sidar.  Bestu kvedjur, kristin

Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband