Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

i Ferrara

hjoladagur eitt. Feneyjar til Choggio, mer er ljost ad eg hljoma eins og mjog gomul plata en Feneyjar eru engu odru likar. Audvitad urdum vid ad fara med vatnastraeto nidur a Markusartorg og fa okkur kaffi og hlusta a hljomsveit og labba sma, sem vard til tess ad vid logdum af stad fra Lido klukkan fjogur sem er ALLT OF SEINT og her er myrkur klukkan sex. Tetta vard til tess ad vid hjoludum i myrkri sidasta klukkutimann. tokum ferju med itolum ad fara ur vinnur og komum svo til Choggia sem er lika kollud litlu Feneyjar.

hjoladagur tvo: I gaermorgun voknudum vid svo i rigningu (mikilli) enda kominn naestsidasti oktorber. Eftir ad hafa hjolad 30 km af 65 hugsade eg med mer tetta er ekki bara rein heldur lika pein svo vid akvadum ad taka lest, med hjolin sem var aevintyri.

hjoladagur trju: I morgun voknudum vid aftur a moti i gladasolskini og hjoludum med vind i bakid medfram Po fljotinu, fagurt landslag, fogur torp, fallegt folk, og bara allt. Nu erum vid i borginni Ferrara og her eru allir a hjolum og eg meina ALLIR, her eru lika miklar og fraegar byggingar og allt svo frabaert. Nu erum vid a leidinni ut ad fa okkur Aperol og eg mun skala fyrir ykkur ollum.

Fridrik: glod er eg ad gallinn passar og nu er ad nota atfittid, tad er ekkert gagn ad tessu inni i skap.

kv KE


hjólaferðinfeneyjarflorenseraðhefjast

Sit og bíð eftir að Lalli verði tilbúinn. Veit ekki með ykkur en gera þyrfti rannsókn á þeirri gömlu og þreyttu mýtu að karlar þurfi að bíða eftir konum. Skil ekki hvað minn karl getur verið að gera endalaust að snyrta sig held ég. En, sumsé, nú er ferðinni heitið til víkurinnar Kefla og þaðan til Róms, í Róm þurfum við að finna bestu leið með lest til Feneyja - tekur kannski 4 tíma en hvað með það? Við bara lesum og borðum og sofum og lesum og horfum út um gluggann. Þið, kæru hjólreiðagarpar megið aftur á móti eiga von á langferðabifreið og bílstjóra með hatt, komnum í stuð, sem ekur ykkar af öryggi og með gleði á áfangastað. Ég er samt ekki að kvarta yfir lestarferðinni, mér finnst alltat eitthvað spennandi að koma á flugstöð, finna lestina og fara svo í lestina og komast vonandi á réttan stað.  Ég er komin á stig 9 í tilhlökkun, sem er rétt undir hættumörkum. Í kvöld verðum við í töfraborginni Feneyjum og á morgun hjólum við yfir friðarbrúna, tökum svo ferju yfir á Lído, hjólum eftir endilangri Lído eynni og þaðan á eyju eftir eyju þangað til áfangastað er náð. Ég mun blogga samviskusamlega, hvar sem ég næ í tölvu sem ég held að sé nú bara víðast. Bestu kveðjur Kristín

Kæru tilvonandi og núverandi hjólagarpar

Ég sé að umtalsverð og ótrúleg umferð er á þessa síðu og ekki vil ég valda áhugasömum gestum of miklum vonbrigðum. En þannig er mál með vexti að ég er að fara til Ítalíu næsta sunnudag, 28. október og mun þá hjóla frá Feneyjum til Flórens og lofa bloggi á næstum því hverjum degi. Tilgangur þessarar ferðar er einmitt sá að ég geti sagt áhugasömum nákvæmlega hverju þeir eiga von á og sett myndir af leiðinni inn á bloggið. Leiðalýsing og nánari upplýsingar munu einnig birtast á síðu Úrvals-Útsýnar að ferð lokinni. Kærar kveðjur og hlakka til að hjóla með sem flestum ykkar í sumar. Kristín Einarsdóttir.

Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband